„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:46 Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34
Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13
„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26