Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 3-0 | Öruggt hjá Garðbæingum Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2023 21:31 VÍSIR/VILHELM Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna. Stjarnan er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og höfðu algjöra yfirburði fyrstu mínútur leiksins. Liðið pressaði hátt upp völlinn og náði oft að vinna boltann af varnarmönnum Keflavíkur. Stjarnan sótti mikið upp vængina, bakverðir liðsins tengdu vel við kantmennina og áttu margar góðar fyrirgjafir. Sóley Guðmundsdóttir leikmaður Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Það var eftir eina slíka sókn sem Stjarnan uppskar hornspyrnu. Sædís Rún Heiðarsdóttir tók spyrnuna og eftir misheppnaða tilraun Keflavíkur til að hreinsa burt náði fyrirliðinn Anna María að pota boltanum í netið. Um fimmtán mínútum síðar lagði Sædís svo upp sitt annað mark, þá úr aukaspyrnu sem Jasmíni Erlu tókst að skalla í netið. Stjarnan hélt áfram að ógna marki Keflavíkur en tókst ekki að skora annað mark fyrir hálfleik. Kraftur í Keflavík eftir hálfleik Keflavík byrjaði mjög vel og virtust líklegar til að minnka muninn á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Liðið hélt boltanum vel og leysti mun betur úr hárri pressu Stjörnunnar en tókst ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri. Eftir misheppnaða sendingu upp úr varnarlínu Keflavíkur tókst Jasmíni Erlu að vinna boltann á miðsvæðinu, hún sendi út á Anítu á vinstri kanti sem keyrði inn á völlinn og skoraði úr þrumuskoti. Jasmín Erla Ingadóttir með boltann í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Við þetta þriðja mark virtist allur máttur horfinn úr Keflavíkurliðinu, spilamennska liðsins var áfram betri en í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að skapa sér nein hættuleg færi og reiddu sig mikið á langskot, sem báru lítinn árangur. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan sýndi mikla ákefð frá fyrstu mínútu og tókst að hræða Keflavíkurliðið. Þær sóttu virkilega vel upp vængina og sköpuðu sér mörg hættuleg færi. Hverjir stóðu upp úr? Sædís Rún (valin maður leiksins) og Arna Dís, bakverðir Stjörnunnar, áttu frábæran leik í dag. Jasmín Erla á sitt hrós skilið líka, allur sóknarleikur Stjörnunnar fór í gegnum hana og hún uppskar mark og stoðsendingu í dag. Það vantaði ekkert upp á baráttuna á Samsung-vellinum.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Keflavíkurliðinu tókst mjög illa að spila sig út úr vörninni. Hápressa Stjörnunnar virtist hræða þær, liðið féll sífellt aftar og aftar á völlinn og þorði síður að spila boltanum. Hvað gerist næst? Stjörnustelpur eiga hörkuleik í næstu umferð gegn Breiðablik. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta miðvikudag kl. 18:00. Keflavík tekur á móti ÍBV degi fyrr, þriðjudaginn 6. júní kl. 18:00. Glenn: Mörk sem maður vill aldrei fá á sig Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég var óánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við koma inn í leikinn, eða það leit allavega út, eins og við værum hræddar, eins og við værum minna liðið. Hlutirnir sem ég vildi sjá, sá ég ekki.“ Eftir að hafa haldið til búningsherbergja tveimur mörkum undir í hálfleik kom Keflavíkurliðið af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. „Seinni hálfleikur var mun betri, við töluðum saman í hálfleik og ég sagði þeim bara að spila sinn leik, sýna hvað við getum gert. Við héldum boltanum betur og sköpuðum færi en svo fáum við þriðja markið á okkur sem gerði þetta erfitt.“ Bæði mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr föstum leikatriðum, Jonathan segir það ekki valda sér miklum áhyggjum. „Við höfum verið sterk hingað til í föstum leikatriðum en jú, það slökknaði á okkur í dag og þetta eru mörk sem maður vill aldrei fá á sig.“ Kristján: Býst við hávaða og látum Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna kvenna í dag og sáttur með niðurstöðu leiksins „Ég er það... þetta var alls ekki gefinn leikur að vinna. Það var gott að fá þetta fyrsta mark svona snemma, það skipti gríðarlega miklu máli.“ Stjörnuliðið sýndi mikla ákefð frá fyrstu mínútu leiksins og pressaði hátt á varnarlínu Keflavíkur. „Við settum liðið í vandræði nálægt markinu sínu og við unnum boltann eftir pressuna töluvert og settum andstæðinginn undir þunga sókn.“ Næsti leikur Stjörnunnar er stórleikur gegn Breiðablik á útivelli. Kristján hefur engar áhyggjur af liðinu fyrir þann leik og reiknar með miklum átökum innan sem utan vallar. „Þær sjá um það algjörlega sjálfar að ná upp einbeitingu fyrir þann leik. Við vitum alveg hvernig sá leikur verður, það verður vel tekist á hjá báðum liðum. Búið að færa leikinn til kl. 18:00 til að fá fleira fólk á völlinn þannig að ég býst við hávaða og látum.“ Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF
Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna. Stjarnan er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og höfðu algjöra yfirburði fyrstu mínútur leiksins. Liðið pressaði hátt upp völlinn og náði oft að vinna boltann af varnarmönnum Keflavíkur. Stjarnan sótti mikið upp vængina, bakverðir liðsins tengdu vel við kantmennina og áttu margar góðar fyrirgjafir. Sóley Guðmundsdóttir leikmaður Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Það var eftir eina slíka sókn sem Stjarnan uppskar hornspyrnu. Sædís Rún Heiðarsdóttir tók spyrnuna og eftir misheppnaða tilraun Keflavíkur til að hreinsa burt náði fyrirliðinn Anna María að pota boltanum í netið. Um fimmtán mínútum síðar lagði Sædís svo upp sitt annað mark, þá úr aukaspyrnu sem Jasmíni Erlu tókst að skalla í netið. Stjarnan hélt áfram að ógna marki Keflavíkur en tókst ekki að skora annað mark fyrir hálfleik. Kraftur í Keflavík eftir hálfleik Keflavík byrjaði mjög vel og virtust líklegar til að minnka muninn á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Liðið hélt boltanum vel og leysti mun betur úr hárri pressu Stjörnunnar en tókst ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri. Eftir misheppnaða sendingu upp úr varnarlínu Keflavíkur tókst Jasmíni Erlu að vinna boltann á miðsvæðinu, hún sendi út á Anítu á vinstri kanti sem keyrði inn á völlinn og skoraði úr þrumuskoti. Jasmín Erla Ingadóttir með boltann í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Við þetta þriðja mark virtist allur máttur horfinn úr Keflavíkurliðinu, spilamennska liðsins var áfram betri en í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að skapa sér nein hættuleg færi og reiddu sig mikið á langskot, sem báru lítinn árangur. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan sýndi mikla ákefð frá fyrstu mínútu og tókst að hræða Keflavíkurliðið. Þær sóttu virkilega vel upp vængina og sköpuðu sér mörg hættuleg færi. Hverjir stóðu upp úr? Sædís Rún (valin maður leiksins) og Arna Dís, bakverðir Stjörnunnar, áttu frábæran leik í dag. Jasmín Erla á sitt hrós skilið líka, allur sóknarleikur Stjörnunnar fór í gegnum hana og hún uppskar mark og stoðsendingu í dag. Það vantaði ekkert upp á baráttuna á Samsung-vellinum.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Keflavíkurliðinu tókst mjög illa að spila sig út úr vörninni. Hápressa Stjörnunnar virtist hræða þær, liðið féll sífellt aftar og aftar á völlinn og þorði síður að spila boltanum. Hvað gerist næst? Stjörnustelpur eiga hörkuleik í næstu umferð gegn Breiðablik. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta miðvikudag kl. 18:00. Keflavík tekur á móti ÍBV degi fyrr, þriðjudaginn 6. júní kl. 18:00. Glenn: Mörk sem maður vill aldrei fá á sig Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég var óánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við koma inn í leikinn, eða það leit allavega út, eins og við værum hræddar, eins og við værum minna liðið. Hlutirnir sem ég vildi sjá, sá ég ekki.“ Eftir að hafa haldið til búningsherbergja tveimur mörkum undir í hálfleik kom Keflavíkurliðið af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. „Seinni hálfleikur var mun betri, við töluðum saman í hálfleik og ég sagði þeim bara að spila sinn leik, sýna hvað við getum gert. Við héldum boltanum betur og sköpuðum færi en svo fáum við þriðja markið á okkur sem gerði þetta erfitt.“ Bæði mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr föstum leikatriðum, Jonathan segir það ekki valda sér miklum áhyggjum. „Við höfum verið sterk hingað til í föstum leikatriðum en jú, það slökknaði á okkur í dag og þetta eru mörk sem maður vill aldrei fá á sig.“ Kristján: Býst við hávaða og látum Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna kvenna í dag og sáttur með niðurstöðu leiksins „Ég er það... þetta var alls ekki gefinn leikur að vinna. Það var gott að fá þetta fyrsta mark svona snemma, það skipti gríðarlega miklu máli.“ Stjörnuliðið sýndi mikla ákefð frá fyrstu mínútu leiksins og pressaði hátt á varnarlínu Keflavíkur. „Við settum liðið í vandræði nálægt markinu sínu og við unnum boltann eftir pressuna töluvert og settum andstæðinginn undir þunga sókn.“ Næsti leikur Stjörnunnar er stórleikur gegn Breiðablik á útivelli. Kristján hefur engar áhyggjur af liðinu fyrir þann leik og reiknar með miklum átökum innan sem utan vallar. „Þær sjá um það algjörlega sjálfar að ná upp einbeitingu fyrir þann leik. Við vitum alveg hvernig sá leikur verður, það verður vel tekist á hjá báðum liðum. Búið að færa leikinn til kl. 18:00 til að fá fleira fólk á völlinn þannig að ég býst við hávaða og látum.“
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti