Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2023 21:33 Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Einar Árnason Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. Samgönguáætlun er það verkfæri sem þingið hefur til að ráðstafa þeim fjármunum sem fara til framkvæmda á því sviði. En núna er fyrirséð að hún mun ekki birtast í þinginu þetta vorið. Hvorki þingmenn né viðkomandi þingnefnd fá því tækifæri til að fjalla um áætlunina að sinni. Frá vegagerð í Njarðvík eystra, norðan Borgarfjarðar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra áformar í staðinn að kynna hana í samráðsgátt stjórnvalda, hugsanlega í næstu viku. Hún verði síðan lögð fyrir Alþingi í haust. „Upphaflega stóð til að fá hana um áramót. Og það hefði verið mjög gott að fá hana til umfjöllunar í þinginu fyrr því þetta eru allt framkvæmdir sem er beðið eftir,“ segir Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2: Áætlunin hefur þó verið kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. „Ég held að almennt séð verði ekkert margir sáttir með plaggið. Það skortir smá á fjármögnunina. Við erum komin í innviðaskuld og því eru mörg verkefni sem bíða. Það er ekki hægt að uppfylla þau öll.“ Vilhjálmur telur að helstu útboð ættu ekki að tefjast. „Því við erum með gildandi samgönguáætlun. Það sem ég held að hafi kannski helst valdið töfum á útboðum er fjármögnun. Okkur hefur bara ekki tekist að fjármagna vegakerfið nógu vel. Það á eftir að innleiða nýja aðferð til þess að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur. Frá gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng.Vísir/Vilhelm Jarðgöng eru venjulega langstærstu framkvæmdir á samgönguáætlun og samkvæmt gildandi áætlun eiga Fjarðarheiðargöng að vera næst á dagskrá. En verður staðið við það? „Ég segi bæði að hvort sem það sé Fjarðarheiðargöng eða allar stórar framkvæmdir, auðvitað þurfa þær alltaf að vera í sífelldri endurskoðun þangað til að útboðið kemur. Af því að það bara á við allar fjárfestingar hjá öllum. Endanleg stefnumörkun mun ekki liggja fyrir fyrr en Alþingi hefur samþykkt næstu samgönguáætlun,“ svarar þingnefndarformaðurinn. Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður. VEGAGERÐIN/MANNVIT Útboði Fjarðarheiðarganga hefur ítrekað verið seinkað. -Vantar bara peninga í svona stórt verk? „Já, það er bara staðan. Okkur vantar fjármögnun. Ég tel að það sé tvennt sem tefji samgönguframkvæmdir á Íslandi í dag. Það eru skipulagsmál og fjármögnun.“ Það þurfi nýtt gjaldakerfi. „Við höfum bara verið alltof lengi í að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og að breyta um gjaldakerfi. Við þurfum að hraða því.“ -Og fyrr en þetta er komið á hreint, þá verða engin ný göng boðin út? „Ég geti ekki séð það, nei,“ svarar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vegtollar Skipulag Alþingi Tengdar fréttir Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Samgönguáætlun er það verkfæri sem þingið hefur til að ráðstafa þeim fjármunum sem fara til framkvæmda á því sviði. En núna er fyrirséð að hún mun ekki birtast í þinginu þetta vorið. Hvorki þingmenn né viðkomandi þingnefnd fá því tækifæri til að fjalla um áætlunina að sinni. Frá vegagerð í Njarðvík eystra, norðan Borgarfjarðar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra áformar í staðinn að kynna hana í samráðsgátt stjórnvalda, hugsanlega í næstu viku. Hún verði síðan lögð fyrir Alþingi í haust. „Upphaflega stóð til að fá hana um áramót. Og það hefði verið mjög gott að fá hana til umfjöllunar í þinginu fyrr því þetta eru allt framkvæmdir sem er beðið eftir,“ segir Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2: Áætlunin hefur þó verið kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. „Ég held að almennt séð verði ekkert margir sáttir með plaggið. Það skortir smá á fjármögnunina. Við erum komin í innviðaskuld og því eru mörg verkefni sem bíða. Það er ekki hægt að uppfylla þau öll.“ Vilhjálmur telur að helstu útboð ættu ekki að tefjast. „Því við erum með gildandi samgönguáætlun. Það sem ég held að hafi kannski helst valdið töfum á útboðum er fjármögnun. Okkur hefur bara ekki tekist að fjármagna vegakerfið nógu vel. Það á eftir að innleiða nýja aðferð til þess að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur. Frá gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng.Vísir/Vilhelm Jarðgöng eru venjulega langstærstu framkvæmdir á samgönguáætlun og samkvæmt gildandi áætlun eiga Fjarðarheiðargöng að vera næst á dagskrá. En verður staðið við það? „Ég segi bæði að hvort sem það sé Fjarðarheiðargöng eða allar stórar framkvæmdir, auðvitað þurfa þær alltaf að vera í sífelldri endurskoðun þangað til að útboðið kemur. Af því að það bara á við allar fjárfestingar hjá öllum. Endanleg stefnumörkun mun ekki liggja fyrir fyrr en Alþingi hefur samþykkt næstu samgönguáætlun,“ svarar þingnefndarformaðurinn. Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður. VEGAGERÐIN/MANNVIT Útboði Fjarðarheiðarganga hefur ítrekað verið seinkað. -Vantar bara peninga í svona stórt verk? „Já, það er bara staðan. Okkur vantar fjármögnun. Ég tel að það sé tvennt sem tefji samgönguframkvæmdir á Íslandi í dag. Það eru skipulagsmál og fjármögnun.“ Það þurfi nýtt gjaldakerfi. „Við höfum bara verið alltof lengi í að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og að breyta um gjaldakerfi. Við þurfum að hraða því.“ -Og fyrr en þetta er komið á hreint, þá verða engin ný göng boðin út? „Ég geti ekki séð það, nei,“ svarar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vegtollar Skipulag Alþingi Tengdar fréttir Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12
Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02
Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20