Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júní 2023 15:04 Thelma Dögg Harðardóttir, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð, segir Matvælastofnun ekki sinna sínu eftirlitshlutverki og að mál tengd Höfða einkennist af mikilli meðvirkni. Samsett/VG/Steinunn Árnadóttir Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. Thelma Dögg Harðardóttir, bóndi á Skarðshömrum í Norðurárdal, oddviti Vinstri grænna og sveitarstjórnarfulltrú í Borgarbyggð, býr skammt frá bænum Höfða í Þverárhlíð sem hefur verið í fréttum undanfarið vegna meints dýraníðs. Thelma og aðrir ábúendur á Skarðshömrum hafa orðið fyrir miklu raski vegna ágangs fjár frá Höfða. „Þetta er orðið yfir tuttugu ára gamalt mál, eldra en ég, sem segir sína sögu. Ég get ekki sagt að það hafi nokkurn tímann verið verra en akkúrat núna, þetta hefur alltaf verið ofboðslega vont og hefur á þessum tuttugu árum farið versnandi með hverju ári,“ segir Thelma aðspurð út í aðstæður á Höfða. „Það sem vantar inn í umræðuna er að Matvælastofnun er búin að vera afskaplega meðvitað um stöðuna í allan þennan tíma. Það var farið í aðgerðir 2002, minnir mig. Þá var fullt erindi til að fara í aðgerðir en það hefur ekkert batnað síðan þá.“ Kindur eigi að fá burðarhjálp, skjól og fóður Vandamálin á Höfða eru tvenns eðlis, að sögn Thelmu. Annars vegar snúi þau að dýravelferð þar sem kindurnar fái ekki burðarhjálp, viðeigandi húsaskjól eða nægilega fæðu hjá eigendum sínum. Hins vegar sé það ágangur kindanna sem, vegna eftirlitsleysis og aðgerðarleysis eigenda, gangi á land annarra bænda í sveitinni. Thelma segir bædurna á Höfða ekki veita fé sínu burðarhjálp, þær skorti skjól og fæðu.Aðsent „Þetta er tvíþætt mál. Annars vegar dýravelferðin sem snýr að Mast sem er verndari dýravelferðarlaga. Hins vegar eru það þessi ágangsmál þar sem kindur hafa ekki leitað til síns heima, hvort sem landeigendur hafa ekki smalað eða kindurnar villst,“ segir Thelma. „Að mjög stórum parti eru ágangsmálin ekki síður vandamál fyrir okkur vegna þess að á veturna eru kindunum ekki haldið heima. Þá eru kindurnar að leggjast upp við hús hjá okkur, skítandi út í kringum húsin og reyna að ganga í fóður hjá mínum hrossum.“ „Í vetur var það þannig að það smöluðu allir nema þessi tiltekni bær, sem dæmi. Svo voru komnar 40 kindur heim til mín og þetta gengur í fóðrið sem ég er að afla mér fyrir mín dýr, það stórsér á húsum og allir pallar fyrir utan hús eru fullir af skít. Magnið er svo gríðarlegt,“ segir hún um ágang kindanna frá Höfða. Hliðin opnuð og kindurnar herja á aðra bæi Thelma segir að á bænum séu yfir tólf hundruð kindur sem séu á víð og dreif um aðrar sveitir. Hliðin séu opnuð á vorin og þá fari kindurnar yfir á aðrar jarðir af því þær fái ekki nægilega mikla fæðu heima fyrir. „Á vorin eru hliðin opnuð til þess að hleypa þeim í grænna gras væntanlega, í von um að þær hafi það ágætt af því það eru ekki fullnægjandi aðstæður heima.“ Það að hleypa þeim svona út þykir ekki eðlilegt eða hvað? „Það stendur í dýravelferðarlögum og reglugerðum um velferð sauðfjár að kindur eigi að fá burðarhjálp, vera í skjóli, hafa fullnægjandi fóður og vatn. Eigendur þeirra verða að fylgjast með þeim á þessum viðkvæma tíma og það sama gildir um vetrartímann. Þessi dýr verða að vera þar sem eigendur hafa fullt tækifæri til að sinna þeim, fylgjast með þeim og fóðra,“ segir Thelma. „Það á ekki við í þessu tilfelli vegna þess að hliðin eru opnuð og kindurnar fari yfir í hinn dalinn og það er stórt fjalllendi sem þau hafa ekki tök á að skoða.“ Sveitarfélagið ekki sinnt skyldu sinni nægilega vel Bændurnir á Höfða bregðast, að sögn Thelmu, ekki við eins og aðrir bændur þegar kindur þeirra villast á aðra bæi. Þau sæki féð yfirleitt ekki, eins og þau ættu að gera. Sveitarfélagið hafi heldur ekki verið nægilega duglegt að sinna skyldu sinni hvað varðar það. „Lögin eru þannig að sveitarfélagið sér um að smala og svo þarf eigandi kindanna að bera kostnaðinn af því. Borgarbyggð hefur hingað til ekkert verið rosalega dugleg að sinna skyldu sinni en Höfði ekki heldur,“ segir Thelma. Höfðalömbin eru látin vera úti í öllum veðrum.Steinunn Árnadóttir „Þar er ekki brugðist við eins og flestallir bændur gera, ef kind er einhvers staðar þar sem hún á ekki að vera þá koma bædnur oft að sækja hana og vilja ekki ónáða nágranna sína. Það á ekki við í þeirra tilfelli, þau hafa ekki verið dugleg við það og sveitarfélagið hefur ekki heldur verið duglegt við það.“ „Á haustdögum er afrétturinn smalaður og heimalönd eru smöluð af eigendum jarðanna en ekki kindanna, því miður. Þau hafa ekki lagt neitt af mörkum þarna nema varðandi afréttinn þar sem þeim er lögbundinn skylda til þess. Þá greiða þau fyrir að senda fólk, þau hafa sjálf ekki verið að fara í göngur,“ segir Thelma um smölun eigendanna. „Síðasta vetur gekk brösulega ef það gekk yfir höfuð að smala þeirra eigin land. Það gerir að verkum að kindurnar þeirra eru út um allt og jafnvel að fara yfir á aðra bæi í leit að fóðri þegar líður á veturinn. Svo eru kindur frá öðrum bæjum sem voru þar en er ekki hægt að sækja af því það er ekki búið að smala, sem er líka velferðarmál.“ Matvælastofnun vitað um ástandið í áratugi „Við landeigendur áttum í hitteðfyrra fund með sveitarstjórn og Mast til að ræða þessi mál. Nú er ég sjálf í sveitarstjórn en á þeim tíma var ég það ekki og fór á fundinn sem íbúi,“ segir Thelma. „Þá var önnur sveitarstjórn við stjórnvölinn og okkar krafa sem íbúa var að sveitarfélagið myndi axla sína ábyrgð varðandi ágangsfé. Sú umræða hefur svo sem líka verið almennt í fjölmiðlum. Og að Matvælastofnun myndi stíga inn sem sá aðili sem sinnir dýravelferð.“ Hárlaus hrútur frá Höfða sem var í vörslu hjá nágrönnum í Borgarbyggð.Aðsent „Þá gekkst MAST við því að þekkja vandamálið en þeim var búið að vera kunnugt um málið í töluvert lengri tíma. Við fengum gríðarlega alvarlegar myndir af ástandi kindanna sem þau voru með á þeim fundi,“ segir Thelma um fundinn. „Þau ætluðu sér að fara í aðgerðir, ætluðu sér að ganga langt og reyna að breyta rétt. En það hefur ekkert sést gerast,“ segir Thelma um aðgerðarleysi Matvælastofnunar. „Ég veit að það er eftirlitsmaður sem fer í eftirlit. En út frá þeim sem horfa á bæinn á hverjum einasta degi og fylgjast með þessum kindum sést að magn kindanna hefur ekki minnkað, aðstæður hafa bara versnað og þeirra viðleitni í garð kinda sem eru komnar í klandur og hafa það skítt einhvers hafa ekki breyst. Þannig ég get ekki sagt að það hafi batnað,“ segir Thelma um ástandið. Ítrekað reynt að vekja athygli Mast og ráðuneytisins á ástandinu Þú ert núna komin í sveitarstjórn eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hafið þið gert eitthvað frekar í málinu? „Upp að því marki sem við getum af því við höfum afskaplega takmörkuð velferðarúrræði á okkar höndum.“ „Við höfum gripið til þess úrræðis að í fjallskilasamþykktinni okkar þá segir í sjöttu grein að sveitarstjórn að menn skuli reka á afrétt og fá þá ekki að halda kindur í heimalandi nema þeir hafi girðingar til þess. Það var ákveðið verkfæri í okkar verkfærakistu til að landeigendur séu ekki að beita jarðir nágranna sinna hvort sem það er ætlunarverk eða ekki. Þetta er gert til að minnka álag á sveitarfélagið hvað varðar ágangsfé.“ „Það var okkar input og eins langt og við getum gengið. Og til að ná breiðari sátt í þessum málum í sveitarfélaginu,“ segir Thelma og bætir við að Sigrún Ólafsdóttir, formaður umhverfis og landbúnaðarnefndar, hafi staðið sig mjög vel í því að brýna MAST til þess að gera eitthvað. „Við höfum ítrekað bókað bókanir sem sveitarstjórn og reynt að vekja athygli Mast og ráðuneytisins á þessari alvarlegu stöðu. En eins og ég segi þá er ekki að sjá að það sé nokkuð að gerast.“ Af því kindurnar fá enga burðarhjálp deyja lömbni oft í sauðburði. Hér hefur hundurinn komist í hræ af lambi.Aðsent Matvælastofnun sé bæði að bregðast kindunum og fólkinu En hvað með landeigendur? Hafa þau verið kölluð á fund og hverju svara þau? „Þau hafa ekki verið kölluð á fund en það hefur verið samtal við þau. Ég vil ítreka að ég held að þessu fólki gangi ekki illt til. Þarna komum við að getu, hæfni og ábyrgð eigenda og hvernig Matvælastofnun sem eftirlitsaðili er að bregðast dýrunum og þessu fólki.“ „Við eigum að vera með stoðgrind í kringum okkur sem samfélag og þarna er hún að klikka.“ Þessi aðgerð sem var farið í 2002, í hverju fólst hún? „Það var eitthvað skorið niður af fé en annað var sent yfir á aðra bæi. Þar var aðalatriðið að það var ekki til húsakostur fyrir kindurnar sem þá voru á bænum. Ég var svo ofboðslega lítil á þeim tíma að ég man lítið eftir því en ég man að þetta var gríðarlega stór aðgerð. Þetta var eitthvað sem tók á samfélagið. Það voru ekki allir sáttir og fólk kannski ekki heldur tilbúið að horfast í augu við þetta,“ segir Thelma. „Ég held að það hafi verið mikil meðvirkni í samfélaginu á þeim tíma, fólk kannski ekki heldur búið að átta sig á alvarleikanum og umræða um velferð kannski komin á þann stað sem hún er á í dag,“ bætir hún við. Í frétt Morgunblaðsins um aðgerðina á Höfða árið 2002 kemur fram að hátt í tvö hundruð kindum af bænum Höfða í Þverárhlíð hafi verið lógað í sláturhúsinu í Borgarnesi eftir „ítarlega vettvangsaðgerð á bænum“. Einnig segir að á þriðja hundrað fjár hafi verið flutt burtu af Höfða til fóðrunar á öðrum bæ í hreppnum. Loks segir að sýslumanni hafi borist skrifleg kvörtun frá lögmanni ábúenda þar sem aðgerðunum var mótmælt harðlega. Fælnir sundgarpar sem fljúgi yfir rúlluhlið Nú hefur maður líka heyrt önnur sjónarmið í kjölfar fréttaflutnings um málið. Það hefur verið bent á að sauðfjárstofninn á Höfða sé óvenjulegur að því leyti að hann er harðger og grannvaxinn og þyldi þess vegna þessa útiveru. Er eitthvað til í því? „Þetta er tvíeggja sverð. Þetta er vissulega ofboðslega sérstakur stofn af kindum sem hefur verið byggður upp með það að markmiði að vera harðgerður og leita á aðrar jarðir en þá sem eigandinn á,“ segir Thelma um Höfða-stofninn. „Það má alveg segja að þetta sé stórmerkilegt ræktunarafrek í þeim skilningi. Þetta eru kindur sem eru ofboðslegir sundgarpar og fljúga yfir rúlluhlið. Þetta eru magnaðar skepnur, þær eru ofboðslega harðgerar, það er varla hægt að smala þeim, þú sendir ekki hvern sem er í það og svo eru þær eru mjög fælnar.“ Sauðfjárstofninn er harðgerari en venjulegt íslenskt sauðfé. Höfðakindur eru miklir sundgarpar og stökkvi yfir rúlluhlið. Hins vegar eru kindurnar yfirleitt einlembdar þar sem þær fái enga burðarhjálp.Aðsent „Að einhverju leyti eru þær því betur gerðar til að þola harðræði en venjulegar kindur. En það breytir því ekki að maður beygir ekki velferðarlögin. Og það eru líka kindur af þessum stofni sem drepast í sauðburði.“ Það birtist í því að það sé mikið af einlembdum kindum, tvílembdar kindur séu sjaldgæfar og maður sjái aldrei þrílembdar kindur. „Þær eru ekki að bera heima hjá sér svo þær fá ekki burðarhjálp þannig maður veit ekki hversu mikið hver kind ber í sjálfu sér. En þær koma ekki nema einu lambi á legg, það sem við sjáum í kringum okkur. Það segir sitt um annað hvort mjólkurlagni þeirra eða einfaldlega álagið. Að koma ekki allavega tveimur lömbum á legg og halda þeim við yfir sumarið. Þó þær komi undan vetri og þoli hann þýðir ekki að þær hafi það gott.“ Matvælastofnunin þurfi að stíga upp og sinna hlutverki sínu Hvað þarf þá að gera núna til að reyna að bæta ástandið? „Sem sveitarstjórnarfulltrúi væri mín ósk að MAST myndi stíga upp og sinna hlutverki sínu eins og þau eiga að gera. Þau gera okkur í sveitarstjórninni afskaplega erfitt fyrir að standa skil á okkar ábyrgðum að sumri til og það myndi afskaplega margt batna ef þau myndu sinna sínu starfi sem skildi,“ segir Thelma. Það eigi ekki við um einstaka starfsmenn heldur stofnunina í heild sinni. Húsakostur á Höfða rýmir ekki kindurnar og þurfa aðrir bændur því að hjálpa við sauðburð á vorin, hjálpa kindum úr klandri á sumrin og fæða þær á veturna.Aðsent „Óskaútkoman væri að sjá þennan búskap minnka eða loka eftir því sem er viðeigandi. Ég þekki ekki allan búskap á bænum, það eru fleiri dýr en kindur en þekki ekki búskaparhættina hvað varðar þau,“ segir Thelma sem segir erfitt að þurfa að sinna eftirlitshlutverki fyrir aðra bændur. „Á vorin erum við nágrannar að hjálpa þessum kindum í sauðburði eða hjálpa þeim þegar þær koma yfir sumarið eða eru fóðraðar á veturna. Ég er búin að vera með hátt í fimmtíu kindur í fóðrun á veturna sem er ætlað hrossunum. Það er bæði gríðarlegt álag og svo er sorglegt að hringja stöðugt í dýralækni á sumrin af því þær eru búnar að festa sig og eigandinn sækir þær ekki,“ segir Thelma, „En ég er engin manneskja til að dæma um það hvort þurfi að loka þarna en það er tilfinningin sem maður hefur.“ Kröftugir héraðsdýralæknar hrökklast frá En heldurðu að eitthvað muni breytast? „Ég óska þess innilega að það fari eitthvað að gerast en ég sé það ekki,“ segir Thelma. „Einhverra hluta vegna er líka ofboðslega mikil meðvirkni búin að fylgja þessu tiltekna máli. Ég veit ekki hvað veldur því eða hverjum það er að kenna. Það flýtur ofboðsleg meðvirkni yfir þessu á alla kanta.“ „Það hafa komið dýralæknar til starfa sem héraðsdýralæknar á svæðið allir af vilja gerðir og uppfullir af krafti. Þeir hverfa frá af því þeir fara í burnout vegna þess að það eru stopppunktar alls staðar. Það er sorglegt hvað við höfum séð á eftir mjög mörgum héraðsdýralæknum sem hafa ætlað að gera sitt besta en hætt vegna álags,“ segir hún og bætir við að umdæmið sé vissulega mjög stórt. „Það er allavega vilji sveitarstjórnar að Mast fari að sinna sínum störfum betur en þau gera. Það er ólíðandi að svona mál séu látin viðgangast og Mast stigi ekki almennilega inn í og það sjáist að það sé eitthvað að gerast.“ Hvorki náðist í ábúendur Höfða, búfjáreftirlitsmann né héraðsdýralækni Suðvesturlands við skrif fréttarinnar. Borgarbyggð Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Sjá meira
Thelma Dögg Harðardóttir, bóndi á Skarðshömrum í Norðurárdal, oddviti Vinstri grænna og sveitarstjórnarfulltrú í Borgarbyggð, býr skammt frá bænum Höfða í Þverárhlíð sem hefur verið í fréttum undanfarið vegna meints dýraníðs. Thelma og aðrir ábúendur á Skarðshömrum hafa orðið fyrir miklu raski vegna ágangs fjár frá Höfða. „Þetta er orðið yfir tuttugu ára gamalt mál, eldra en ég, sem segir sína sögu. Ég get ekki sagt að það hafi nokkurn tímann verið verra en akkúrat núna, þetta hefur alltaf verið ofboðslega vont og hefur á þessum tuttugu árum farið versnandi með hverju ári,“ segir Thelma aðspurð út í aðstæður á Höfða. „Það sem vantar inn í umræðuna er að Matvælastofnun er búin að vera afskaplega meðvitað um stöðuna í allan þennan tíma. Það var farið í aðgerðir 2002, minnir mig. Þá var fullt erindi til að fara í aðgerðir en það hefur ekkert batnað síðan þá.“ Kindur eigi að fá burðarhjálp, skjól og fóður Vandamálin á Höfða eru tvenns eðlis, að sögn Thelmu. Annars vegar snúi þau að dýravelferð þar sem kindurnar fái ekki burðarhjálp, viðeigandi húsaskjól eða nægilega fæðu hjá eigendum sínum. Hins vegar sé það ágangur kindanna sem, vegna eftirlitsleysis og aðgerðarleysis eigenda, gangi á land annarra bænda í sveitinni. Thelma segir bædurna á Höfða ekki veita fé sínu burðarhjálp, þær skorti skjól og fæðu.Aðsent „Þetta er tvíþætt mál. Annars vegar dýravelferðin sem snýr að Mast sem er verndari dýravelferðarlaga. Hins vegar eru það þessi ágangsmál þar sem kindur hafa ekki leitað til síns heima, hvort sem landeigendur hafa ekki smalað eða kindurnar villst,“ segir Thelma. „Að mjög stórum parti eru ágangsmálin ekki síður vandamál fyrir okkur vegna þess að á veturna eru kindunum ekki haldið heima. Þá eru kindurnar að leggjast upp við hús hjá okkur, skítandi út í kringum húsin og reyna að ganga í fóður hjá mínum hrossum.“ „Í vetur var það þannig að það smöluðu allir nema þessi tiltekni bær, sem dæmi. Svo voru komnar 40 kindur heim til mín og þetta gengur í fóðrið sem ég er að afla mér fyrir mín dýr, það stórsér á húsum og allir pallar fyrir utan hús eru fullir af skít. Magnið er svo gríðarlegt,“ segir hún um ágang kindanna frá Höfða. Hliðin opnuð og kindurnar herja á aðra bæi Thelma segir að á bænum séu yfir tólf hundruð kindur sem séu á víð og dreif um aðrar sveitir. Hliðin séu opnuð á vorin og þá fari kindurnar yfir á aðrar jarðir af því þær fái ekki nægilega mikla fæðu heima fyrir. „Á vorin eru hliðin opnuð til þess að hleypa þeim í grænna gras væntanlega, í von um að þær hafi það ágætt af því það eru ekki fullnægjandi aðstæður heima.“ Það að hleypa þeim svona út þykir ekki eðlilegt eða hvað? „Það stendur í dýravelferðarlögum og reglugerðum um velferð sauðfjár að kindur eigi að fá burðarhjálp, vera í skjóli, hafa fullnægjandi fóður og vatn. Eigendur þeirra verða að fylgjast með þeim á þessum viðkvæma tíma og það sama gildir um vetrartímann. Þessi dýr verða að vera þar sem eigendur hafa fullt tækifæri til að sinna þeim, fylgjast með þeim og fóðra,“ segir Thelma. „Það á ekki við í þessu tilfelli vegna þess að hliðin eru opnuð og kindurnar fari yfir í hinn dalinn og það er stórt fjalllendi sem þau hafa ekki tök á að skoða.“ Sveitarfélagið ekki sinnt skyldu sinni nægilega vel Bændurnir á Höfða bregðast, að sögn Thelmu, ekki við eins og aðrir bændur þegar kindur þeirra villast á aðra bæi. Þau sæki féð yfirleitt ekki, eins og þau ættu að gera. Sveitarfélagið hafi heldur ekki verið nægilega duglegt að sinna skyldu sinni hvað varðar það. „Lögin eru þannig að sveitarfélagið sér um að smala og svo þarf eigandi kindanna að bera kostnaðinn af því. Borgarbyggð hefur hingað til ekkert verið rosalega dugleg að sinna skyldu sinni en Höfði ekki heldur,“ segir Thelma. Höfðalömbin eru látin vera úti í öllum veðrum.Steinunn Árnadóttir „Þar er ekki brugðist við eins og flestallir bændur gera, ef kind er einhvers staðar þar sem hún á ekki að vera þá koma bædnur oft að sækja hana og vilja ekki ónáða nágranna sína. Það á ekki við í þeirra tilfelli, þau hafa ekki verið dugleg við það og sveitarfélagið hefur ekki heldur verið duglegt við það.“ „Á haustdögum er afrétturinn smalaður og heimalönd eru smöluð af eigendum jarðanna en ekki kindanna, því miður. Þau hafa ekki lagt neitt af mörkum þarna nema varðandi afréttinn þar sem þeim er lögbundinn skylda til þess. Þá greiða þau fyrir að senda fólk, þau hafa sjálf ekki verið að fara í göngur,“ segir Thelma um smölun eigendanna. „Síðasta vetur gekk brösulega ef það gekk yfir höfuð að smala þeirra eigin land. Það gerir að verkum að kindurnar þeirra eru út um allt og jafnvel að fara yfir á aðra bæi í leit að fóðri þegar líður á veturinn. Svo eru kindur frá öðrum bæjum sem voru þar en er ekki hægt að sækja af því það er ekki búið að smala, sem er líka velferðarmál.“ Matvælastofnun vitað um ástandið í áratugi „Við landeigendur áttum í hitteðfyrra fund með sveitarstjórn og Mast til að ræða þessi mál. Nú er ég sjálf í sveitarstjórn en á þeim tíma var ég það ekki og fór á fundinn sem íbúi,“ segir Thelma. „Þá var önnur sveitarstjórn við stjórnvölinn og okkar krafa sem íbúa var að sveitarfélagið myndi axla sína ábyrgð varðandi ágangsfé. Sú umræða hefur svo sem líka verið almennt í fjölmiðlum. Og að Matvælastofnun myndi stíga inn sem sá aðili sem sinnir dýravelferð.“ Hárlaus hrútur frá Höfða sem var í vörslu hjá nágrönnum í Borgarbyggð.Aðsent „Þá gekkst MAST við því að þekkja vandamálið en þeim var búið að vera kunnugt um málið í töluvert lengri tíma. Við fengum gríðarlega alvarlegar myndir af ástandi kindanna sem þau voru með á þeim fundi,“ segir Thelma um fundinn. „Þau ætluðu sér að fara í aðgerðir, ætluðu sér að ganga langt og reyna að breyta rétt. En það hefur ekkert sést gerast,“ segir Thelma um aðgerðarleysi Matvælastofnunar. „Ég veit að það er eftirlitsmaður sem fer í eftirlit. En út frá þeim sem horfa á bæinn á hverjum einasta degi og fylgjast með þessum kindum sést að magn kindanna hefur ekki minnkað, aðstæður hafa bara versnað og þeirra viðleitni í garð kinda sem eru komnar í klandur og hafa það skítt einhvers hafa ekki breyst. Þannig ég get ekki sagt að það hafi batnað,“ segir Thelma um ástandið. Ítrekað reynt að vekja athygli Mast og ráðuneytisins á ástandinu Þú ert núna komin í sveitarstjórn eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hafið þið gert eitthvað frekar í málinu? „Upp að því marki sem við getum af því við höfum afskaplega takmörkuð velferðarúrræði á okkar höndum.“ „Við höfum gripið til þess úrræðis að í fjallskilasamþykktinni okkar þá segir í sjöttu grein að sveitarstjórn að menn skuli reka á afrétt og fá þá ekki að halda kindur í heimalandi nema þeir hafi girðingar til þess. Það var ákveðið verkfæri í okkar verkfærakistu til að landeigendur séu ekki að beita jarðir nágranna sinna hvort sem það er ætlunarverk eða ekki. Þetta er gert til að minnka álag á sveitarfélagið hvað varðar ágangsfé.“ „Það var okkar input og eins langt og við getum gengið. Og til að ná breiðari sátt í þessum málum í sveitarfélaginu,“ segir Thelma og bætir við að Sigrún Ólafsdóttir, formaður umhverfis og landbúnaðarnefndar, hafi staðið sig mjög vel í því að brýna MAST til þess að gera eitthvað. „Við höfum ítrekað bókað bókanir sem sveitarstjórn og reynt að vekja athygli Mast og ráðuneytisins á þessari alvarlegu stöðu. En eins og ég segi þá er ekki að sjá að það sé nokkuð að gerast.“ Af því kindurnar fá enga burðarhjálp deyja lömbni oft í sauðburði. Hér hefur hundurinn komist í hræ af lambi.Aðsent Matvælastofnun sé bæði að bregðast kindunum og fólkinu En hvað með landeigendur? Hafa þau verið kölluð á fund og hverju svara þau? „Þau hafa ekki verið kölluð á fund en það hefur verið samtal við þau. Ég vil ítreka að ég held að þessu fólki gangi ekki illt til. Þarna komum við að getu, hæfni og ábyrgð eigenda og hvernig Matvælastofnun sem eftirlitsaðili er að bregðast dýrunum og þessu fólki.“ „Við eigum að vera með stoðgrind í kringum okkur sem samfélag og þarna er hún að klikka.“ Þessi aðgerð sem var farið í 2002, í hverju fólst hún? „Það var eitthvað skorið niður af fé en annað var sent yfir á aðra bæi. Þar var aðalatriðið að það var ekki til húsakostur fyrir kindurnar sem þá voru á bænum. Ég var svo ofboðslega lítil á þeim tíma að ég man lítið eftir því en ég man að þetta var gríðarlega stór aðgerð. Þetta var eitthvað sem tók á samfélagið. Það voru ekki allir sáttir og fólk kannski ekki heldur tilbúið að horfast í augu við þetta,“ segir Thelma. „Ég held að það hafi verið mikil meðvirkni í samfélaginu á þeim tíma, fólk kannski ekki heldur búið að átta sig á alvarleikanum og umræða um velferð kannski komin á þann stað sem hún er á í dag,“ bætir hún við. Í frétt Morgunblaðsins um aðgerðina á Höfða árið 2002 kemur fram að hátt í tvö hundruð kindum af bænum Höfða í Þverárhlíð hafi verið lógað í sláturhúsinu í Borgarnesi eftir „ítarlega vettvangsaðgerð á bænum“. Einnig segir að á þriðja hundrað fjár hafi verið flutt burtu af Höfða til fóðrunar á öðrum bæ í hreppnum. Loks segir að sýslumanni hafi borist skrifleg kvörtun frá lögmanni ábúenda þar sem aðgerðunum var mótmælt harðlega. Fælnir sundgarpar sem fljúgi yfir rúlluhlið Nú hefur maður líka heyrt önnur sjónarmið í kjölfar fréttaflutnings um málið. Það hefur verið bent á að sauðfjárstofninn á Höfða sé óvenjulegur að því leyti að hann er harðger og grannvaxinn og þyldi þess vegna þessa útiveru. Er eitthvað til í því? „Þetta er tvíeggja sverð. Þetta er vissulega ofboðslega sérstakur stofn af kindum sem hefur verið byggður upp með það að markmiði að vera harðgerður og leita á aðrar jarðir en þá sem eigandinn á,“ segir Thelma um Höfða-stofninn. „Það má alveg segja að þetta sé stórmerkilegt ræktunarafrek í þeim skilningi. Þetta eru kindur sem eru ofboðslegir sundgarpar og fljúga yfir rúlluhlið. Þetta eru magnaðar skepnur, þær eru ofboðslega harðgerar, það er varla hægt að smala þeim, þú sendir ekki hvern sem er í það og svo eru þær eru mjög fælnar.“ Sauðfjárstofninn er harðgerari en venjulegt íslenskt sauðfé. Höfðakindur eru miklir sundgarpar og stökkvi yfir rúlluhlið. Hins vegar eru kindurnar yfirleitt einlembdar þar sem þær fái enga burðarhjálp.Aðsent „Að einhverju leyti eru þær því betur gerðar til að þola harðræði en venjulegar kindur. En það breytir því ekki að maður beygir ekki velferðarlögin. Og það eru líka kindur af þessum stofni sem drepast í sauðburði.