„Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2023 11:30 Reykjavíkurdóttirin og listakonan Þura Stína er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Sunna Ben „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. Þura Stína hefur verið búsett í Mílanó síðastliðin ár þar sem hún lagði stund á nám við listræna stjórnun og markaðssamskipti í skólanum NABA (i. Nuova Accademia di Belle Arti). Hún er nú að klára námið og því á leið heim en er ekki beint spennt að skipta sumarklæðnaðinum út fyrir síðbuxur. Þura Stína er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Þura Stína býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig allt fer í hringi og kemur til baka á mjög stuttum tíma. Ég elska að finna flík sem er nógu einstök fyrir minn smekk en samt þannig að ég geti notað hana aftur og aftur og aftur án þess að mér fari að leiðast. Þura Stína elskar hvernig tískan getur farið í hringi á stuttum tíma.Sunna Ben Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það fer rosa mikið eftir árstíðum og hugarfari. Ég er búin að vera ástfangin af Helicopter silkibuxunum mínum en veðrið hérna í Mílanó þar sem ég er búsett er að segja mér að leggja þeim í bili. Ég á alltaf sjúklega erfitt með að finna mér buxur líklega því ég nenni aldrei að máta neitt og að finna gott buxnasnið er meira vesen finnst mér en á öðrum flíkum. Þær eru sjúklega flottar en líka fáránlega þægilegar með litlum skemmtilegum smáatriðum sem fær fólk til að brosa. Svo elska ég sólgleraugu frá Gucci sem ég fékk í afmælisgjöf frá manninum mínum því þau eru svo extra og ég nota þau mjög mikið spari, það er svo gaman að eiga svona sparidót sem er ekki eins hversdagslegt. Það sem mig langar í og vantar mikið fyrir sumarið er nýr sundbolur. Þura með Gucci gleraugun sem eru í miklu uppáhaldi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Mér finnst í grunninn alveg fáránlega leiðinlegt að velja mér föt. Finnst eiginlega ekki gaman að fara í búðir að skoða og er bara mjög lélég í því. Mér finnst gaman að kaupa íslenska hönnun, við eigum svo mikið af neglu fatahönnuðum á Íslandi og get þá oftast skoðað það á netinu. Er svo oft að panta mér bara flíkur sem ég er viss um að ég fíli hjá þeim og fer svo og sæki. Ég elska samt föt og fallega hluti og finnst mjög gaman þegar ég finn hina fullkomnu flík en að eyða miklum tíma í fatabúðum og skoða finnst mér alveg ómögulegt og smá tímasóun. Sem er alveg smá sorglegt því það væri svo geggjað að hafa þolinmæði í að „thrifta“ og finna notaðar flíkur sem eiga skilið annað líf því þar leynast svo miklar gersemar. Þuru finnst ómögulegt að eyða miklum tíma inni í fatabúðum. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held hann sé smá afslappaður en líka smá beittur. Örugglega hægt að lýsa honum sem einhverskonar „business bitch“ með smá attitude tvisti. Ég er bæði rappari, hönnuður, framleiðandi og leikstjóri og ég held að stíllinn minn sé einhverskonar fusion af öllum þessum hlutverkum. Mér finnst geggjað gaman að fara í dragtir og blazera en er þá oftast bara í strigaskóm eða með eitthvað smá einstakt við; öðruvísi eyrnalokka, skrýtna tösku eða Spice Girls snúða í hárinu. Ein góð kona sagði líka við mig frá konu til konu um daginn: „Það tekur þig enginn alvarlega nema þú sért í blazer“. Mér fannst það mjög fyndið því það er alveg sannleikskorn þar á bakvið. Það er ákveðið statement og einhver öryggistilfinning í því, allavega fyrir mig. Ég vinn í mjög karllægum geirum og það er stundum eins og að fara í einhverja girlpower ofurskikkju. En svo finnst mér líka bara langbest að vera í hjólabuxum og bol, fer svo í stóran blazer yfir ef ég er að fara út. Ef ég gæti væri ég líklega bara alltaf á hjólabuxunum, það er kannski það sem hræðir mig mest við að flytja aftur til Íslands - að þurfa að fara í buxur. Blazer jakkar nýtast Þuru Stínu vel.Sunna Ben Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ég myndi alveg segja það. Þegar ég var átján og nítján ára pældi ég minna í því sem ég var að kaupa. Mann vantaði bara eitthvað nýtt til að fara í á djammið. Þá var ég samt alveg mikið að kaupa íslenska hönnun við sérstök tilefni þegar ég átti pening, eins og Kalda, Helicopter og KronKron. En neyslumynstrið hefur breyst, ég kaupi mér mun sjaldnar föt og pæli mikið í hvaðan ég er að kaupa föt. Ég vil frekar kaupa flík sem mun endast mér lengur og ég get notað á marga vegu heldur en eitthvað sem endist stutt og illa. Það hefur áhrif á stílinn og hverju maður er að klæðast. Svo verður maður líka bara eldri og öruggari. Ég hef alltaf verið mjög óhrædd við að klæðast einhverju sem er öðruvísi og mér hefur aldrei fundist gaman að vera í einhverju sem allir eiga. Þura Stína hefur alltaf verið óhrædd við að skera sig úr í klæðaburði.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég bara elska íslenskar gellur og fæ mikinn innblástur út frá konum almennt. Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur þurft að læra sjálfur að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun. En það er svo ógeðslega mikið af sjúklega hæfileikaríkum og heitum skvísum á Íslandi sem eru innblástur alla daga. Ég er bara að skrolla Instagram með stjörnur í augunum, bara JÁ! You go girl, fire. Queen. Svo eru vinkonur mínar líka svo ólíkar og með skemmtilega stíla að það í sjálfu sér er mikill innblástur bæði hvað varðar tísku en líka bara í lífinu. Þura Stína sækir mikinn innblástur í aðrar konur á Instagram og vinkonur sínar. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er alveg með smá þráhyggju gagnvart litum, ég gæti aldrei verið í mjög mörgum litum í einum. Ég elska liti og að poppa upp outfits með litum, þrátt fyrir að vera mjög oft í svörtu. Þú ert allavega ekki að fara að mæta mér í fjólubláum, rauðum og grænum fötum í einu. Annars finnst mér bara skipta máli að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt en virða sín mörk og vera í því sem manni líður vel í en ekki fara að eltast við einhver tískutrend. Það getur verið fín lína. Þura Stína er ekki mikið fyrir að blanda of mörgum litum saman. Hér er hún á Hlustendaverðlaununum þar sem Reykjavíkurdætur hlutu verðlaun fyrir Myndband ársins.Vísir/Hulda Margrét Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég held ég verði að velja pappakjólinn sem Sól Hansdóttir hannaði á mig fyrir Söngvakeppnina. Við vinnum mikið með íslenskum fatahönnuðum í Reykjavíkurdætrum og reynum að forðast það að kaupa alltaf eitthvað nýtt fyrir hverja tónleika. Við spáum mikið í efnisvali og útfærslu en mér finnst alltaf mikilvægt að gefa hönnuðinum eins mikið frelsi og ég get. Söngvakeppnin er mjög gott og ýkt dæmi því þar var ég ekki að fara á svið, ég var í skrýtinni aðstöðu sem ég hef ekki verið í áður að vera að fara flytja lag en samt ekki stíga á svið. En ég leit á það sem tækifæri fyrir Sól, ég þurfti ekki að geta hreyft mig mikið, dansað eða liðið vel á sviðinu því ég sat bara í salnum í rauninni. Úr endaði kjóll úr pappa sem er líklega ein óhefðbundnasta flík sem ég hef farið í en ferlið mjög eftirminnilegt því ég var mikið að skora á sjálfa mig í leiðinni. Ég efaðist mjög oft í ferlinu og var bara heyrðu hvað er ég að spá hérna? En ég treysti Sól og hennar ferli allan tímann og útkoman var bara mjög skemmtileg. Það finnst mér skipta svo miklu máli þegar við erum að vinna með hönnuðum, því ef ég treysti þeirra ferli verður útkoman oftast eitthvað allt annað en ég sá fyrir mér eða eitthvað nýtt sem ég hefði ekki endilega valið á sjálfan mig. Þessi kjóll eftir Sól Hansdóttir er ein eftirminnilegasta flík sem Þura Stína hefur klæðst.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Já, bara að við hugsum aðeins betur um hvað við erum að kaupa okkur. Ég er alveg fáránlega hvatvís að eðlisfari en við getum reynt að vera minna hvatvís þegar það kemur að tísku. Það er ekkert leyndarmál hversu mengandi tískuiðnaðurinn er en það er mikið af spennandi lausnum í gangi. Til dæmis eru fullt af hönnuðum að vinna í ábyrgari framleiðslu með sjálfbærari efni og hringlaga eða hæg tíska er vonandi að taka yfir þetta fast fashion brjálæði sem er búið að vera í gangi lengi. Við þurfum að vera meðvituð um það og reyna að gera það sem við getum. Allir eru líka bara að gera sitt besta og það sem skiptir mestu máli er að þér líði vel í því sem þú ert. Hér má fylgjast með Þuru Stínu á Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þura Stína hefur verið búsett í Mílanó síðastliðin ár þar sem hún lagði stund á nám við listræna stjórnun og markaðssamskipti í skólanum NABA (i. Nuova Accademia di Belle Arti). Hún er nú að klára námið og því á leið heim en er ekki beint spennt að skipta sumarklæðnaðinum út fyrir síðbuxur. Þura Stína er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Þura Stína býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig allt fer í hringi og kemur til baka á mjög stuttum tíma. Ég elska að finna flík sem er nógu einstök fyrir minn smekk en samt þannig að ég geti notað hana aftur og aftur og aftur án þess að mér fari að leiðast. Þura Stína elskar hvernig tískan getur farið í hringi á stuttum tíma.Sunna Ben Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það fer rosa mikið eftir árstíðum og hugarfari. Ég er búin að vera ástfangin af Helicopter silkibuxunum mínum en veðrið hérna í Mílanó þar sem ég er búsett er að segja mér að leggja þeim í bili. Ég á alltaf sjúklega erfitt með að finna mér buxur líklega því ég nenni aldrei að máta neitt og að finna gott buxnasnið er meira vesen finnst mér en á öðrum flíkum. Þær eru sjúklega flottar en líka fáránlega þægilegar með litlum skemmtilegum smáatriðum sem fær fólk til að brosa. Svo elska ég sólgleraugu frá Gucci sem ég fékk í afmælisgjöf frá manninum mínum því þau eru svo extra og ég nota þau mjög mikið spari, það er svo gaman að eiga svona sparidót sem er ekki eins hversdagslegt. Það sem mig langar í og vantar mikið fyrir sumarið er nýr sundbolur. Þura með Gucci gleraugun sem eru í miklu uppáhaldi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Mér finnst í grunninn alveg fáránlega leiðinlegt að velja mér föt. Finnst eiginlega ekki gaman að fara í búðir að skoða og er bara mjög lélég í því. Mér finnst gaman að kaupa íslenska hönnun, við eigum svo mikið af neglu fatahönnuðum á Íslandi og get þá oftast skoðað það á netinu. Er svo oft að panta mér bara flíkur sem ég er viss um að ég fíli hjá þeim og fer svo og sæki. Ég elska samt föt og fallega hluti og finnst mjög gaman þegar ég finn hina fullkomnu flík en að eyða miklum tíma í fatabúðum og skoða finnst mér alveg ómögulegt og smá tímasóun. Sem er alveg smá sorglegt því það væri svo geggjað að hafa þolinmæði í að „thrifta“ og finna notaðar flíkur sem eiga skilið annað líf því þar leynast svo miklar gersemar. Þuru finnst ómögulegt að eyða miklum tíma inni í fatabúðum. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég held hann sé smá afslappaður en líka smá beittur. Örugglega hægt að lýsa honum sem einhverskonar „business bitch“ með smá attitude tvisti. Ég er bæði rappari, hönnuður, framleiðandi og leikstjóri og ég held að stíllinn minn sé einhverskonar fusion af öllum þessum hlutverkum. Mér finnst geggjað gaman að fara í dragtir og blazera en er þá oftast bara í strigaskóm eða með eitthvað smá einstakt við; öðruvísi eyrnalokka, skrýtna tösku eða Spice Girls snúða í hárinu. Ein góð kona sagði líka við mig frá konu til konu um daginn: „Það tekur þig enginn alvarlega nema þú sért í blazer“. Mér fannst það mjög fyndið því það er alveg sannleikskorn þar á bakvið. Það er ákveðið statement og einhver öryggistilfinning í því, allavega fyrir mig. Ég vinn í mjög karllægum geirum og það er stundum eins og að fara í einhverja girlpower ofurskikkju. En svo finnst mér líka bara langbest að vera í hjólabuxum og bol, fer svo í stóran blazer yfir ef ég er að fara út. Ef ég gæti væri ég líklega bara alltaf á hjólabuxunum, það er kannski það sem hræðir mig mest við að flytja aftur til Íslands - að þurfa að fara í buxur. Blazer jakkar nýtast Þuru Stínu vel.Sunna Ben Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já ég myndi alveg segja það. Þegar ég var átján og nítján ára pældi ég minna í því sem ég var að kaupa. Mann vantaði bara eitthvað nýtt til að fara í á djammið. Þá var ég samt alveg mikið að kaupa íslenska hönnun við sérstök tilefni þegar ég átti pening, eins og Kalda, Helicopter og KronKron. En neyslumynstrið hefur breyst, ég kaupi mér mun sjaldnar föt og pæli mikið í hvaðan ég er að kaupa föt. Ég vil frekar kaupa flík sem mun endast mér lengur og ég get notað á marga vegu heldur en eitthvað sem endist stutt og illa. Það hefur áhrif á stílinn og hverju maður er að klæðast. Svo verður maður líka bara eldri og öruggari. Ég hef alltaf verið mjög óhrædd við að klæðast einhverju sem er öðruvísi og mér hefur aldrei fundist gaman að vera í einhverju sem allir eiga. Þura Stína hefur alltaf verið óhrædd við að skera sig úr í klæðaburði.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég bara elska íslenskar gellur og fæ mikinn innblástur út frá konum almennt. Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur þurft að læra sjálfur að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun. En það er svo ógeðslega mikið af sjúklega hæfileikaríkum og heitum skvísum á Íslandi sem eru innblástur alla daga. Ég er bara að skrolla Instagram með stjörnur í augunum, bara JÁ! You go girl, fire. Queen. Svo eru vinkonur mínar líka svo ólíkar og með skemmtilega stíla að það í sjálfu sér er mikill innblástur bæði hvað varðar tísku en líka bara í lífinu. Þura Stína sækir mikinn innblástur í aðrar konur á Instagram og vinkonur sínar. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er alveg með smá þráhyggju gagnvart litum, ég gæti aldrei verið í mjög mörgum litum í einum. Ég elska liti og að poppa upp outfits með litum, þrátt fyrir að vera mjög oft í svörtu. Þú ert allavega ekki að fara að mæta mér í fjólubláum, rauðum og grænum fötum í einu. Annars finnst mér bara skipta máli að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt en virða sín mörk og vera í því sem manni líður vel í en ekki fara að eltast við einhver tískutrend. Það getur verið fín lína. Þura Stína er ekki mikið fyrir að blanda of mörgum litum saman. Hér er hún á Hlustendaverðlaununum þar sem Reykjavíkurdætur hlutu verðlaun fyrir Myndband ársins.Vísir/Hulda Margrét Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég held ég verði að velja pappakjólinn sem Sól Hansdóttir hannaði á mig fyrir Söngvakeppnina. Við vinnum mikið með íslenskum fatahönnuðum í Reykjavíkurdætrum og reynum að forðast það að kaupa alltaf eitthvað nýtt fyrir hverja tónleika. Við spáum mikið í efnisvali og útfærslu en mér finnst alltaf mikilvægt að gefa hönnuðinum eins mikið frelsi og ég get. Söngvakeppnin er mjög gott og ýkt dæmi því þar var ég ekki að fara á svið, ég var í skrýtinni aðstöðu sem ég hef ekki verið í áður að vera að fara flytja lag en samt ekki stíga á svið. En ég leit á það sem tækifæri fyrir Sól, ég þurfti ekki að geta hreyft mig mikið, dansað eða liðið vel á sviðinu því ég sat bara í salnum í rauninni. Úr endaði kjóll úr pappa sem er líklega ein óhefðbundnasta flík sem ég hef farið í en ferlið mjög eftirminnilegt því ég var mikið að skora á sjálfa mig í leiðinni. Ég efaðist mjög oft í ferlinu og var bara heyrðu hvað er ég að spá hérna? En ég treysti Sól og hennar ferli allan tímann og útkoman var bara mjög skemmtileg. Það finnst mér skipta svo miklu máli þegar við erum að vinna með hönnuðum, því ef ég treysti þeirra ferli verður útkoman oftast eitthvað allt annað en ég sá fyrir mér eða eitthvað nýtt sem ég hefði ekki endilega valið á sjálfan mig. Þessi kjóll eftir Sól Hansdóttir er ein eftirminnilegasta flík sem Þura Stína hefur klæðst.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Já, bara að við hugsum aðeins betur um hvað við erum að kaupa okkur. Ég er alveg fáránlega hvatvís að eðlisfari en við getum reynt að vera minna hvatvís þegar það kemur að tísku. Það er ekkert leyndarmál hversu mengandi tískuiðnaðurinn er en það er mikið af spennandi lausnum í gangi. Til dæmis eru fullt af hönnuðum að vinna í ábyrgari framleiðslu með sjálfbærari efni og hringlaga eða hæg tíska er vonandi að taka yfir þetta fast fashion brjálæði sem er búið að vera í gangi lengi. Við þurfum að vera meðvituð um það og reyna að gera það sem við getum. Allir eru líka bara að gera sitt besta og það sem skiptir mestu máli er að þér líði vel í því sem þú ert. Hér má fylgjast með Þuru Stínu á Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30
Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31
„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31