Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 09:01 Óskar Bjarni Óskarsson, nýráðinn þjálfari Vals. Vísir/Einar Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna Olís-deild karla Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna
Olís-deild karla Valur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira