Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 08:09 Úkraínskur hermaður skýtur úr sprengjuvörpu við framlínuna nálægt Bakhmut. AP/Efrem Lukatsky Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira