Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok Kristrún Frostadóttir skrifar 5. júní 2023 16:01 Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun