Fjallið sést vel frá þjóðveginum og er auðvelt uppgöngu. Hann fer þó hluta leiðarinnar á fjórhjóli og eftir því sem hann kemst hærra verður útsýnið meira og fallegra en hvöss norðanáttin segir til sín.
Þegar að Blágrýtistöppunum er komið, þá er bara eftir að finna leiðina upp, á þessa tvo tappa sem standa 100 metra uppúr jörðinni og bjóða uppá stórfenglegt útsýni, en; sjón er sögu ríkari eins og sjá má í þættinum hér að neðan.

