KSÍ varar við svikahröppum Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2023 12:31 Tólfan kemur völlinn á 17. og 20. júní, og ljóst er að færri komast að en vilja seinni daginn, þegar Portúgal kemur í heimsókn. VÍSIR/VILHELM Eftirspurnin eftir miðum á leik Íslands og Portúgals, í undankeppni EM karla í fótbolta, reyndist svo mikil að uppselt varð á leikinn hálftíma eftir að almenn miðasala hófst. KSÍ varar nú við miðasvindli. Miðar á leikinn kostuðu á bilinu 1.750 upp í 13.900 krónur fyrir sæti á dýrustu svæðunum. Allir miðar seldust upp og því verður Laugardalsvöllur fullur í fyrsta sinn í fjögur ár, þegar Cristiano Ronaldo og félagar mæta í Dalinn 20. júní. Enn er nóg af miðum til sölu á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á þjóðhátíðardaginn. KSÍ varar við því á Twitter að fólk reyni að kaupa miða af öðrum en Tix.is. Óheimilt sé að áframselja miða í hagnaðarskyni og að slíkt ógildi miðann, eins og fram komi í skilmálum. Þá bendir KSÍ á að alþekkt sé að miðabraskarar selji sama miða oftar en einu sinni, og því geti fólk lent í því að kaupa miða sem búið sé að ógilda eða nota, en allir miðar eru skannaðir við komu á Laugardalsvöll. KSÍ sendi frá sér aðvörun vegna miðabraskara.Skjáskot/@footballiceland Leikirnir við Slóvakíu og Portúgal eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide sem ráðinn var um miðjan apríl. Ísland þarf á góðum úrslitum að halda í baráttunni um efstu tvö sætin í riðlinum, eftir 3-0 tap gegn Bosníu ytra í mars og 7-0 sigur gegn Liechtenstein. Staðan í riðli Íslands eftir tvær umferðir af tíu. Tvö efstu liðin komast beint á EM sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Tvö efstu liðin komast beint á EM en endi Ísland neðar eru þó góðar líkur á að liðið komist í umspil vegna lokastöðunnar á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Miðar á leikinn kostuðu á bilinu 1.750 upp í 13.900 krónur fyrir sæti á dýrustu svæðunum. Allir miðar seldust upp og því verður Laugardalsvöllur fullur í fyrsta sinn í fjögur ár, þegar Cristiano Ronaldo og félagar mæta í Dalinn 20. júní. Enn er nóg af miðum til sölu á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á þjóðhátíðardaginn. KSÍ varar við því á Twitter að fólk reyni að kaupa miða af öðrum en Tix.is. Óheimilt sé að áframselja miða í hagnaðarskyni og að slíkt ógildi miðann, eins og fram komi í skilmálum. Þá bendir KSÍ á að alþekkt sé að miðabraskarar selji sama miða oftar en einu sinni, og því geti fólk lent í því að kaupa miða sem búið sé að ógilda eða nota, en allir miðar eru skannaðir við komu á Laugardalsvöll. KSÍ sendi frá sér aðvörun vegna miðabraskara.Skjáskot/@footballiceland Leikirnir við Slóvakíu og Portúgal eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide sem ráðinn var um miðjan apríl. Ísland þarf á góðum úrslitum að halda í baráttunni um efstu tvö sætin í riðlinum, eftir 3-0 tap gegn Bosníu ytra í mars og 7-0 sigur gegn Liechtenstein. Staðan í riðli Íslands eftir tvær umferðir af tíu. Tvö efstu liðin komast beint á EM sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Tvö efstu liðin komast beint á EM en endi Ísland neðar eru þó góðar líkur á að liðið komist í umspil vegna lokastöðunnar á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira