Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 09:32 Sigurður Þórðarson mætti til að bera vitni í í máli Frigusar II ehf gegn Lindarhvolli og íslenska ríkinu. Það mál hefur vakið umræðu um Lindarhvol úr dái en lengi hefur verið talað um að þar hafi pottur verið brotinn, vildarvinir fengið eigur ríkisins á hrakvirði. vísir/vilhelm Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar staðfesti þetta við Vísi nú skömmu fyrir fund sem hefst 09:10. Meðal dagskrárliða eru „gestir“ og sá gestur er Sigurður. „Já, hann hefur þegið boð um að mæta á lokaðan fund hjá nefndinni,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Mikið hefur gengið á innan þings og utan vegna greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar. Þar fjallar hann um niðurstöður rannsóknar sinnar á starfsemi Lindarhvols ehf, félags sem stofnað var til af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármálaráðherra. Sigurður ósáttur með þróun mála Tilgangur félagsins var sá að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum eftir bankahrun, svokallað stöðugleikaframlag. Mikil leynd hefur hins vegar ríkt um hvernig að málum var staðið. Sigurður vann rannsókn í tvö ár en því máli var svo kippt úr höndum hans þegar hann var á lokametrum rannsóknar sinnar af þáverandi ríkisendurskoðanda, Skúla Eggert Þórðarsyni. Skúli sendi svo frá sér skýrslu um Lindarhvol, sem er í megindráttum á þá leið að starfsemin hafi verið með ágætum. Sigurður hefur sagt að sú niðurstaða sé ekki í neinu samræmi við það sem rannsókn hans til tveggja ára hafi leitt í ljós. Þá hefur Sigurður lýst því að illt sé að sitja undir því sem hann metur sem ávirðingar á hendur sér, og hann metur það sem svo að greinargerð sín sé opinbert plagg, sem hann sendi til þingsins, en ekki þá sem einkabréf til þáverandi forseta Alþingis; Steingríms J. Sigfússonar. Trúnaður ríkir um það sem sagt er á lokuðum nefndarfundi Til stóð að halda opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en Sigurður og aðrir færðust undan því. Meðal annars á þeim forsendum að það hefði ekkert upp á sig að mæta á fund þar sem honum væri meinað að ræða efni greinargerðar sinnar. En sú er afstaða Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, þrátt fyrir að meirihluti forsætisnefndar, reyndar allir nema Birgir, telji vert að greinargerðin verði lögð fram. Núverandi ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason hefur sagt að hann telji greinargerð Sigurðar vinnuplagg Ríkisendurskoðunar og það eigi ekki að birta. Þórunn segist ekki vita hvers megi vænta eða hvort vitnisburður Sigurðar fyrir nefndinni leiði til einhvers. Hún minnir á að trúnaður ríki um það sem þeir sem kallaðir eru fyrir þingnefndir segi við slík tækifæri. „Þetta er lokaður fundur og þingmenn geta ekki vitnað til þess sem þar kemur fram.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar 15. apríl 2023 12:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar staðfesti þetta við Vísi nú skömmu fyrir fund sem hefst 09:10. Meðal dagskrárliða eru „gestir“ og sá gestur er Sigurður. „Já, hann hefur þegið boð um að mæta á lokaðan fund hjá nefndinni,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Mikið hefur gengið á innan þings og utan vegna greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar. Þar fjallar hann um niðurstöður rannsóknar sinnar á starfsemi Lindarhvols ehf, félags sem stofnað var til af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármálaráðherra. Sigurður ósáttur með þróun mála Tilgangur félagsins var sá að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum eftir bankahrun, svokallað stöðugleikaframlag. Mikil leynd hefur hins vegar ríkt um hvernig að málum var staðið. Sigurður vann rannsókn í tvö ár en því máli var svo kippt úr höndum hans þegar hann var á lokametrum rannsóknar sinnar af þáverandi ríkisendurskoðanda, Skúla Eggert Þórðarsyni. Skúli sendi svo frá sér skýrslu um Lindarhvol, sem er í megindráttum á þá leið að starfsemin hafi verið með ágætum. Sigurður hefur sagt að sú niðurstaða sé ekki í neinu samræmi við það sem rannsókn hans til tveggja ára hafi leitt í ljós. Þá hefur Sigurður lýst því að illt sé að sitja undir því sem hann metur sem ávirðingar á hendur sér, og hann metur það sem svo að greinargerð sín sé opinbert plagg, sem hann sendi til þingsins, en ekki þá sem einkabréf til þáverandi forseta Alþingis; Steingríms J. Sigfússonar. Trúnaður ríkir um það sem sagt er á lokuðum nefndarfundi Til stóð að halda opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en Sigurður og aðrir færðust undan því. Meðal annars á þeim forsendum að það hefði ekkert upp á sig að mæta á fund þar sem honum væri meinað að ræða efni greinargerðar sinnar. En sú er afstaða Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, þrátt fyrir að meirihluti forsætisnefndar, reyndar allir nema Birgir, telji vert að greinargerðin verði lögð fram. Núverandi ríkisendurskoðandi, Guðmundur Björgvin Helgason hefur sagt að hann telji greinargerð Sigurðar vinnuplagg Ríkisendurskoðunar og það eigi ekki að birta. Þórunn segist ekki vita hvers megi vænta eða hvort vitnisburður Sigurðar fyrir nefndinni leiði til einhvers. Hún minnir á að trúnaður ríki um það sem þeir sem kallaðir eru fyrir þingnefndir segi við slík tækifæri. „Þetta er lokaður fundur og þingmenn geta ekki vitnað til þess sem þar kemur fram.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar 15. apríl 2023 12:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar 15. apríl 2023 12:00