Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:32 Dominykas Milka gæti verið aftur á leið til Keflavíkur. Visir/ Diego Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum. „Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
„Halldór Garðar er samningsbundinn og við vorum að fá Arnór Sveinsson til að skrifa undir. Svo er samningur við Magnús Pétursson nánast í hús. Við erum einnig að reyna að fá Milka og Maric til að vera áfram,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Við erum bara með Halldór Garðar og Arnór sem eru komnir á samning og við vinnum ekki marga leiki með bara tvo leikmenn, það er alveg á hreinu,“ sagði hann kíminn. „Ég hitti Milka í dag [í gær] og við erum að reyna að semja við hann. Við erum líka að reyna að semja við Igor Maric aftur.“ Pétur segir Keflvíkinga ekki vera að horfa sérstaklega til leikmanna sem komnir eru á 3 ára regluna. „Það skiptir engu máli. Þú mátt bara vera með einn utan Bosman A svæðis en þú mátt vera með eins marga af Bosman A svæðinu og þú vilt. Þannig það skiptir engu máli hvort það sé Milka á 3 ára reglunni eða Igor Maric sem er Króati á Bosman A svæðinu,“ sagði Pétur og bætti við að það lág best við að heyra í þeim tveim þar sem þeir væru enn þá á svæðinu. Viðræður við Jaka Brodnik eru ekki hafnar og óvíst hvort af þeim verði. „Ef maður reynir að einbeita sér af of mörgu í einu þá bara klúðrast allt, þannig við byrjuðum á þessu og þeir tveir [Maric og Milka] eru hérna enn þá þannig þess vegna átti ég möguleika á því að hitta þá og við byrjuðum á því.“ Fjölskyldutengsl Synir Péturs, þeir Hilmar og Sigurður Péturssynir hafa fylgt föður sínum nánast hvert fótmál á þjálfaraferli hans. Ekki er þó von á því að annar hvor þeirra spili með Keflavík á næsta tímabili. „Hilmar er búinn að semja aftur við Münster í Þýskalandi og Sigurður er á samningi hjá Breiðablik sem hann skrifaði undir fyrir tveimur eða þremur vikum. Þannig það er pottþétt að þeir spila allavegana ekki fyrir Keflavík í ár. Það kemur samt annað ár eftir þetta ár og þá er alveg hægt að skoða þetta. Ég held bara að þeir tveir séu hvorugir nógu góðir til að spila fyrir Keflavík í dag,“ sagði Pétur og hló. Kári Jónsson, leikmaður Vals, er bróðursonur Péturs. Pétur telur ekki líklegt að Kári yfirgefi Val en Pétur er þó opinn fyrir því að athuga stöðuna. „Við þurfum leikmenn sem geta spilað á báðum endum vallarins og hann klárlega passar inn í þá hugmyndafræði. Kári er samt með tveggja ára samning við Val. Ef hann verður laus mála hjá Val þá held ég að Keflavík, ásamt flest öllum öðrum liðum í landinu, munu heyra í honum. Kári er óumdeilanlega besti leikmaðurinn í deildinni í dag,“ svaraði Pétur aðspurður út í Kára. „Ég hitti Kára reglulega í fjölskylduboðum og annað. Ég get alveg lofað því að ég mun hlera hann eitthvað, þannig að við höfum eitthvað forskot á aðra ef hann skyldi losna,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. 3. júní 2023 00:32
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn