Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 22:00 Sveitungum finnst lítil prýði af hræðunum í Ásólfskálafjöru undir Eyjafjöllum. Vigfús Andrésson Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson
Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04
Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59