„Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 11:31 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu af 25 mörkum sínum fyrir Ísland. Hann er einu marki frá því að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12