„Þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 23:08 Kristrún í ræðustól í kvöld. skjáskot Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, segir ákall eftir aðgerðum standa upp úr að liðnum þingvetri. Flokkur hennar hafi reynt að stappa stálinu í ríkisstjórnina sem beri sig illa og tali eins og hún stýri engu. Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“ Alþingi Samfylkingin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“
Alþingi Samfylkingin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira