„Fjölskyldumeðlimur“ Charles Manson á rétt á reynslulausn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 09:04 Leslie Van Houten er 73 ára gömul. Hún var aðeins nítján ára þegar Charles Manson skipaði henni að myrða hjón í Los Angeles. AP/Stan Lim/Los Angeles Daily News Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að kona sem myrti hjón að fyrirskipan Charles Manson á 7. áratug síðustu aldar ætti rétt á reynslulausn. Konan hefur setið í fangelsi undanfarin fimmtíu ár og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn reynslu. Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41
Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42