Kári hvetur til byltingar sjómanna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2023 22:08 Móðurafi Kára var bræðslumaður á togara og faðir hans fréttamaður sem vildi helst ekki flytja fréttir af öðru en sjávarútvegi. Sjálfur hefur hans sterkar skoðanir á sjávarútvegi og stöðu sjómanna innan hans. Vísir/Vilhelm Sjómenn verða að krefjast aðgangs að gögnum um íslenskan sjávarútveg og taka þátt í endurreisn hans. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar í ræðu sinni á sjómannadaginn í dag. Dapurlegt sé að sjómannastéttin hafi glatað þeim stað sem hún ætti að hafa í hjarta þjóðarinnar. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag með hátíðardagskrá víða um land. Í Grindavík hélt Kári Stefánsson ræðu sem vakið hefur nokkra athygli. Þar segir hann frá viðhorfi landsmanna til sjómanna á þeim dögum sem hann ólst upp, á fyrri helmingi síðustu aldar. Móðurafi hans var bræðslumaður á togara og faðir hans fréttamaður á RÚV sem flutti fréttir af íslenskum sjávarútvegi og þorskastríðum. Þau stríð segir Kári samt ekki hafa verið þau mannskæðustu sem sjómenn háðu. „Heldur við Ægi hinn gjöfula sem á einni svipstundu gat breyst í ofbeldisfullan andstæðing. Það er nefnilega staðreynd að það hefur aldrei verið til hættulegra starf í íslensku samfélagi en að vera sjómaður að veiða fisk við strendur landsins,“ sagði Kári og hélt áfram: „Ég man eftir því að sitja með foreldrum mínum og systkinum sem lítið barn við útvarpið að bíða eftir fréttum af togurum sem voru að veiðum einhvers staðar þar sem skollið var á mannskætt ofviðri. Og síðan að skoða þjóðviljann og Moggann daginn eftir með forsíður skreyttar myndum af feðrum, bræðrum og sonum sem voru horfnir í hafsins skaut. Menn sem lögðu af stað á haf út til þess að framfleyta sér og sínum og jafnframt allri íslenskri þjóð og áttu aldrei eftir að koma til baka.“ Hann setur þetta stríð í ákveðið samhengi: Mannfall úr íslenskri sjómannastétt í stríðinu við Ægi á síðustu öld samsvarar allt að tíu víetnamstríðum. Munurinn er sá að íslenskir sjómenn voru ekki að berja á lítilmagna þriðja heims þjóð. Þeir voru að leggja líf sítt í sölurnar til þess að framfleyta íslenskri þjóð. Fyrir þetta eigi íslenskir sjómenn skilið sérstakan stað í hjörtum landsmanna. „Og síðan eru þeir sem gáfust upp áður en vökulögin voru sett og einfaldlega létust af þrælkuninni. Einn af þeim sem eftir lifðu orti: Sá ég falla frækin lýðflestir stallar auðirþað voru karlar í þeirri tíðþeir eru nú allir dauðir Ljót saga af útgerðarfélögum Guði sé lof hafi starfið sjómanna orðið auðveldara, segir Kári. Sú virðing sem stéttin naut sé hins vegar ekki til staðar sem stendur. „Og þið sjómenn eigið að krefjast þess að því verði kippt í lag.“ Ástæða þess að verr sé talað um sjómannastéttina er sú saga sem sögð er um íslenskan sjávarútveg í dag. Það er að útgerðarfélög séu hálfgerð glæpafélög sem „arðræna íslenska þjóð og níðast á sjómönnum.“ „Með því að hýrudraga þá með flóknum bókhaldstrikkum, til dæmis með því að eiga félög í útlöndum sem þau selja aflann á lágu verði sem svo áframselja hann á háu verði. Þessi saga er með öllu óásættanleg hvort sem hún er sönn eða login og ég vil leggja á það áherslu að með þessum orðum er ég á engan máta að leggja mat á sannleiksgildi hennar. Sjómennirnir okkar eiga það einfaldlega ekki skilið að svona sé talað um atvinnugreinina þeirra. Þessu verður að breyta.“ „Rísið þið nú upp“ Sjómenn verði því að koma að endurskoðun íslensks sjávarútvegs. „Það er kominn tími á sjómannabyltingu í íslensku samfélagi. Þið verðið að skipuleggja ykkur og hefja kraftmikla baráttu. Þið verðið að kasta blöðrum fullum af rauðri málingu í þær stofnanir sem standa í vegi ykkar annað hvort symbólískt eða raunverulega. Þið verðið að hefja upp raust sem glymur í öllum krókum og kimum þessa samfélags,“ sagði Kári í ræðu sinni og hélt áfram: „Þið eigið að stíga fram og krefjast þess að fá aðgang að þeim gögnum sem gera ykkur kleift að segja við samfélagið: hættið þessum rógi um atvinnugreinina okkar ef þið komist að því að ekkert sé að eða ef ljótu sögurnar reynast réttar þá: hér eru lamir brotnar og við verðum að fá heimildir til þess að laga þær.“ Loks eru skilaboðin skýr: „Ef þið gerið þetta ekki verður ykkar ekki einu sinni minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki. Ykkar verður einfaldlega ekki minnst. Það kemur enginn til með að muna eftir ykkur. Þið fallið kylliflatir á nefið inn í gleymskunnar dá. Þetta er ekki spádómur heldur lýsing á því ástandi sem við stöndum frami fyrir í dag. Svo í guðana bænum rísið þið nú upp og reisið um leið heiður íslensks sjávarútvegs til fyrri hæða.“ Sjómenn Grindavíkur ég vil byrja á því að þakka ykkur þann heiður sem mér er sýndur með því að leyfa mér að ávarpa ykkur á deginum ykkar. Það er fátt eða ekkert sem mér finnst sjálfsagðara í árvissu hegðunarmynstri íslenskrar þjóðar en að taka frá einn dag af hverjum 365 til þess heiðra sjómannastéttina. Að sama skapi þykir mér dapurlegt til þess að vita hvernig sjómannastéttin hefur hægt og hægt glatað þeim stað sem hún svo sannarlega ætti að hafa hjarta þjóðarinnar. Án hennar, ef hún hefði ekki verið til á síðustu öld og öldunum þar á undan eru ekki miklar líkur á því að við værum til sem sú þjóð sem við erum í dag. Ég fæddist á fyrri helming síðustu aldar og þegar ég var að vaxa úr grasi var ljóst á allri umræðu í samfélaginu að framfærsla þess hvíldi á herðum sjómanna, var háð því sem þeir veiddu. Sjómannastéttin framfleytti íslensku samfélagi alla síðustu öld. Móðurafi minn var bræðslumaður á togara sem var gerður út frá Hafnarfirði og faðir minn var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu sem vildi helst ekki flytja fréttir af öðru en sjávarútvegi og hann var einnig rithöfundur sem vildi helst ekki skrifa bækur um annað en hið sama. Hann fór út á varðskipum í þorskastríðum af því hann varð að sjá þau með eigin augum til þess að geta flutt af þeim fréttir. Fyrir honum voru þorskastríðin stríð upp á líf og dauða íslenskrar þjóðar. Annars voru þau mannskæðu stríð sem íslenskir sjómenn háðu ekki við flota hennar hátignar Elísabetar Bretadrotningar heldur við Ægi hinn gjöfula sem á einni svipstundu gat breyst í ofbeldisfullan andstæðing. Það er nefnilega staðreynd að það hefur aldrei verið til hættulegra starf í íslensku samfélagi en að vera sjómaður að veiða fisk við strendur landsins. Ég man eftir því að sitja með foreldrum mínum og systkinum sem lítið barn við útvarpið að bíða eftir fréttum af togurum sem voru að veiðum einhvers staðar þar sem skollið var á mannskætt ofviðri. Og síðan að skoða þjóðviljann og Moggann daginn eftir með forsíður skreyttar myndum af feðrum, bræðrum og sonum sem voru horfnir í hafsins skaut. Menn sem lögðu af stað á haf út til þess að framfleyta sér og sínum og jafnframt allri íslenskri þjóð og áttu aldrei eftir að koma til baka. Mannfallið í því stríði var geigvænlegt þegar það er sett í samhengi við önnur stríð. Tökum sem dæmi stríðið í Vietnam þar sem Bandaríkjamenn misstu 58 þúsund manns sem var mannfall sem setti ekki bara bandarískt samfélag á hliðina heldur kom öllum vestrænum heimi í uppnám. Bandarísk þjóð er þúsund sinnum stærri en sú íslenska þannig að 58 þúsund bandaríkjamenn samsvara 58 Íslendingum. Mannfall úr íslenskri sjómannastétt í stríðinu við Ægi á síðustu öld samsvarar allt að tíu víetnamstríðum. Munurinn er sá að íslenskir sjómenn voru ekki að berja á lítilmagna þriðja heims þjóð. Þeir voru að leggja líf sítt í sölurnar til þess að framfleyta íslenskri þjóð. Fyrir það eiga þeir skilið sérstakan stað í hjarta okkar. Við stöndum í ævarandi þakkarskuld við sjómennina okkar. Og síðan eru þeir sem gáfust upp áður en vökulögin voru sett og einfaldlega létust af þrælkuninni. Einn af þeim sem eftir lifðu orti: Sá ég falla frækin lýð flestir stallar auðir það voru karlar í þeirri tíð þeir eru nú allir dauðir Starf sjómanna er að vísu ekki lengur eins hættulegt og það var á síðustu öld vegna þess að skipin eru betri og veðurspár öruggari og það má líka leiða að því rök að starf sjómannanna sé að öðru leyti töluvert auðveldara en það var. Guði sé lof. En það breytir ekki þeirri staðreynd að enn þann dag í dag stöndum við í skuld við sjómannastéttina og það er ekki þakkarskuld sem á bara að tjá á dögum eins og þessum. Hún kallar á að við sjáum til þess að sjómennirnir okkar hafi virðingarsess í íslensku samfélagi. Þann sess eiga þeir ekki skilinn bara vegna þess hverjir þeir eru heldur líka vegna sögunnar sem krefst virðingar fyrir fulltrúa þess sem var. Og ég held því fram að þessi virðing sé ekki til staðar eins og stendur og þið sjómenn eigið að krefjast þess að því verði kippt í lag. Og hver er þá ástæða þess að sjómenn hafa hrunið niður virðingarstiga íslensks samfélags? Það eru sjálfsagt mörg svör við þessari spurningu en fyrst og fremst er það vegna þess að nú vinna þeir í atvinnugrein sem er talað ver um en nokkra aðra atvinnugrein á Íslandi, jafnvel ver en bankana. Sagan sem er sögð um íslenskan sjávarútveg í dag er ljót, virkilega ljót og hún hljómar einhvern vegin svona: Útgerðarfélögin sem eiga öll skipin og kvótann eru hálfgerð glæpafélög sem arðræna íslenska þjóð og níðast á sjómönnum með því að hýrudraga þá með flóknum bókhaldstrikkum, til dæmis með því að eiga félög í útlöndum sem þau selja aflann á lágu verði sem svo áframselja hann á háu verði. Þessi saga er með öllu óásættanleg hvort sem hún er sönn eða login og ég vil leggja á það áherslu að með þessum orðum er ég á engan máta að leggja mat á sannleiksgildi hennar. Sjómennirnir okkar eiga það einfaldlega ekki skilið að svona sé talað um atvinnugreinina þeirra. Þessu verður að breyta. Og það er ljóst að þessu verður ekki breytt án aðkomu sjómanna. Þeir verða að koma að þeirri endurskoðun sjávarútvegs á Íslandi sem leiðir til þess að hann öðlist aftur það traust og þá væntumþykju þjóðarinnar sem hún á skilið. Það er búið að tala um þessa ljótu nútímasögu íslensks sjávarútvegs í áratugi á síðum dagblaða, í ljósvökum, á Alþingi, fyrir dómstólum og öllum kaffistofum landsins og ekkert gerist. Hvað svo sem kann að vera ljótt í gangi hjá útgerðarfélögunum er ekki bara á ábyrgð þeirra heldur samfélagsins í heild sinni vegna þess að það hefur leyft þetta. Það sem meira er sú staðreynd að við vitum ekki hvað er að gerast hjá útgerðarfélögunum er eingöngu á ábyrgð samfélagsins í heild sinni. Þess vegna held ég að ekkert komi til með að gerast í þessu máli fyrr en sjómenn landsins taka málin í sínar hendur. Það er kominn tími á sjómannabyltingu í íslensku samfélagi. Þið verðið að skipuleggja ykkur og hefja kraftmikla baráttu. Þið verðið að kasta blöðrum fullum af rauðri málingu í þær stofnanir sem standa í vegi ykkar annað hvort symbólískt eða raunverulega. Þið verðið að hefja upp raust sem glymur í öllum krókum og kimum þessa samfélags. Þið eigið að stíga fram og krefjast þess að fá aðgang að þeim gögnum sem gera ykkur kleift að segja við samfélagið: hættið þessum rógi um atvinnugreinina okkar ef þið komist að því að ekkert sé að eða ef ljótu sögurnar reynast réttar þá: hér eru lamir brotnar og við verðum að fá heimildir til þess að laga þær. Og Þið skuldið honum afa mínum honum Halldóri Auðunssyni sem var bræðslumaður á togara fyrir vökulögin að gera þetta og öllum hans kollegum frá þeim tíma og öllum öðrum tímum. Ef þið gerið þetta ekki verður ykkar ekki einu sinni minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki. Ykkar verður einfaldlega ekki minnst. Það kemur enginn til með að muna eftir ykkur. Þið fallið kylliflatir á nefið inn í gleymskunnar dá. Þetta er ekki spádómur heldur lýsing á því ástandi sem við stöndum frami fyrir í dag. Svo í guðana bænum rísið þið nú upp og reisið um leið heiður íslensks sjávarútvegs til fyrri hæða. Sjávarútvegur Sjómannadagurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag með hátíðardagskrá víða um land. Í Grindavík hélt Kári Stefánsson ræðu sem vakið hefur nokkra athygli. Þar segir hann frá viðhorfi landsmanna til sjómanna á þeim dögum sem hann ólst upp, á fyrri helmingi síðustu aldar. Móðurafi hans var bræðslumaður á togara og faðir hans fréttamaður á RÚV sem flutti fréttir af íslenskum sjávarútvegi og þorskastríðum. Þau stríð segir Kári samt ekki hafa verið þau mannskæðustu sem sjómenn háðu. „Heldur við Ægi hinn gjöfula sem á einni svipstundu gat breyst í ofbeldisfullan andstæðing. Það er nefnilega staðreynd að það hefur aldrei verið til hættulegra starf í íslensku samfélagi en að vera sjómaður að veiða fisk við strendur landsins,“ sagði Kári og hélt áfram: „Ég man eftir því að sitja með foreldrum mínum og systkinum sem lítið barn við útvarpið að bíða eftir fréttum af togurum sem voru að veiðum einhvers staðar þar sem skollið var á mannskætt ofviðri. Og síðan að skoða þjóðviljann og Moggann daginn eftir með forsíður skreyttar myndum af feðrum, bræðrum og sonum sem voru horfnir í hafsins skaut. Menn sem lögðu af stað á haf út til þess að framfleyta sér og sínum og jafnframt allri íslenskri þjóð og áttu aldrei eftir að koma til baka.“ Hann setur þetta stríð í ákveðið samhengi: Mannfall úr íslenskri sjómannastétt í stríðinu við Ægi á síðustu öld samsvarar allt að tíu víetnamstríðum. Munurinn er sá að íslenskir sjómenn voru ekki að berja á lítilmagna þriðja heims þjóð. Þeir voru að leggja líf sítt í sölurnar til þess að framfleyta íslenskri þjóð. Fyrir þetta eigi íslenskir sjómenn skilið sérstakan stað í hjörtum landsmanna. „Og síðan eru þeir sem gáfust upp áður en vökulögin voru sett og einfaldlega létust af þrælkuninni. Einn af þeim sem eftir lifðu orti: Sá ég falla frækin lýðflestir stallar auðirþað voru karlar í þeirri tíðþeir eru nú allir dauðir Ljót saga af útgerðarfélögum Guði sé lof hafi starfið sjómanna orðið auðveldara, segir Kári. Sú virðing sem stéttin naut sé hins vegar ekki til staðar sem stendur. „Og þið sjómenn eigið að krefjast þess að því verði kippt í lag.“ Ástæða þess að verr sé talað um sjómannastéttina er sú saga sem sögð er um íslenskan sjávarútveg í dag. Það er að útgerðarfélög séu hálfgerð glæpafélög sem „arðræna íslenska þjóð og níðast á sjómönnum.“ „Með því að hýrudraga þá með flóknum bókhaldstrikkum, til dæmis með því að eiga félög í útlöndum sem þau selja aflann á lágu verði sem svo áframselja hann á háu verði. Þessi saga er með öllu óásættanleg hvort sem hún er sönn eða login og ég vil leggja á það áherslu að með þessum orðum er ég á engan máta að leggja mat á sannleiksgildi hennar. Sjómennirnir okkar eiga það einfaldlega ekki skilið að svona sé talað um atvinnugreinina þeirra. Þessu verður að breyta.“ „Rísið þið nú upp“ Sjómenn verði því að koma að endurskoðun íslensks sjávarútvegs. „Það er kominn tími á sjómannabyltingu í íslensku samfélagi. Þið verðið að skipuleggja ykkur og hefja kraftmikla baráttu. Þið verðið að kasta blöðrum fullum af rauðri málingu í þær stofnanir sem standa í vegi ykkar annað hvort symbólískt eða raunverulega. Þið verðið að hefja upp raust sem glymur í öllum krókum og kimum þessa samfélags,“ sagði Kári í ræðu sinni og hélt áfram: „Þið eigið að stíga fram og krefjast þess að fá aðgang að þeim gögnum sem gera ykkur kleift að segja við samfélagið: hættið þessum rógi um atvinnugreinina okkar ef þið komist að því að ekkert sé að eða ef ljótu sögurnar reynast réttar þá: hér eru lamir brotnar og við verðum að fá heimildir til þess að laga þær.“ Loks eru skilaboðin skýr: „Ef þið gerið þetta ekki verður ykkar ekki einu sinni minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki. Ykkar verður einfaldlega ekki minnst. Það kemur enginn til með að muna eftir ykkur. Þið fallið kylliflatir á nefið inn í gleymskunnar dá. Þetta er ekki spádómur heldur lýsing á því ástandi sem við stöndum frami fyrir í dag. Svo í guðana bænum rísið þið nú upp og reisið um leið heiður íslensks sjávarútvegs til fyrri hæða.“ Sjómenn Grindavíkur ég vil byrja á því að þakka ykkur þann heiður sem mér er sýndur með því að leyfa mér að ávarpa ykkur á deginum ykkar. Það er fátt eða ekkert sem mér finnst sjálfsagðara í árvissu hegðunarmynstri íslenskrar þjóðar en að taka frá einn dag af hverjum 365 til þess heiðra sjómannastéttina. Að sama skapi þykir mér dapurlegt til þess að vita hvernig sjómannastéttin hefur hægt og hægt glatað þeim stað sem hún svo sannarlega ætti að hafa hjarta þjóðarinnar. Án hennar, ef hún hefði ekki verið til á síðustu öld og öldunum þar á undan eru ekki miklar líkur á því að við værum til sem sú þjóð sem við erum í dag. Ég fæddist á fyrri helming síðustu aldar og þegar ég var að vaxa úr grasi var ljóst á allri umræðu í samfélaginu að framfærsla þess hvíldi á herðum sjómanna, var háð því sem þeir veiddu. Sjómannastéttin framfleytti íslensku samfélagi alla síðustu öld. Móðurafi minn var bræðslumaður á togara sem var gerður út frá Hafnarfirði og faðir minn var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu sem vildi helst ekki flytja fréttir af öðru en sjávarútvegi og hann var einnig rithöfundur sem vildi helst ekki skrifa bækur um annað en hið sama. Hann fór út á varðskipum í þorskastríðum af því hann varð að sjá þau með eigin augum til þess að geta flutt af þeim fréttir. Fyrir honum voru þorskastríðin stríð upp á líf og dauða íslenskrar þjóðar. Annars voru þau mannskæðu stríð sem íslenskir sjómenn háðu ekki við flota hennar hátignar Elísabetar Bretadrotningar heldur við Ægi hinn gjöfula sem á einni svipstundu gat breyst í ofbeldisfullan andstæðing. Það er nefnilega staðreynd að það hefur aldrei verið til hættulegra starf í íslensku samfélagi en að vera sjómaður að veiða fisk við strendur landsins. Ég man eftir því að sitja með foreldrum mínum og systkinum sem lítið barn við útvarpið að bíða eftir fréttum af togurum sem voru að veiðum einhvers staðar þar sem skollið var á mannskætt ofviðri. Og síðan að skoða þjóðviljann og Moggann daginn eftir með forsíður skreyttar myndum af feðrum, bræðrum og sonum sem voru horfnir í hafsins skaut. Menn sem lögðu af stað á haf út til þess að framfleyta sér og sínum og jafnframt allri íslenskri þjóð og áttu aldrei eftir að koma til baka. Mannfallið í því stríði var geigvænlegt þegar það er sett í samhengi við önnur stríð. Tökum sem dæmi stríðið í Vietnam þar sem Bandaríkjamenn misstu 58 þúsund manns sem var mannfall sem setti ekki bara bandarískt samfélag á hliðina heldur kom öllum vestrænum heimi í uppnám. Bandarísk þjóð er þúsund sinnum stærri en sú íslenska þannig að 58 þúsund bandaríkjamenn samsvara 58 Íslendingum. Mannfall úr íslenskri sjómannastétt í stríðinu við Ægi á síðustu öld samsvarar allt að tíu víetnamstríðum. Munurinn er sá að íslenskir sjómenn voru ekki að berja á lítilmagna þriðja heims þjóð. Þeir voru að leggja líf sítt í sölurnar til þess að framfleyta íslenskri þjóð. Fyrir það eiga þeir skilið sérstakan stað í hjarta okkar. Við stöndum í ævarandi þakkarskuld við sjómennina okkar. Og síðan eru þeir sem gáfust upp áður en vökulögin voru sett og einfaldlega létust af þrælkuninni. Einn af þeim sem eftir lifðu orti: Sá ég falla frækin lýð flestir stallar auðir það voru karlar í þeirri tíð þeir eru nú allir dauðir Starf sjómanna er að vísu ekki lengur eins hættulegt og það var á síðustu öld vegna þess að skipin eru betri og veðurspár öruggari og það má líka leiða að því rök að starf sjómannanna sé að öðru leyti töluvert auðveldara en það var. Guði sé lof. En það breytir ekki þeirri staðreynd að enn þann dag í dag stöndum við í skuld við sjómannastéttina og það er ekki þakkarskuld sem á bara að tjá á dögum eins og þessum. Hún kallar á að við sjáum til þess að sjómennirnir okkar hafi virðingarsess í íslensku samfélagi. Þann sess eiga þeir ekki skilinn bara vegna þess hverjir þeir eru heldur líka vegna sögunnar sem krefst virðingar fyrir fulltrúa þess sem var. Og ég held því fram að þessi virðing sé ekki til staðar eins og stendur og þið sjómenn eigið að krefjast þess að því verði kippt í lag. Og hver er þá ástæða þess að sjómenn hafa hrunið niður virðingarstiga íslensks samfélags? Það eru sjálfsagt mörg svör við þessari spurningu en fyrst og fremst er það vegna þess að nú vinna þeir í atvinnugrein sem er talað ver um en nokkra aðra atvinnugrein á Íslandi, jafnvel ver en bankana. Sagan sem er sögð um íslenskan sjávarútveg í dag er ljót, virkilega ljót og hún hljómar einhvern vegin svona: Útgerðarfélögin sem eiga öll skipin og kvótann eru hálfgerð glæpafélög sem arðræna íslenska þjóð og níðast á sjómönnum með því að hýrudraga þá með flóknum bókhaldstrikkum, til dæmis með því að eiga félög í útlöndum sem þau selja aflann á lágu verði sem svo áframselja hann á háu verði. Þessi saga er með öllu óásættanleg hvort sem hún er sönn eða login og ég vil leggja á það áherslu að með þessum orðum er ég á engan máta að leggja mat á sannleiksgildi hennar. Sjómennirnir okkar eiga það einfaldlega ekki skilið að svona sé talað um atvinnugreinina þeirra. Þessu verður að breyta. Og það er ljóst að þessu verður ekki breytt án aðkomu sjómanna. Þeir verða að koma að þeirri endurskoðun sjávarútvegs á Íslandi sem leiðir til þess að hann öðlist aftur það traust og þá væntumþykju þjóðarinnar sem hún á skilið. Það er búið að tala um þessa ljótu nútímasögu íslensks sjávarútvegs í áratugi á síðum dagblaða, í ljósvökum, á Alþingi, fyrir dómstólum og öllum kaffistofum landsins og ekkert gerist. Hvað svo sem kann að vera ljótt í gangi hjá útgerðarfélögunum er ekki bara á ábyrgð þeirra heldur samfélagsins í heild sinni vegna þess að það hefur leyft þetta. Það sem meira er sú staðreynd að við vitum ekki hvað er að gerast hjá útgerðarfélögunum er eingöngu á ábyrgð samfélagsins í heild sinni. Þess vegna held ég að ekkert komi til með að gerast í þessu máli fyrr en sjómenn landsins taka málin í sínar hendur. Það er kominn tími á sjómannabyltingu í íslensku samfélagi. Þið verðið að skipuleggja ykkur og hefja kraftmikla baráttu. Þið verðið að kasta blöðrum fullum af rauðri málingu í þær stofnanir sem standa í vegi ykkar annað hvort symbólískt eða raunverulega. Þið verðið að hefja upp raust sem glymur í öllum krókum og kimum þessa samfélags. Þið eigið að stíga fram og krefjast þess að fá aðgang að þeim gögnum sem gera ykkur kleift að segja við samfélagið: hættið þessum rógi um atvinnugreinina okkar ef þið komist að því að ekkert sé að eða ef ljótu sögurnar reynast réttar þá: hér eru lamir brotnar og við verðum að fá heimildir til þess að laga þær. Og Þið skuldið honum afa mínum honum Halldóri Auðunssyni sem var bræðslumaður á togara fyrir vökulögin að gera þetta og öllum hans kollegum frá þeim tíma og öllum öðrum tímum. Ef þið gerið þetta ekki verður ykkar ekki einu sinni minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki. Ykkar verður einfaldlega ekki minnst. Það kemur enginn til með að muna eftir ykkur. Þið fallið kylliflatir á nefið inn í gleymskunnar dá. Þetta er ekki spádómur heldur lýsing á því ástandi sem við stöndum frami fyrir í dag. Svo í guðana bænum rísið þið nú upp og reisið um leið heiður íslensks sjávarútvegs til fyrri hæða.
Sjómenn Grindavíkur ég vil byrja á því að þakka ykkur þann heiður sem mér er sýndur með því að leyfa mér að ávarpa ykkur á deginum ykkar. Það er fátt eða ekkert sem mér finnst sjálfsagðara í árvissu hegðunarmynstri íslenskrar þjóðar en að taka frá einn dag af hverjum 365 til þess heiðra sjómannastéttina. Að sama skapi þykir mér dapurlegt til þess að vita hvernig sjómannastéttin hefur hægt og hægt glatað þeim stað sem hún svo sannarlega ætti að hafa hjarta þjóðarinnar. Án hennar, ef hún hefði ekki verið til á síðustu öld og öldunum þar á undan eru ekki miklar líkur á því að við værum til sem sú þjóð sem við erum í dag. Ég fæddist á fyrri helming síðustu aldar og þegar ég var að vaxa úr grasi var ljóst á allri umræðu í samfélaginu að framfærsla þess hvíldi á herðum sjómanna, var háð því sem þeir veiddu. Sjómannastéttin framfleytti íslensku samfélagi alla síðustu öld. Móðurafi minn var bræðslumaður á togara sem var gerður út frá Hafnarfirði og faðir minn var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu sem vildi helst ekki flytja fréttir af öðru en sjávarútvegi og hann var einnig rithöfundur sem vildi helst ekki skrifa bækur um annað en hið sama. Hann fór út á varðskipum í þorskastríðum af því hann varð að sjá þau með eigin augum til þess að geta flutt af þeim fréttir. Fyrir honum voru þorskastríðin stríð upp á líf og dauða íslenskrar þjóðar. Annars voru þau mannskæðu stríð sem íslenskir sjómenn háðu ekki við flota hennar hátignar Elísabetar Bretadrotningar heldur við Ægi hinn gjöfula sem á einni svipstundu gat breyst í ofbeldisfullan andstæðing. Það er nefnilega staðreynd að það hefur aldrei verið til hættulegra starf í íslensku samfélagi en að vera sjómaður að veiða fisk við strendur landsins. Ég man eftir því að sitja með foreldrum mínum og systkinum sem lítið barn við útvarpið að bíða eftir fréttum af togurum sem voru að veiðum einhvers staðar þar sem skollið var á mannskætt ofviðri. Og síðan að skoða þjóðviljann og Moggann daginn eftir með forsíður skreyttar myndum af feðrum, bræðrum og sonum sem voru horfnir í hafsins skaut. Menn sem lögðu af stað á haf út til þess að framfleyta sér og sínum og jafnframt allri íslenskri þjóð og áttu aldrei eftir að koma til baka. Mannfallið í því stríði var geigvænlegt þegar það er sett í samhengi við önnur stríð. Tökum sem dæmi stríðið í Vietnam þar sem Bandaríkjamenn misstu 58 þúsund manns sem var mannfall sem setti ekki bara bandarískt samfélag á hliðina heldur kom öllum vestrænum heimi í uppnám. Bandarísk þjóð er þúsund sinnum stærri en sú íslenska þannig að 58 þúsund bandaríkjamenn samsvara 58 Íslendingum. Mannfall úr íslenskri sjómannastétt í stríðinu við Ægi á síðustu öld samsvarar allt að tíu víetnamstríðum. Munurinn er sá að íslenskir sjómenn voru ekki að berja á lítilmagna þriðja heims þjóð. Þeir voru að leggja líf sítt í sölurnar til þess að framfleyta íslenskri þjóð. Fyrir það eiga þeir skilið sérstakan stað í hjarta okkar. Við stöndum í ævarandi þakkarskuld við sjómennina okkar. Og síðan eru þeir sem gáfust upp áður en vökulögin voru sett og einfaldlega létust af þrælkuninni. Einn af þeim sem eftir lifðu orti: Sá ég falla frækin lýð flestir stallar auðir það voru karlar í þeirri tíð þeir eru nú allir dauðir Starf sjómanna er að vísu ekki lengur eins hættulegt og það var á síðustu öld vegna þess að skipin eru betri og veðurspár öruggari og það má líka leiða að því rök að starf sjómannanna sé að öðru leyti töluvert auðveldara en það var. Guði sé lof. En það breytir ekki þeirri staðreynd að enn þann dag í dag stöndum við í skuld við sjómannastéttina og það er ekki þakkarskuld sem á bara að tjá á dögum eins og þessum. Hún kallar á að við sjáum til þess að sjómennirnir okkar hafi virðingarsess í íslensku samfélagi. Þann sess eiga þeir ekki skilinn bara vegna þess hverjir þeir eru heldur líka vegna sögunnar sem krefst virðingar fyrir fulltrúa þess sem var. Og ég held því fram að þessi virðing sé ekki til staðar eins og stendur og þið sjómenn eigið að krefjast þess að því verði kippt í lag. Og hver er þá ástæða þess að sjómenn hafa hrunið niður virðingarstiga íslensks samfélags? Það eru sjálfsagt mörg svör við þessari spurningu en fyrst og fremst er það vegna þess að nú vinna þeir í atvinnugrein sem er talað ver um en nokkra aðra atvinnugrein á Íslandi, jafnvel ver en bankana. Sagan sem er sögð um íslenskan sjávarútveg í dag er ljót, virkilega ljót og hún hljómar einhvern vegin svona: Útgerðarfélögin sem eiga öll skipin og kvótann eru hálfgerð glæpafélög sem arðræna íslenska þjóð og níðast á sjómönnum með því að hýrudraga þá með flóknum bókhaldstrikkum, til dæmis með því að eiga félög í útlöndum sem þau selja aflann á lágu verði sem svo áframselja hann á háu verði. Þessi saga er með öllu óásættanleg hvort sem hún er sönn eða login og ég vil leggja á það áherslu að með þessum orðum er ég á engan máta að leggja mat á sannleiksgildi hennar. Sjómennirnir okkar eiga það einfaldlega ekki skilið að svona sé talað um atvinnugreinina þeirra. Þessu verður að breyta. Og það er ljóst að þessu verður ekki breytt án aðkomu sjómanna. Þeir verða að koma að þeirri endurskoðun sjávarútvegs á Íslandi sem leiðir til þess að hann öðlist aftur það traust og þá væntumþykju þjóðarinnar sem hún á skilið. Það er búið að tala um þessa ljótu nútímasögu íslensks sjávarútvegs í áratugi á síðum dagblaða, í ljósvökum, á Alþingi, fyrir dómstólum og öllum kaffistofum landsins og ekkert gerist. Hvað svo sem kann að vera ljótt í gangi hjá útgerðarfélögunum er ekki bara á ábyrgð þeirra heldur samfélagsins í heild sinni vegna þess að það hefur leyft þetta. Það sem meira er sú staðreynd að við vitum ekki hvað er að gerast hjá útgerðarfélögunum er eingöngu á ábyrgð samfélagsins í heild sinni. Þess vegna held ég að ekkert komi til með að gerast í þessu máli fyrr en sjómenn landsins taka málin í sínar hendur. Það er kominn tími á sjómannabyltingu í íslensku samfélagi. Þið verðið að skipuleggja ykkur og hefja kraftmikla baráttu. Þið verðið að kasta blöðrum fullum af rauðri málingu í þær stofnanir sem standa í vegi ykkar annað hvort symbólískt eða raunverulega. Þið verðið að hefja upp raust sem glymur í öllum krókum og kimum þessa samfélags. Þið eigið að stíga fram og krefjast þess að fá aðgang að þeim gögnum sem gera ykkur kleift að segja við samfélagið: hættið þessum rógi um atvinnugreinina okkar ef þið komist að því að ekkert sé að eða ef ljótu sögurnar reynast réttar þá: hér eru lamir brotnar og við verðum að fá heimildir til þess að laga þær. Og Þið skuldið honum afa mínum honum Halldóri Auðunssyni sem var bræðslumaður á togara fyrir vökulögin að gera þetta og öllum hans kollegum frá þeim tíma og öllum öðrum tímum. Ef þið gerið þetta ekki verður ykkar ekki einu sinni minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki. Ykkar verður einfaldlega ekki minnst. Það kemur enginn til með að muna eftir ykkur. Þið fallið kylliflatir á nefið inn í gleymskunnar dá. Þetta er ekki spádómur heldur lýsing á því ástandi sem við stöndum frami fyrir í dag. Svo í guðana bænum rísið þið nú upp og reisið um leið heiður íslensks sjávarútvegs til fyrri hæða.
Sjávarútvegur Sjómannadagurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira