Hvert fer útsvarið mitt? Sandra Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2023 10:31 Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun