Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2023 12:11 Eins og undanfarið rúmt ár eru málefni Úkraínu miðpunktur umræðu leiðtoga Evrópu á fundinum í Moldóvu. AP/Vadim Ghirda Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum. Um fimmtíu leiðtogar frá 47 ríkjum og Evrópusambandinu eru nú saman komnir í Khisiná höfuðborg Moldovu til síns annars fundar undir formerkjunum Stjórnmálasamfélag Evrópu, European Political Community eða EPC, sem er vettvangur sem Emmanuel Macron forseti Frakklands stofnaði til í fyrra. Hann er hugsaður til að leiðtogar allra ríkja Evrópu, burt séð frá aðild að bandalögum eða samtökum, geti komið saman til að ræða milliliðalaust um stjórnmál. Volodymyr Zelenskyy ítrekaði í upphafi leiðtogafundarins að tími ákvarðana varðandi aðild Úkraínu að Evrópusambandinu og NATO væri kominn.AP/Vadim Ghirda Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu lagði áherslu á við komuna til fundarins að framtíð Úkraínu lægi innan Evrópusambandsins og landið væri reiðubúið til að gerast aðili að NATO. „Ég tel að öryggistryggingar séu mjög áríðandi, ekki bara fyrir Úkraínu heldur öll nágrannaríki okkar eins og Moldóvu vegna árásargirni Rússa. Einnig vegna mögulegra árása á önnur ríki Evrópu,“ sagði Zelensky. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hét Moldóvum enn frekari fjárhagsstuðningi í morgun til að undirbúa aðild landsins að sambandinu.AP//Andreea Alexandru Maia Sandu forseti Moldóvu sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun að það væri mikilvægt að leiðtogarnir kæmu nú saman í landi hennar. „Nærvera þessara leiðtoga, og okkar kæru Ursulu, eru mjög skýr skilaboð til umheimsins um að Moldóva stendur ekki ein. Ekki frekar en nágrannar okkar Úkraínumenn sem í fimmtán mánuði hafa staðið hetjulega gegn villimannslegri innrás Rússa,“ sagði Sandau. Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að stofnun Stjórnmálasamfélags Evrópu, vettvangs fyrir alla leiðtoga álfunnar til að koma saman og ræða milliliðalaust um stjórnmál. Hér er hann með Maiu Sandau forseta Moldóvu.AP/Andreea Alexandru Ursula von der Leyen hét Moldóvum enn frekari fjárhagslegum stuðningi til undirbúnings aðildar að Evrópusambandinu. Moldóva væri holdgervingur gilda Evrópusambandsins. „Til að mynda með samstöðunni sem þið sýnduð frá upphafi með móttöku flóttafólks frá Úkraínu, staðfestu ykkar gegn kúgun Rússa og samstöðunni um að tengja örlög ykkar Evrópusambandinu,“ sagði Úrsula. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þennan vettvang Evrópuleiðtoga mikilvægan ekki hvað síst fyrir Íslandi sem kosið hafi að standa utan Evrópusambandsins. Maia Sandu forseti Moldóvu býður Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra velkomna til leiðtogafundarins.AP/Vadim Ghird „Ég tel þetta mjög mikilvægan vettvang á átakatímum. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig hann þróast, ekki hvað síst fyrir Ísland,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Moldóva Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Um fimmtíu leiðtogar frá 47 ríkjum og Evrópusambandinu eru nú saman komnir í Khisiná höfuðborg Moldovu til síns annars fundar undir formerkjunum Stjórnmálasamfélag Evrópu, European Political Community eða EPC, sem er vettvangur sem Emmanuel Macron forseti Frakklands stofnaði til í fyrra. Hann er hugsaður til að leiðtogar allra ríkja Evrópu, burt séð frá aðild að bandalögum eða samtökum, geti komið saman til að ræða milliliðalaust um stjórnmál. Volodymyr Zelenskyy ítrekaði í upphafi leiðtogafundarins að tími ákvarðana varðandi aðild Úkraínu að Evrópusambandinu og NATO væri kominn.AP/Vadim Ghirda Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu lagði áherslu á við komuna til fundarins að framtíð Úkraínu lægi innan Evrópusambandsins og landið væri reiðubúið til að gerast aðili að NATO. „Ég tel að öryggistryggingar séu mjög áríðandi, ekki bara fyrir Úkraínu heldur öll nágrannaríki okkar eins og Moldóvu vegna árásargirni Rússa. Einnig vegna mögulegra árása á önnur ríki Evrópu,“ sagði Zelensky. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hét Moldóvum enn frekari fjárhagsstuðningi í morgun til að undirbúa aðild landsins að sambandinu.AP//Andreea Alexandru Maia Sandu forseti Moldóvu sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun að það væri mikilvægt að leiðtogarnir kæmu nú saman í landi hennar. „Nærvera þessara leiðtoga, og okkar kæru Ursulu, eru mjög skýr skilaboð til umheimsins um að Moldóva stendur ekki ein. Ekki frekar en nágrannar okkar Úkraínumenn sem í fimmtán mánuði hafa staðið hetjulega gegn villimannslegri innrás Rússa,“ sagði Sandau. Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að stofnun Stjórnmálasamfélags Evrópu, vettvangs fyrir alla leiðtoga álfunnar til að koma saman og ræða milliliðalaust um stjórnmál. Hér er hann með Maiu Sandau forseta Moldóvu.AP/Andreea Alexandru Ursula von der Leyen hét Moldóvum enn frekari fjárhagslegum stuðningi til undirbúnings aðildar að Evrópusambandinu. Moldóva væri holdgervingur gilda Evrópusambandsins. „Til að mynda með samstöðunni sem þið sýnduð frá upphafi með móttöku flóttafólks frá Úkraínu, staðfestu ykkar gegn kúgun Rússa og samstöðunni um að tengja örlög ykkar Evrópusambandinu,“ sagði Úrsula. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þennan vettvang Evrópuleiðtoga mikilvægan ekki hvað síst fyrir Íslandi sem kosið hafi að standa utan Evrópusambandsins. Maia Sandu forseti Moldóvu býður Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra velkomna til leiðtogafundarins.AP/Vadim Ghird „Ég tel þetta mjög mikilvægan vettvang á átakatímum. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig hann þróast, ekki hvað síst fyrir Ísland,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Moldóva Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17
Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23
Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16