Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi. Henni miði vel og muni halda áfram af fullum þunga.
Tveir karlmenn sem eru samkvæmt heimildum fréttastofu hálfbræður voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á málinu. Öðrum var sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir viku en hinn er enn á bak við lás og slá.
Þann 22. maí var sá úrskurðaður í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Vikurnar tvær á undan hafði hann fengið að umgangast aðra fanga á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi, en var þá færður í einangrun.