“ Það birtist í því að það sé mikið af einlembdum kindum, tvílembdar kindur séu sjaldgæfar og maður sjái aldrei þrílembdar kindur. „Þær eru ekki að bera heima hjá sér svo þær fá ekki burðarhjálp þannig maður veit ekki hversu mikið hver kind ber í sjálfu sér. En þær koma ekki nema einu lambi á legg, það sem við sjáum í kringum okkur. Það segir sitt um annað hvort mjólkurlagni þeirra eða einfaldlega álagið. Að koma ekki allavega tveimur lömbum á legg og halda þeim við yfir sumarið. Þó þær komi undan vetri og þoli hann þýðir ekki að þær hafi það gott.“ Matvælastofnunin þurfi að stíga upp og sinna hlutverki sínu Hvað þarf þá að gera núna til að reyna að bæta ástandið? „Sem sveitarstjórnarfulltrúi væri mín ósk að MAST myndi stíga upp og sinna hlutverki sínu eins og þau eiga að gera. Þau gera okkur í sveitarstjórninni afskaplega erfitt fyrir að standa skil á okkar ábyrgðum að sumri til og það myndi afskaplega margt batna ef þau myndu sinna sínu starfi sem skildi,“ segir Thelma. Það eigi ekki við um einstaka starfsmenn heldur stofnunina í heild sinni. Húsakostur á Höfða rýmir ekki kindurnar og þurfa aðrir bændur því að hjálpa við sauðburð á vorin, hjálpa kindum úr klandri á sumrin og fæða þær á veturna.Aðsent „Óskaútkoman væri að sjá þennan búskap minnka eða loka eftir því sem er viðeigandi. Ég þekki ekki allan búskap á bænum, það eru fleiri dýr en kindur en þekki ekki búskaparhættina hvað varðar þau,“ segir Thelma sem segir erfitt að þurfa að sinna eftirlitshlutverki fyrir aðra bændur. „Á vorin erum við nágrannar að hjálpa þessum kindum í sauðburði eða hjálpa þeim þegar þær koma yfir sumarið eða eru fóðraðar á veturna. Ég er búin að vera með hátt í fimmtíu kindur í fóðrun á veturna sem er ætlað hrossunum. Það er bæði gríðarlegt álag og svo er sorglegt að hringja stöðugt í dýralækni á sumrin af því þær eru búnar að festa sig og eigandinn sækir þær ekki,“ segir Thelma, „En ég er engin manneskja til að dæma um það hvort þurfi að loka þarna en það er tilfinningin sem maður hefur.“ Kröftugir héraðsdýralæknar hrökklast frá En heldurðu að eitthvað muni breytast? „Ég óska þess innilega að það fari eitthvað að gerast en ég sé það ekki,“ segir Thelma. „Einhverra hluta vegna er líka ofboðslega mikil meðvirkni búin að fylgja þessu tiltekna máli. Ég veit ekki hvað veldur því eða hverjum það er að kenna. Það flýtur ofboðsleg meðvirkni yfir þessu á alla kanta.“ „Það hafa komið dýralæknar til starfa sem héraðsdýralæknar á svæðið allir af vilja gerðir og uppfullir af krafti. Þeir hverfa frá af því þeir fara í burnout vegna þess að það eru stopppunktar alls staðar. Það er sorglegt hvað við höfum séð á eftir mjög mörgum héraðsdýralæknum sem hafa ætlað að gera sitt besta en hætt vegna álags,“ segir hún og bætir við að umdæmið sé vissulega mjög stórt. „Það er allavega vilji sveitarstjórnar að Mast fari að sinna sínum störfum betur en þau gera. Það er ólíðandi að svona mál séu látin viðgangast og Mast stigi ekki almennilega inn í og það sjáist að það sé eitthvað að gerast.“ Hvorki náðist í ábúendur Höfða, búfjáreftirlitsmann né héraðsdýralækni Suðvesturlands við skrif fréttarinnar.
Borgarbyggð Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Sjá meira
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19