Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2023 06:38 Chuck Schumer er leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann var ánægður að atkvæðagreiðslu lokinni. AP Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36