Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 08:07 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að hugað verði að því hvaða tækifæri séu til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira