Viðskipti innlent

Fimm konur í stjórn Svars

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vinstri: Kolbrún Víðisdóttir, Maggý Möller, Erla Kr. Bergmann, Linda Wessman og Anna Lilja Sigurðardóttir. Sitjandi er Rúnar Sigurðsson.
Frá vinstri: Kolbrún Víðisdóttir, Maggý Möller, Erla Kr. Bergmann, Linda Wessman og Anna Lilja Sigurðardóttir. Sitjandi er Rúnar Sigurðsson.

Sex manna stjórn tæknifyrirtækisins Svar er skipuð fimm konum. Eigandi fyrirtækisins segir enga sérstaka ákvörðun um að raða svona í stjórnina hafa verið tekna. Áhugi kvenna á tæknimálum sé alltaf að aukast.

„Við höfum einfaldlega verið mjög heppin að því leytinu til að margar þessara kvenna hafa áhuga á að vinna með okkur og þar sem við höfum þörf fyrir öflugt fagfólk hefur þetta verið raunin,“ segir Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svar og einn eigenda þess í tilkynningu.

„Með þessu er ég alls ekki að segja að karlmenn séu einhverju minna frambærilegir en konur, hvorki í tæknigeiranum eða annars staðar, en þessar tilteknu konur hafa hentað betur í þau störf sem þær eru í hjá okkur í dag.“

Rúnar er eini maðurinn sem situr í framkvæmdastjórninni. Með honum í stjórninni eru þær Kolbrún Víðisdóttir fjármálastjóri, Maggý Möller verkefna- og vörustjóri, Linda Wessman sölustjóri, Erla Kr. Bergmann hópstjóri hugbúnaðar- og tæknideildar og Anna Lilja Sigurðardóttir hópstjóri bókhaldsdeildar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×