Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 15:30 Örfáum áhorfendum var leyft að mæta á stórleiki Íslands á Laugardalsvelli þegar strangar takmarkanir giltu vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira