Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 14:09 Rúnar Árnason og Valgeir Bjarnason, stofnendur fyrirtækisins Bagbee. Aðsend Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana. BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“ Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
BagBee er stofnað af þeim Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni, tveimur frumkvöðlum sem báðir hafa reynslu úr ferðaþjónustu. Þjónusta fyrirtækisins felst í því að sækja farangur heim til fólks eða á hótel og innrita hann fyrir það. Fólk getur þannig mætt síðar á flugvöllinn og farið beinustu leið í öryggisleitina. „Hægt er að velja á hvaða tíma farangur er sóttur og er hann innsiglaður og innritaður við afhendingu. Farþeginn fær afrit af farangursmiðanum og getur rakið ferðir farangur síns á leið á völlinn. Skilaboð með myndum af farangrinum berast svo með tölvupósti í síma þegar farangur hefur verið afhentur flugfélaginu á flugvellinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónusta sem þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi í febrúar á þessu ári þegar Öryggismiðstöðin hóf að bjóða upp á hana í samstarfi með Icelandair. Fyrst um sinn verður þjónusta BagBee í boði fyrir flug með Icelandair og Play en í tilkynningunni kemur fram að fleiri flugfélög muni bætast við með haustinu. Geti auðveldað ferðalagið Valgeir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra BagBee, segir fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessari þjónustu hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu. Svipuð þjónusta hafi þó verið í boði í Asíu í nokkurn tíma. „Með bættri tækni og auknum áhuga flugvalla á að hraða innritun farþega, hefur áhugi á þjónustunni aukist hratt. Markmið okkar er að einfalda ferðalög fólks og hugmyndin er í raun ekki flókin. Við sækjum farangur heim til fólks, innritum hann, innsiglum og förum með upp á völl undir myndavélaeftirliti. Útfærslan, leyfis- og tæknimál hafa verið unnin náið með flugfélögunum og flugvallaryfirvöldum hér á landi til að tryggja góða og örugga þjónustu“, er haft eftir Valgeiri í tilkynningu. Valgeir segir það vera ánægjulegt að hefja starfsemi á þessum tímapunkti. Búist sé við miklu álagi á innritunarsal Keflavíkurflugvallar í sumar vegna mikils farþegafjölda. Það geti auðveldað ferðalagið að hafa innritað farangurinn fyrirfram. Að hans sögn hefur ferðaþjónustan brugðist vel við þessari þjónustu. Þá sé samtal við erlenda samstarfsaðila þegar hafið og er markmið BagBee að geta boðið upp á heildarlausn við farangursflutninga fólks. „Í náinni framtíð getum við sótt farangurinn heim til fólks og svo kemur farangurinn upp á hótel á áfangastað.“
Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira