„Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“ Stefán Árni Pálsson og Aron Guðmundsson skrifa 4. júní 2023 19:00 Freyr Alexanderson hefur gert magnaða hluti hjá Lyngby Vísir/Getty Freyr Alexandersson þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, sem í gær vann kraftaverk sem tekið var eftir í Danmörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir afrek gærdagsins vera það stærsta á sínum þjálfaraferli. Hann hafði ávallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ómögulegt. „Mér líður rosalega vel í dag, nú er þetta búið að renna upp fyrir mér,“ segir Freyr í viðtali við Stöð 2. „Ég var rosalega ruglaður í gær og átti erfitt með að meðtaka þetta á vellinum eftir leik. Það rann eiginlega ekki upp fyrir mér fyrr en seint í nótt þegar ég var kominn heim og í morgun sem þetta rann almennilega upp fyrir mér. Mér líður alveg ótrúlega vel.“ Lyngby hefur þurft að kynnast botnsætinu í dönsku úrvalsdeildinni allt of vel og þegar að staðan var sem verst var liðið sextán stigum frá öruggu sæti í deildinni. Höfðu fáir trú á þessu „Þetta var seint í vetur en einhverra hluta vegna hafði ég alltaf trú á þessu en þurfti að sama skapi að leggja á mig mikla vinnu bara til að halda trúnni.“ „Ég hélt mér við staðreyndir og hafði tæra sýn á stefnu okkar, hvernig við vildum gera þetta en það voru fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu á svörtustu tímunum. Nú hafa þeir einstaklingar, til að mynda stjórnarmenn mínir, opnað sig um það.“ Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik gærdagsinsVísir/Getty En hvernig útskýrirðu það að þið hafið náð að bjarga ykkur frá falli að lokum? „Ég á svolítið erfitt með það að vera einhver snillingur í þessu og benda nákvæmlega á það hvað það var. En ef ég tala fyrst um staðreyndirnar þá skoðaði ég alla undirliggjandi þætti leiksins eftir fyrri hluta tímabilsins hjá þessum liðum sem enduðu síðan á því að falla. Hjá þessum liðum, sérstaklega Horsens, stefndi ekkert í þeirra leik í það að þeir myndu ná í jafnmörg stig á seinni hluta tímabilsins líkt og þau gerðu fyrir jól. Á sama tíma spiluðum við miklu betur en við fengum stig fyrir. Ég hafði því ákveðnar staðreyndir á bak við mig að ef við myndum halda áfram að gera hitt og þetta sem var gott í okkar leik þá á einhverjum tímapunkti hljóta þeir að hætta að verða heppnir og við að verða eitthvað heppnir. Þetta jafnast alltaf út á endanum.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Vildi losa um neikvæða orku Þá losaði Freyr sig við leikmenn sem honum fannst ekki hafa trú á verkefninu. „Leikmenn sem voru farnir að hugsa um sjálfan sig. Ekki næstum því allir af þeim leikmönnum sem fóru voru þó með þannig þankagang. Sumir voru hreinlega bara seldir af því að við fengum góðan pening fyrir þá. En það voru jú nokkrir leikmenn sem ég lét hreinlega fara til þess að losa um neikvæða orku og fá góða orku inn í hópinn í staðinn.“ Og það er alveg ljóst í huga Freys hvar þetta afrek stendur á hans þjálfaraferli til þessa. „Þetta er mitt stærsta afrek sem þjálfari, á því liggur enginn vafi. Þetta er mjög stórt og ég er mjög stoltur af mér sjálfum, starfsliðinu mínu sem og leikmönnum. Þetta hefur verið ævintýri líkast.“ Alfreð Finnbogason hefur verið á mála hjá Lyngby á yfirstandandi tímabili Íslendingarnir alvöru karakterar Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá Lyngby. Þeir Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson. „Allir þessir þrír leikmenn eru með ákveðið hugarfar sem ég horfði mjög sterkt í þegar að ég tók þá. Hugarfar þeirra hefur smitast út í leikmannahópinn. Þeir eru leiðtogar á sinn eigin hátt, eru mjög vinnusamir og það síðan fyrir utan hæfileikana sem þeir búa yfir inn á vellinum. Þetta eru alvöru karakterar og það hefur klárlega smitað út frá sér í leikmannahópinn.“ Danski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
„Mér líður rosalega vel í dag, nú er þetta búið að renna upp fyrir mér,“ segir Freyr í viðtali við Stöð 2. „Ég var rosalega ruglaður í gær og átti erfitt með að meðtaka þetta á vellinum eftir leik. Það rann eiginlega ekki upp fyrir mér fyrr en seint í nótt þegar ég var kominn heim og í morgun sem þetta rann almennilega upp fyrir mér. Mér líður alveg ótrúlega vel.“ Lyngby hefur þurft að kynnast botnsætinu í dönsku úrvalsdeildinni allt of vel og þegar að staðan var sem verst var liðið sextán stigum frá öruggu sæti í deildinni. Höfðu fáir trú á þessu „Þetta var seint í vetur en einhverra hluta vegna hafði ég alltaf trú á þessu en þurfti að sama skapi að leggja á mig mikla vinnu bara til að halda trúnni.“ „Ég hélt mér við staðreyndir og hafði tæra sýn á stefnu okkar, hvernig við vildum gera þetta en það voru fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu á svörtustu tímunum. Nú hafa þeir einstaklingar, til að mynda stjórnarmenn mínir, opnað sig um það.“ Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik gærdagsinsVísir/Getty En hvernig útskýrirðu það að þið hafið náð að bjarga ykkur frá falli að lokum? „Ég á svolítið erfitt með það að vera einhver snillingur í þessu og benda nákvæmlega á það hvað það var. En ef ég tala fyrst um staðreyndirnar þá skoðaði ég alla undirliggjandi þætti leiksins eftir fyrri hluta tímabilsins hjá þessum liðum sem enduðu síðan á því að falla. Hjá þessum liðum, sérstaklega Horsens, stefndi ekkert í þeirra leik í það að þeir myndu ná í jafnmörg stig á seinni hluta tímabilsins líkt og þau gerðu fyrir jól. Á sama tíma spiluðum við miklu betur en við fengum stig fyrir. Ég hafði því ákveðnar staðreyndir á bak við mig að ef við myndum halda áfram að gera hitt og þetta sem var gott í okkar leik þá á einhverjum tímapunkti hljóta þeir að hætta að verða heppnir og við að verða eitthvað heppnir. Þetta jafnast alltaf út á endanum.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Vildi losa um neikvæða orku Þá losaði Freyr sig við leikmenn sem honum fannst ekki hafa trú á verkefninu. „Leikmenn sem voru farnir að hugsa um sjálfan sig. Ekki næstum því allir af þeim leikmönnum sem fóru voru þó með þannig þankagang. Sumir voru hreinlega bara seldir af því að við fengum góðan pening fyrir þá. En það voru jú nokkrir leikmenn sem ég lét hreinlega fara til þess að losa um neikvæða orku og fá góða orku inn í hópinn í staðinn.“ Og það er alveg ljóst í huga Freys hvar þetta afrek stendur á hans þjálfaraferli til þessa. „Þetta er mitt stærsta afrek sem þjálfari, á því liggur enginn vafi. Þetta er mjög stórt og ég er mjög stoltur af mér sjálfum, starfsliðinu mínu sem og leikmönnum. Þetta hefur verið ævintýri líkast.“ Alfreð Finnbogason hefur verið á mála hjá Lyngby á yfirstandandi tímabili Íslendingarnir alvöru karakterar Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá Lyngby. Þeir Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson. „Allir þessir þrír leikmenn eru með ákveðið hugarfar sem ég horfði mjög sterkt í þegar að ég tók þá. Hugarfar þeirra hefur smitast út í leikmannahópinn. Þeir eru leiðtogar á sinn eigin hátt, eru mjög vinnusamir og það síðan fyrir utan hæfileikana sem þeir búa yfir inn á vellinum. Þetta eru alvöru karakterar og það hefur klárlega smitað út frá sér í leikmannahópinn.“
Danski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira