Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun