Fyrir leikinn í dag var Sirius með átta stig í 13. sæti deildarinnar og aðeins eitt stig niður til stórliðsins IFK Gautaborg sem situr í umspilssæti um fall og AIK sem er í fallsæti. Värnamo var fjórum stigum á undan Sirius og því um mikilvægan leik að ræða.
Aron kom Sirius í forystu á 31.mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu Andre Alsnati. Sirius spilaði úr hornspyrnu og Aron fékk boltann við vítateigslínuna, lagði hann fyrir sig og þrumaði í netið. Glæsilegt mark og heimaliðið komið yfir.
Aron Bjarnason ger IK Sirius ledningen hemma mot IFK Värnamo!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) June 4, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/RYTiLOs9tZ
Tashreeq Matthews tvöfaldaði forystu Sirius úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í síðari hálfleiknum. Lokatölur 2-0 fyrir Sirius og mikilvægur heimasigur í höfn.
Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru báðir í byrjunarliðinu hjá toppliði Elfsborg sem mætti Djurgården í toppslag. Djurgården var í fjórða sæti fyrir leikinn og þurfti sigur til að nálgast toppinn enn frekar.
Djurgården kvitterar mot Elfsborg! Nyss inbytte Victor Edvardsen sätter 1-1-målet för bortalaget!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) June 4, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ca0c7lR4ju
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Johan Larsson Elfsborg yfir strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Victor Edvardsen jafnaði á 73. mínútu eftir skógarferð Hákons Rafns.
Lokatölur 1-1 og lék Hákon Rafn allan leikinn í marki Elfsborg en Sveinn Aron fór af velli á 88. mínútu.
Elfsborg er enn í efsta sætinu, einu stigi á undan Malmö FF sem á leik til góða á morgun.