Lífið

Okkar eigið Ís­land: Á brjóstunum í Beru­firði

Samúel Karl Ólason skrifar
Garpur skellti sér á Vaðalfjöll.
Garpur skellti sér á Vaðalfjöll. VÍSIR/GARPUR I. ELÍSABETARSON

Ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson heldur áfram ferðalögum sínum í þáttunum Okkar eigið Ísland. Í þessum fimmta þætti fer hann á Vestfirði og skellir sér á Vaðalfjöll sem liggja á Berufirði og Þorskafirði.

 Fjallið sést vel frá þjóðveginum og er auðvelt uppgöngu. Hann fer þó hluta leiðarinnar á fjórhjóli og eftir því sem hann kemst hærra verður útsýnið meira og fallegra en hvöss norðanáttin segir til sín.

Þegar að Blágrýtistöppunum er komið, þá er bara eftir að finna leiðina upp, á þessa tvo tappa sem standa 100 metra uppúr jörðinni og bjóða uppá stórfenglegt útsýni, en; sjón er sögu ríkari eins og sjá má í þættinum hér að neðan.

VÍSIR/GARPUR I. ELÍSABETARSON
VÍSIR/GARPUR I. ELÍSABETARSON

Tengdar fréttir

Okkar eigið Ís­land: Eitt fal­legasta fjall landsins falið á há­lendinu

Í þriðja þætti af Okkar Eigið Ísland fara þeir Garpur og Andri í ferðalag yfir hálendi landsins. Þeir keyra hin fallega fjallaveg sem kallast F210 sem leiðir þá yfir fallegt hálendið og nátturuperlur og enda hjá Mælifelli, sem er eitt allra fallegasta fjall landsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×