Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 22:17 Till Lindemann hefur misst útgáfusamning sinn við bókaútgáfuna KiWi vegna metoo mála. Getty Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“ Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Bókaútgefandinn Kiepenheuer & Witsch, eða KiWi, sem gaf út ljóðabækur eftir Till Lindemann í áraraðir hefur slitið samningi við listamanninn. Ástæðan eru þær sögur um byrlun og tælingu sem birst hafa um hann undanfarið, meðal annars á tónleikum og í partíum Rammstein. „Frá okkar sjónarhóli hefur Till Lindemann farið yfir leyfileg mörk í samskiptum sínum við konur. Þess vegna höfum við ákveðið að slíta samstundis samstarfi okkar við Till Lindemann, þar sem samband okkar hefur rofnað með óafturkræfum hætti,“ segir í yfirlýsingu KiWi sem birtist á vef þýska ríkissjónvarpsins Deutsche Welle. Þá segir að útgáfunni hafi borist upplýsingar um „klámmyndband“ með Lindemann þar sem hann vegsami ofbeldi gegn konum og þar sem sést í bókina In Still Night sem KiWi gaf út. Útgáfan hafi ekki gefið neitt leyfi fyrir slíkri notkun á bókinni. Gróft kynferðislegt efni hefur í nokkur skipti sést í myndböndum hljómsveita Lindemann. Svo sem við Rammstein lagið Pussy og NSFW Lindemann lögin Fish On, Knebel og Platz Eins. Fékk tekíla hjá Lindemann Eins og Vísir greindi frá fyrir rúmri viku síðan steig írsk kona að nafni Shelby Lynn fram og lýsti byrlun á tónleikum Rammstein í Litháen. Hafi Lindemann skenkt henni og fleiri stúlkum, sem voru sérvaldar til að koma í eftirpartí, tekíla og eftir það hafi hún orðið mjög rugluð í höfðinu. Var hún teymd að litlu svæði undir sviðinu á miðjum tónleikum þar sem Lindemann á að hafa komið og heimtað kynlíf. Þegar það gekk ekki eftir fór hann burt en hún kastaði upp í heilan sólarhring og vaknaði með marbletti. Tugir stíga fram Í kjölfarið af sögu Lynn hafa tugir kvenna stigið fram og lýst kerfisbundinni tælingu af hálfu Lindemann og starfsliðs hans. Hefur meðal annars verið greint frá þessu í dagblaðinu Suddeutsche Zeitung. Lýsa þær hvernig þær voru valdar fyrir tónleika og beðnar um að senda af sér ljósmyndir. Sumar voru ljósmyndaðar á tónleikunum sjálfum af starfsliði Rammstein. Voru þær svo beðnar um að klæðast á ákveðinn hátt og sitja í sérstakri röð á milli áhorfenda og sviðsins á tónleikunum. En Lynn hafði einmitt lýst nákvæmlega því sama í sinni sögu sem hún birti á Reddit síðu hljómsveitarinnar. Einni konu var beinlínis sagt að hún fengi aðeins að koma í eftirpartí með sveitinni ef hún myndi stunda kynlíf með Lindemann. Öryggi fyrir framan og aftan svið Í yfirlýsingu hafnaði hljómsveitin Rammstein sögu Lynn eftir að hún birtist og sagði að þetta gæti ekki passað við „þeirra umhverfi.“ Það sama hefur nú verið gert eftir að hinar sögurnar birtust. Rammstein birtu yfirlýsinguna á samfélagsmiðlum. Þar segja þeir mikilvægt að aðdáendur séu öruggi á tónleikum sveitarinnar. „Umfjöllun síðustu daga hefur valdið titringi og vakið upp spurningar hjá almenningi og sér í lagi aðdáendum okkar. Ásakanirnar hafa slegið okkur og við tökum þær alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni. „Til okkar aðdáenda viljum við segja: Það er okkur mikilvægt að ykkur líði vel og teljið ykkur vera örugg á tónleikum hjá okkur, bæði fyrir framan og aftan sviðið. Við fordæmum allt ofbeldi og biðjum ykkur að sýna þeim sem hafa komið fram með ásakanirnar fulla virðingu. Þau hafa rétt á að segja frá sinni hlið. En við, hljómsveitin, höfum líka rétt til að vera ekki dæmd fyrir fram.“
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira