Andrúmsloftið í stofunni var þykkt af sorg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. júní 2023 23:44 Árni Johnsen, þingmaður, blaðamaður, tónlistarmaður og íþróttamaður, lést 6. júní 2023, 79 ára að aldri. Vísir/Vilhelm Það eru ekki mörg verkefni í blaðamennsku þannig vaxin að maður viti að þau muni sitja föst í minninu út lífið. Helgarviðtalið við Árna Johnsen í DV fyrir fimm árum er eitt af þeim verkefnum. Klukkan var langt gengin í ellefu á þriðjudagskvöldi, þann 24. apríl árið 2018, þegar Kristjón Kormákur Guðjónsson þáverandi ritstjóri DV hringir í mig og segir: „Við erum búin að fá helgarviðtal við Árna Johnsen. Getur þú farið til Vestmannaeyja klukkan 6 í fyrramálið?“ Vitaskuld sagði ég já. Hér var um að ræða eina af stærstu persónum í íslensku þjóðlífi undanfarna áratugi. Dáðan en jafn framt umdeildan mann. Mann sem hafði komið víða við og hefði frá nógu að segja. Ég vissi jafnt framt að þetta verkefni yrði ekkert auðvelt því þennan vetur hafði Árni misst bæði son sinn og stjúpson. Tíminn var líka af skornum skammti því að viðtalið þurfti að vera komið í prent á fimmtudeginum. Herjólfur siglir ekki Um morguninn héldum við Jóhanna Andrésdóttir ljósmyndari af stað austur til Landeyjahafnar. Ég kynni mér Árna og hans magnaða feril sem blaðamaður, stjórnmálamaður og ekki síst íþróttamaður á leiðinni og forma spurningarnar. Því viðtalið átti ekki aðeins að hvarfast um nýjustu viðburði í hans lífi heldur ferilinn allan. Þegar til Landeyjahafnar er komið fáum við hins vegar voveiflegar fréttir. Herjólfur liggur bilaður við Vestmannaeyjahöfn og óvíst hvenær eða hvort hann siglir í dag. Ég hringi í Kristjón sem fer strax í að reyna að redda leiguflugi til Eyja. En enginn flugmaður var laus með svo stuttum fyrirvara. Þá sé ég að dráttarbátur var að vesenast eitthvað í höfninni. Lóðsinn heitir hann. Um borð reynast vera belgískir verkfræðingar að gera dýpkunarmælingar. Ég spyr skipstjórann hvort hann væri nokkuð á leið til Eyja sem hann sagðist ætla að gera í hádeginu, þannig að við Jóhanna fáum að fljóta með. Þykkt af sorg Þegar út í Eyjar var komið kom Halldóra Filippusdóttir, eiginkona Árna, að sækja okkur. Hún keyrði með okkur að heimili þeirra Höfðabóli, skammt utan við byggðina í Heimaey. Það er voldugt timburhús en jafn framt heimilislegt. Höfðaból, heimili Árna og Halldóru í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm Þegar inn var komið blasti samstundis við manni gríðarleg saga. Krökkt var af myndum, styttum, beinum, módelum og ýmis konar gripum út um allt, svo þétt að varla sást í veggina. Andrúmsloftið í stofunni var hins vegar þykkt af sorg. Um veturinn hafði Haukur Clausen, sonur Halldóru, orðið bráðkvaddur aðeins 58 ára gamall. Um vorið lést Breki Johnsen, sonur þeirra beggja, eftir baráttu við fíknivandamál fertugur að aldri. Sjálfur hafði Árni átt við mikinn heilsubrest að stríða og það var auðsjáanlega dregið af honum þar sem hann sat í hægindastólnum í stofunni. „Ég er búinn að vera að slást svolítið í eitt ár en þetta er nú loksins að koma og ég verð bráðum alveg djöfullegur,“ sagði Árni brattur. Hann sagðist hafa verið mikið rúmliggjandi með lungnavandamál. Fór í aðgerð til þess að láta „múra“ lungun að innan. „Síðan er ég með áunna sykursýki. Það er sykurinn, pastað og kartöflurnar sem eru að trufla og ég þarf að passa hvað ég set ofan í mig,“ sagði hann. Undir skriðjökul Líkamlegu meinin voru þó augljóslega hjómið eitt miðað við sorgina sem fylgdi sonamissinum. „Já, veturinn er búinn að vera erfiður, svakalegur,“ sagði Árni. „Það er ekkert til sem er eins sárt og sorgarsársauki, ekkert. Þetta er það alversta sem ég hef lent í og hef ég lent í mörgu. Hitt er allt saman smámunir og hjóm, alveg sama hvað það hefur verið þungbært á hverjum tíma. Ég get líkt þessu við að vera hent undir skriðjökul. Þá verður maður að reyna að standa á fótunum.“ Árni lýsti sonunum á fallegan hátt. Árni hannaði marga skúlptúra.RAX Sagði hann Breka blíðan, góðan og viðkvæman. Hann tók flugpróf á breiðþotu með hæstu einkunn og var einn af aðalmarkaskorurunum hjá Val sem peyi. Myndlistarmaður, plötusnúður og snjóbrettamaður. „Hann var perla,“ sagði Árni. Haukur hafi verið flottur, sérvitur og farið sínar eigin leiðir. Tölvugrúskari mikill sem bjó til sína eigin veröld. „Hann var einfari. En yndislegur drengur,“ sagði hann. Árni sagði að tvennt hefði hjálpað mikið til að komast í gegnum þetta. Annars vegar að finna fyrir ótrúlegri umhyggju og vinarþeli frá hundruðum manna úr Eyjum og öllu Íslandi. Hins vegar var það trúin og aðstoð prestanna í Eyjum. „Fimm hundruð sjómenn hafa farist á síðustu hundrað árum við Vestmannaeyjar, það eru fimm á ári. Ég tel að þetta valdi meiri nálægð samfélagsins við það sem heitir trúarlíf. Hér er allt smátt og stutt í eilífðina. Ég segi alltaf að það smæsta sé næst guði,“ sagði Árni. Þannig var stríðið Bersýnilega tók það á Árna að ræða þessi mál og ekki hægt að dvelja of lengi við þau. Af nógu öðru var að taka. „Pabbi minn var Grikki,“ sagði Árni. Það er bandarískur hermaður af grískum ættum sem var á herstöðinni í Keflavík í seinna stríði. Poul C. Kanelas að nafni, fasteignasali frá Detroit. Árni sagðist aðeins einu sinni hafa hitt pabba sinn, um tíu árum áður, í Bandaríkjunum. Árni lýsti því sem skemmtilegri reynslu. „Ég er mjög líkur honum í útliti, það eru til ljósmyndir þar sem er ekki hægt að þekkja okkur í sundur,“ sagði Árni. Alltaf var stutt í gleðina þegar Árni var mættur á svæðið með gítarinn.RAX Móðir Árna Ingibjörg Á. Johnsen og Poul voru trúlofuð en vorið 1944, um það leyti sem Árni fæddist, var hann sendur til Normandí til að taka þátt í orrustunni sem fékk heitið D-dagurinn. Þar særðist hann og var sendur til Bandaríkjanna. „Einn daginn kom bréf inn um lúguna frá pabba sem amma tók upp. Í bréfinu sagðist pabbi ætla að koma til Íslands til að sækja mömmu og mig. En það var ekki hægt því mamma var að fara gifta sig viku síðar,“ sagði Árni um þessa örlagatíma. „Þannig var þetta bara, þannig var stríðið. Ef amma hefði ekki tekið upp bréfið væri ég sennilega forseti Bandaríkjanna í dag.“ 100 metrana á 11 sekúndum Árni ólst upp með stjúpföður sínum Bjarnhéðni Elíassyni skipstjóra og þremur hálfsystkinum. Hann seig í björg eins og peyjar gera og var ódæll að eigin sögn. Hann stundaði frjálsar íþróttir og einkum spretthlaup. Hundrað metrana hljóp hann á ellefu sekúndum sem er enn þá með bestu tímum Íslandssögunnar og var á þeim tíma mjög góður tími á heimsvísu. Árni Johnsen unni Grænlandi mikið.RAX „Það komu eitt sinn menn frá háskóla í Flórída og vildu bjóða mér frítt nám ef ég myndi hlaupa fyrir þá,“ sagði Árni. „En ég vildi heldur vera hérna hjá lundanum og gella. Ég var ekkert að pæla í einhverju stjörnulífi í íþróttum.“ Heldur fór hann í Kennaraskólann og lauk þar námi árið 1966. Hann fann sig þó ekki sem kennari heldur sem blaðamaður. Stoppið prentvélarnar Árin 1967 til 1991 starfaði Árni Johnsen sem blaðamaður og margir muna eftir honum sem slíkum. Ekki síst fyrir lífleg mannlífsviðtöl sem hann tók við Íslendinga, suma sérkennilega og alla merkilega. Árni starfaði á Morgunblaðinu og var um tíma fréttastjóri. Einnig starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, samfara blaðastörfunum. „Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina,“ sagði Árni. „Ég var mest í innlendum fréttum og karakterviðtölum. En ég sá einnig um slysafréttir og önnur stór mál þar sem þurfti að fara á vettvang.“ Vitaskuld vék samtalinu að gosinu í Heimaey árið 1973. Árni var á vakt og fékk að vita af gosinu þremur mínútum eftir að það hófst, klukkan tvö um nóttina, þegar móðir hans hringdi í hann. Árni tók upp tuttugu plötur og söng fyrir tugþúsundir á tónleikum.RAX Hringdi hann í Styrmi Gunnarsson ritstjóra og sagði honum að það þyrfti að stoppa blaðið. Það væri byrjað að gjósa og það þyrfti að setja nýja forsíðu á blaðið. „Eftir þetta samtal hringdi Styrmir í Björn Jóhannsson, fréttastjóra, og spurði hvort ég væri byrjaður að drekka,“ sagði Árni kíminn. Gísli á Uppsölum Það viðtal sem Árni var þekktastur fyrir á sínum blaðamennskuferli var við Gísla Oktavíus Gíslason á Uppsölum, þekktasta einsetumann landsins. Árni sagðist hafa heyrt af þessum manni í ferð sinni til Bíldudals árið 1977. Ekki væri þó vitað hvort hann væri enn á lífi. Árni bað Ómar Ragnarsson að fljúga með sig að Selárdalnum þar sem þeir fóru og hittu Gísla. Þá tók Árni viðtalið fræga og fjórum árum síðan fóru þeir aftur til hans, en þá með sjónvarpsvélarnar. „Gísli vildi fyrst ekki koma út úr húsinu en þá var hann spurður hvort hann vildi ekki koma og hitta blaðamanninn af Morgunblaðinu sem hafði heimsótt hann um árið,“ sagði Árni og hermdi svo eftir Gísla. „Ha? Jú, ég man eftir honum. Hann var svo skrítinn.“ Konan með klóna Tónlistina bar á góma í samtali okkar. Ekki annað hægt. En þrátt fyrir alla sína erfiðleika hafði Árni á þessum tíma nýlega gefið út ekki eina, ekki tvær heldur þrjár plötur. Árni lærði á gítar hjá Oddgeiri Kristjánssyni, tónskáldi úr Eyjum, og árið 1967 byrjaði hann að skemmta á þjóðlagakvöldum í Tónabæ. Fyrsta platan kom út árið 1971, Milli lands og Eyja. Eftir það komu tuttugu til viðbótar. Meðal annars ein sem hann vann með Nóbelskáldinu Halldóri Laxness. Árni Johnsen spilar fyrir skvísurnar.RAX Presley var hins vegar fyrirmyndin. „Ég átti engan séns í hann þannig að ég fór mína eigin leið,“ sagði Árni. Landsfrægur var gítarinn hans Árna með áföstu klónni sem hann spilaði á við Brekkusönginn frá árinu 1977. Árni sagði hins vegar að það hafi ekki verið sín hugmynd að festa klóna á. „Ég var að spila á kvöldvöku um páska í Hlíðarfjalli á Akureyri árið 1968. Um miðnætti kom til mín eldri kona frá Vestfjörðum og hengdi klóna á gítarinn hjá mér,“ sagði hann. „Síðan hefur hún verið þarna.“ Hápunkturinn á tónlistarferlinum sagði hann vera þegar mættu 20 þúsund manns á Þjóðhátíð. „Ein gítardrusla og fátækleg rödd fyrir framan þennan skara.“ Ekkert í flokknum Þekktastur varð Árni þó fyrir ferilinn í stjórnmálum, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1983 til 2013 með hléum. En um tíma sagði hann af sér þingmennsku vegna dóms sem hann hlaut fyrir misferli með reikninga. Árið 2018 hafði Árni blendnar tilfinningar gagnvart stjórnmálunum. Honum fannst eintómt „námskeiðs og skýrslufólk“ á Alþingi sem kæmi sjaldnast nokkru í verk. Hann fór inn í pólitíkina á sínum tíma til að vinna fyrir Vestmannaeyjar og var ekkert að fela það. „Mér fannst Eyjamenn fara svo illa út úr kerfinu. Þeim var ekki hjálpað eins og til stóð eftir gosið en það hefur verið þannig alla tíð,“ sagði Árni. „Við áttum að vinna fyrir öllu en fá ekkert í staðinn.“ Lengi sat Árni í fjárlaganefnd en varð aldrei ráðherra. Hann sagðist hafa verið frekur og komið ýmsu í gegn, til dæmis krabbameinsdeild, fjarkennslu og tilkynningarskyldu sjómanna. Samvinna við aðra þingmenn óháð flokkum hafi þó verið mikilvæg. Viðurkenndi hann að hafa gert mistök í athafnasemi sinni. Hann hafi líka reynt að leiðrétta þau, klára og gera upp. Á Grænlandi í þykkum feldi.RAX „Ég var eiginlega ekkert í flokknum,“ sagði hann um Sjálfstæðisflokkinn. „Mér hefur aldrei verið boðið að flytja ræðu í Valhöll, jafn vel þó ég hafi verið einn af helstu ræðumönnunum í Sjálfstæðisflokknum í mörg ár. Þetta er bara svona, maður passaði ekki alls staðar inn.“ Gestrisnin uppmáluð Eftir að hafa rætt við Árna í dágóða stund sýndi hann okkur listaverkin sín, skúlptúra fyrir utan húsið, keyrði svo með okkur og sagði frá Eyjunum sem hann unni svo mjög. Meðal annars húsinu Suðurgarði, nálægt Höfuðbóli, þar sem hann ólst upp. Ekkert bólaði á Herjólfi þannig að Halldóra bauð upp á brauðtertu. Hún var jafn ljúffeng og þau hjónin voru gestrisin og hlý þrátt fyrir alla erfiðleikana sem höfðu dunið á þeim. Viðtalið þurfti að skrifast og það sem fyrst þannig að Árni bauð mér að setjast inn í lítinn torfbæ sem kallast Húsið, við hliðina á Höfðabóli, og skrifa þar. Eftir tveggja tíma skriftir fékk ég þau skilaboð að Herjólfur myndi sigla um kvöldið. Við keyrum fram hjá Stafkirkjunni á Skansinum sem Árni lét byggja og síðan að Herjólfi þar sem við kvöddum Árna og Halldóru. Viðtalið um hið magnaða lífshlaup Árna kláraði ég svo að skrifa um borð í Herjólfi, í bílnum á leiðinni heim og heima við fram á nótt. Það var ekki hægt að stoppa þangað til það var klárað og tilbúið til prentunar. Vestmannaeyjar Sjálfstæðisflokkurinn Tónlist Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. 7. júní 2023 06:04 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Klukkan var langt gengin í ellefu á þriðjudagskvöldi, þann 24. apríl árið 2018, þegar Kristjón Kormákur Guðjónsson þáverandi ritstjóri DV hringir í mig og segir: „Við erum búin að fá helgarviðtal við Árna Johnsen. Getur þú farið til Vestmannaeyja klukkan 6 í fyrramálið?“ Vitaskuld sagði ég já. Hér var um að ræða eina af stærstu persónum í íslensku þjóðlífi undanfarna áratugi. Dáðan en jafn framt umdeildan mann. Mann sem hafði komið víða við og hefði frá nógu að segja. Ég vissi jafnt framt að þetta verkefni yrði ekkert auðvelt því þennan vetur hafði Árni misst bæði son sinn og stjúpson. Tíminn var líka af skornum skammti því að viðtalið þurfti að vera komið í prent á fimmtudeginum. Herjólfur siglir ekki Um morguninn héldum við Jóhanna Andrésdóttir ljósmyndari af stað austur til Landeyjahafnar. Ég kynni mér Árna og hans magnaða feril sem blaðamaður, stjórnmálamaður og ekki síst íþróttamaður á leiðinni og forma spurningarnar. Því viðtalið átti ekki aðeins að hvarfast um nýjustu viðburði í hans lífi heldur ferilinn allan. Þegar til Landeyjahafnar er komið fáum við hins vegar voveiflegar fréttir. Herjólfur liggur bilaður við Vestmannaeyjahöfn og óvíst hvenær eða hvort hann siglir í dag. Ég hringi í Kristjón sem fer strax í að reyna að redda leiguflugi til Eyja. En enginn flugmaður var laus með svo stuttum fyrirvara. Þá sé ég að dráttarbátur var að vesenast eitthvað í höfninni. Lóðsinn heitir hann. Um borð reynast vera belgískir verkfræðingar að gera dýpkunarmælingar. Ég spyr skipstjórann hvort hann væri nokkuð á leið til Eyja sem hann sagðist ætla að gera í hádeginu, þannig að við Jóhanna fáum að fljóta með. Þykkt af sorg Þegar út í Eyjar var komið kom Halldóra Filippusdóttir, eiginkona Árna, að sækja okkur. Hún keyrði með okkur að heimili þeirra Höfðabóli, skammt utan við byggðina í Heimaey. Það er voldugt timburhús en jafn framt heimilislegt. Höfðaból, heimili Árna og Halldóru í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm Þegar inn var komið blasti samstundis við manni gríðarleg saga. Krökkt var af myndum, styttum, beinum, módelum og ýmis konar gripum út um allt, svo þétt að varla sást í veggina. Andrúmsloftið í stofunni var hins vegar þykkt af sorg. Um veturinn hafði Haukur Clausen, sonur Halldóru, orðið bráðkvaddur aðeins 58 ára gamall. Um vorið lést Breki Johnsen, sonur þeirra beggja, eftir baráttu við fíknivandamál fertugur að aldri. Sjálfur hafði Árni átt við mikinn heilsubrest að stríða og það var auðsjáanlega dregið af honum þar sem hann sat í hægindastólnum í stofunni. „Ég er búinn að vera að slást svolítið í eitt ár en þetta er nú loksins að koma og ég verð bráðum alveg djöfullegur,“ sagði Árni brattur. Hann sagðist hafa verið mikið rúmliggjandi með lungnavandamál. Fór í aðgerð til þess að láta „múra“ lungun að innan. „Síðan er ég með áunna sykursýki. Það er sykurinn, pastað og kartöflurnar sem eru að trufla og ég þarf að passa hvað ég set ofan í mig,“ sagði hann. Undir skriðjökul Líkamlegu meinin voru þó augljóslega hjómið eitt miðað við sorgina sem fylgdi sonamissinum. „Já, veturinn er búinn að vera erfiður, svakalegur,“ sagði Árni. „Það er ekkert til sem er eins sárt og sorgarsársauki, ekkert. Þetta er það alversta sem ég hef lent í og hef ég lent í mörgu. Hitt er allt saman smámunir og hjóm, alveg sama hvað það hefur verið þungbært á hverjum tíma. Ég get líkt þessu við að vera hent undir skriðjökul. Þá verður maður að reyna að standa á fótunum.“ Árni lýsti sonunum á fallegan hátt. Árni hannaði marga skúlptúra.RAX Sagði hann Breka blíðan, góðan og viðkvæman. Hann tók flugpróf á breiðþotu með hæstu einkunn og var einn af aðalmarkaskorurunum hjá Val sem peyi. Myndlistarmaður, plötusnúður og snjóbrettamaður. „Hann var perla,“ sagði Árni. Haukur hafi verið flottur, sérvitur og farið sínar eigin leiðir. Tölvugrúskari mikill sem bjó til sína eigin veröld. „Hann var einfari. En yndislegur drengur,“ sagði hann. Árni sagði að tvennt hefði hjálpað mikið til að komast í gegnum þetta. Annars vegar að finna fyrir ótrúlegri umhyggju og vinarþeli frá hundruðum manna úr Eyjum og öllu Íslandi. Hins vegar var það trúin og aðstoð prestanna í Eyjum. „Fimm hundruð sjómenn hafa farist á síðustu hundrað árum við Vestmannaeyjar, það eru fimm á ári. Ég tel að þetta valdi meiri nálægð samfélagsins við það sem heitir trúarlíf. Hér er allt smátt og stutt í eilífðina. Ég segi alltaf að það smæsta sé næst guði,“ sagði Árni. Þannig var stríðið Bersýnilega tók það á Árna að ræða þessi mál og ekki hægt að dvelja of lengi við þau. Af nógu öðru var að taka. „Pabbi minn var Grikki,“ sagði Árni. Það er bandarískur hermaður af grískum ættum sem var á herstöðinni í Keflavík í seinna stríði. Poul C. Kanelas að nafni, fasteignasali frá Detroit. Árni sagðist aðeins einu sinni hafa hitt pabba sinn, um tíu árum áður, í Bandaríkjunum. Árni lýsti því sem skemmtilegri reynslu. „Ég er mjög líkur honum í útliti, það eru til ljósmyndir þar sem er ekki hægt að þekkja okkur í sundur,“ sagði Árni. Alltaf var stutt í gleðina þegar Árni var mættur á svæðið með gítarinn.RAX Móðir Árna Ingibjörg Á. Johnsen og Poul voru trúlofuð en vorið 1944, um það leyti sem Árni fæddist, var hann sendur til Normandí til að taka þátt í orrustunni sem fékk heitið D-dagurinn. Þar særðist hann og var sendur til Bandaríkjanna. „Einn daginn kom bréf inn um lúguna frá pabba sem amma tók upp. Í bréfinu sagðist pabbi ætla að koma til Íslands til að sækja mömmu og mig. En það var ekki hægt því mamma var að fara gifta sig viku síðar,“ sagði Árni um þessa örlagatíma. „Þannig var þetta bara, þannig var stríðið. Ef amma hefði ekki tekið upp bréfið væri ég sennilega forseti Bandaríkjanna í dag.“ 100 metrana á 11 sekúndum Árni ólst upp með stjúpföður sínum Bjarnhéðni Elíassyni skipstjóra og þremur hálfsystkinum. Hann seig í björg eins og peyjar gera og var ódæll að eigin sögn. Hann stundaði frjálsar íþróttir og einkum spretthlaup. Hundrað metrana hljóp hann á ellefu sekúndum sem er enn þá með bestu tímum Íslandssögunnar og var á þeim tíma mjög góður tími á heimsvísu. Árni Johnsen unni Grænlandi mikið.RAX „Það komu eitt sinn menn frá háskóla í Flórída og vildu bjóða mér frítt nám ef ég myndi hlaupa fyrir þá,“ sagði Árni. „En ég vildi heldur vera hérna hjá lundanum og gella. Ég var ekkert að pæla í einhverju stjörnulífi í íþróttum.“ Heldur fór hann í Kennaraskólann og lauk þar námi árið 1966. Hann fann sig þó ekki sem kennari heldur sem blaðamaður. Stoppið prentvélarnar Árin 1967 til 1991 starfaði Árni Johnsen sem blaðamaður og margir muna eftir honum sem slíkum. Ekki síst fyrir lífleg mannlífsviðtöl sem hann tók við Íslendinga, suma sérkennilega og alla merkilega. Árni starfaði á Morgunblaðinu og var um tíma fréttastjóri. Einnig starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, samfara blaðastörfunum. „Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina,“ sagði Árni. „Ég var mest í innlendum fréttum og karakterviðtölum. En ég sá einnig um slysafréttir og önnur stór mál þar sem þurfti að fara á vettvang.“ Vitaskuld vék samtalinu að gosinu í Heimaey árið 1973. Árni var á vakt og fékk að vita af gosinu þremur mínútum eftir að það hófst, klukkan tvö um nóttina, þegar móðir hans hringdi í hann. Árni tók upp tuttugu plötur og söng fyrir tugþúsundir á tónleikum.RAX Hringdi hann í Styrmi Gunnarsson ritstjóra og sagði honum að það þyrfti að stoppa blaðið. Það væri byrjað að gjósa og það þyrfti að setja nýja forsíðu á blaðið. „Eftir þetta samtal hringdi Styrmir í Björn Jóhannsson, fréttastjóra, og spurði hvort ég væri byrjaður að drekka,“ sagði Árni kíminn. Gísli á Uppsölum Það viðtal sem Árni var þekktastur fyrir á sínum blaðamennskuferli var við Gísla Oktavíus Gíslason á Uppsölum, þekktasta einsetumann landsins. Árni sagðist hafa heyrt af þessum manni í ferð sinni til Bíldudals árið 1977. Ekki væri þó vitað hvort hann væri enn á lífi. Árni bað Ómar Ragnarsson að fljúga með sig að Selárdalnum þar sem þeir fóru og hittu Gísla. Þá tók Árni viðtalið fræga og fjórum árum síðan fóru þeir aftur til hans, en þá með sjónvarpsvélarnar. „Gísli vildi fyrst ekki koma út úr húsinu en þá var hann spurður hvort hann vildi ekki koma og hitta blaðamanninn af Morgunblaðinu sem hafði heimsótt hann um árið,“ sagði Árni og hermdi svo eftir Gísla. „Ha? Jú, ég man eftir honum. Hann var svo skrítinn.“ Konan með klóna Tónlistina bar á góma í samtali okkar. Ekki annað hægt. En þrátt fyrir alla sína erfiðleika hafði Árni á þessum tíma nýlega gefið út ekki eina, ekki tvær heldur þrjár plötur. Árni lærði á gítar hjá Oddgeiri Kristjánssyni, tónskáldi úr Eyjum, og árið 1967 byrjaði hann að skemmta á þjóðlagakvöldum í Tónabæ. Fyrsta platan kom út árið 1971, Milli lands og Eyja. Eftir það komu tuttugu til viðbótar. Meðal annars ein sem hann vann með Nóbelskáldinu Halldóri Laxness. Árni Johnsen spilar fyrir skvísurnar.RAX Presley var hins vegar fyrirmyndin. „Ég átti engan séns í hann þannig að ég fór mína eigin leið,“ sagði Árni. Landsfrægur var gítarinn hans Árna með áföstu klónni sem hann spilaði á við Brekkusönginn frá árinu 1977. Árni sagði hins vegar að það hafi ekki verið sín hugmynd að festa klóna á. „Ég var að spila á kvöldvöku um páska í Hlíðarfjalli á Akureyri árið 1968. Um miðnætti kom til mín eldri kona frá Vestfjörðum og hengdi klóna á gítarinn hjá mér,“ sagði hann. „Síðan hefur hún verið þarna.“ Hápunkturinn á tónlistarferlinum sagði hann vera þegar mættu 20 þúsund manns á Þjóðhátíð. „Ein gítardrusla og fátækleg rödd fyrir framan þennan skara.“ Ekkert í flokknum Þekktastur varð Árni þó fyrir ferilinn í stjórnmálum, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1983 til 2013 með hléum. En um tíma sagði hann af sér þingmennsku vegna dóms sem hann hlaut fyrir misferli með reikninga. Árið 2018 hafði Árni blendnar tilfinningar gagnvart stjórnmálunum. Honum fannst eintómt „námskeiðs og skýrslufólk“ á Alþingi sem kæmi sjaldnast nokkru í verk. Hann fór inn í pólitíkina á sínum tíma til að vinna fyrir Vestmannaeyjar og var ekkert að fela það. „Mér fannst Eyjamenn fara svo illa út úr kerfinu. Þeim var ekki hjálpað eins og til stóð eftir gosið en það hefur verið þannig alla tíð,“ sagði Árni. „Við áttum að vinna fyrir öllu en fá ekkert í staðinn.“ Lengi sat Árni í fjárlaganefnd en varð aldrei ráðherra. Hann sagðist hafa verið frekur og komið ýmsu í gegn, til dæmis krabbameinsdeild, fjarkennslu og tilkynningarskyldu sjómanna. Samvinna við aðra þingmenn óháð flokkum hafi þó verið mikilvæg. Viðurkenndi hann að hafa gert mistök í athafnasemi sinni. Hann hafi líka reynt að leiðrétta þau, klára og gera upp. Á Grænlandi í þykkum feldi.RAX „Ég var eiginlega ekkert í flokknum,“ sagði hann um Sjálfstæðisflokkinn. „Mér hefur aldrei verið boðið að flytja ræðu í Valhöll, jafn vel þó ég hafi verið einn af helstu ræðumönnunum í Sjálfstæðisflokknum í mörg ár. Þetta er bara svona, maður passaði ekki alls staðar inn.“ Gestrisnin uppmáluð Eftir að hafa rætt við Árna í dágóða stund sýndi hann okkur listaverkin sín, skúlptúra fyrir utan húsið, keyrði svo með okkur og sagði frá Eyjunum sem hann unni svo mjög. Meðal annars húsinu Suðurgarði, nálægt Höfuðbóli, þar sem hann ólst upp. Ekkert bólaði á Herjólfi þannig að Halldóra bauð upp á brauðtertu. Hún var jafn ljúffeng og þau hjónin voru gestrisin og hlý þrátt fyrir alla erfiðleikana sem höfðu dunið á þeim. Viðtalið þurfti að skrifast og það sem fyrst þannig að Árni bauð mér að setjast inn í lítinn torfbæ sem kallast Húsið, við hliðina á Höfðabóli, og skrifa þar. Eftir tveggja tíma skriftir fékk ég þau skilaboð að Herjólfur myndi sigla um kvöldið. Við keyrum fram hjá Stafkirkjunni á Skansinum sem Árni lét byggja og síðan að Herjólfi þar sem við kvöddum Árna og Halldóru. Viðtalið um hið magnaða lífshlaup Árna kláraði ég svo að skrifa um borð í Herjólfi, í bílnum á leiðinni heim og heima við fram á nótt. Það var ekki hægt að stoppa þangað til það var klárað og tilbúið til prentunar.
Vestmannaeyjar Sjálfstæðisflokkurinn Tónlist Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. 7. júní 2023 06:04 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. 7. júní 2023 06:04