Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Margaret J. Filardo skrifar 7. júní 2023 08:00 Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun