Erlent

Rússar segjast hafa fellt 250 úkraínska hermenn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskur loftvarnabryndreki kemur sér fyrir á vígstöðvunum. 
Úkraínskur loftvarnabryndreki kemur sér fyrir á vígstöðvunum.  AP Photo/Efrem Lukatsky

Rússar segjast hafa hrundið stórri gagnárás úkraínska hersins í Donetsk í nótt og fullyrða að 250 úkraínskir hermenn liggi í valnum og að fjölmörg brynvarin tæki hafi verið eyðilögð.

Rússar hafa birt myndband sem virðist sýna árás á nokkra brynvarða bíla þar sem þeir eru á leiðinni yfir akur. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið sannreyndar og stjórnvöld í Kænugarði höfuðborg Úkraínu hafa ekkert tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Lengi hefur verið búist við gagnsókn Úkraínumanna en óljóst er enn hvort aðgerðir næturinnar hafi verið upphafið að henni eða smærri einangruð aðgerð.

Rússar virðast í það minnsta telja að gagnárásin sé hafin og segja að um hafi verið að ræða sex herfylki brynvarðra tækja og tvær skriðdrekadeildir.

Þeir fullyrða einnig að sextán skriðdrekar hafi verið eyðilagðir í nótt en Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að fá skriðdreka frá vesturlöndum til aðstoðar í baráttunni við innrásarherinn.

Klippa: Árás Rússa í Donetsk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×