Clapton er guð Kristinn Theódórsson skrifar 8. júní 2023 10:31 Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun