Hvert fer útsvarið mitt? Sandra Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2023 10:31 Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun