Boðað til fundar í Karphúsinu í fyrramálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 20:36 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaganna, Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir BSRB og sveitarfélaganna til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Óvíst er hvort fundurinn verður stuttur eða langur. Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Síðasti fundur BSRB og sveitarfélaganna í Karphúsinu var á sunnudag. Þá var fundað stíft fram á nótt og lauk fundinum ekki fyrr en að nálgast tvöleytið. Enginn fundur var boðaður í kjaradeilunni í dag. „Það er allt undir þannig að við þurfum að halda samtalinu gangandi og leysa þetta,“ segir Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari í deilunni. „Þau eru núna að tala við sitt bakland. Það eru allir að vinna hörðum höndum að þessu þó þeir séu ekki að sitja niður í Karphúsi. Ég er í virku samtali við alla aðila, ræddi við þau í dag og svo hittumst við í fyrramálið og þá sjáum við hvernig staðan er,“ segir hún. Eins og staðan er núna sé þó engin raunveruleg breyting á stöðunni fyrir fundinn í fyrramálið. Deilan er enn þá í föstum hnút og tekist er á um afturvirkni samninganna. „Ég veit ekkert hvað kemur út úr þeim fundi,“ segir Aldís. „Annað hvort sitjum við stutt við eða lengi.“ Víðtæk áhrif Verkfallsaðgerðir BSRB hafa víðtæk, en mismikil áhrif, í sveitarfélögunum. Til að mynda í leikskólum þar sem mismikill fjöldi starfsmanna eru í stéttarfélaginu. Víða hafa foreldrar lýst mikilli röskun á vinnudegi sínum vegna þess að börn geta aðeins verið hluta úr degi í skólanum. Einnig eru lokanirnar tilkynntar með stuttum fyrirvara og því erfitt að gera skipulag langt fram í tímann. Sundlaugar eru víða lokaðar sem og íþróttahús, sem er slæmt fyrir meðal annars eldri borgara og iðkendur. Þá liggja strætisvagnasamgöngur niðri á Akureyri vegna verkfallsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34 Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann Tvíburar á sömu deild fá ekki að mæta á sama tíma í leikskólann þar sem deildinni er skipt upp eftir stafrófsröð. Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna áhrifa af umfangsmiklum verkfallsaðgerðum félagsmanna BSRB. 5. júní 2023 19:34
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00