Nyrsta sjúkraflug sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 13:35 Frá flugvellinum í Longyearbyen á Svalbarða. Getty/Steffen Trumpf Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum. Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023 Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023
Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira