Nyrsta sjúkraflug sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 13:35 Frá flugvellinum í Longyearbyen á Svalbarða. Getty/Steffen Trumpf Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum. Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023 Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023
Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira