Reyndi að drepa vinnufélaga og stórslasaði annan með klaufhamri Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 16:09 Þessir byggingaverkamenn tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Nazari Hafizullah hefur verið dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að tveimur vinnufélögum sínum á vinnusvæði við hús á Seltjarnarnesi. Landsréttur þyngdi dóm mannsins um tvö ár. Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Í kjölfarið var gefin út ákæra á hendur Nazari Hafizullah í tveimur liðum. Fyrst var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Í nóvember síðastliðnum var Hafizullah dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, auk þess til að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Þyngdi dóminn umtalsvert Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar og krafðist þess að sakfelling Hafizullah yrði staðfest og að refsing hans yrði þyngd. Hann krafðist hins vegar sýknu af ákæru um tilraun til manndráps og að háttsemi hans yrði heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás. Landréttur sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps gagnvart öðrum vinnufélaganum með vísan til þess að hending ein hafi ráðið því að lífshættulega áverka leiddi ekki af atlögunni og að Hafizullah hafi ekki getað dulist að mannbani gæti hlotist af verknaðinum en hann látið sér það í léttu rúmi liggja. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás geng hinum vinnufélaganum. Sagðist bara hafa ætlað að lemja vinnufélagana Fyrir Landsrétti var Hafizullah meðal annars spurður um hljóð- og myndupptöku úr búkmyndavél lögreglu af vettvangi í umrætt sinn, en í hinum áfrýjaða dómi kemur fram að hann hafi í kjölfar handtöku og eftir að gætt hafði verið réttarfarsákvæða, viðhaft eftirfarandi ummæli: „This guy want to kill me, I want to kill him.“ Hafizullah kvaðst ekki hafa séð þessa upptöku og neitaði því að hafa sagst hafa ætlað að drepa mennina. Í ljósi framburðar ákærða var upptakan spiluð við aðalmeðferðina en á henni má heyra hann viðhafa ummælin sem að framan greinir. Nánar spurður um þetta kvaðst hann ekki hafa meint það sem hann sagði. Hann tók fram að hann hefði ætlað að lemja brotaþola en ekki drepa þá Ekki talið unnt að líta til refsilækkunarákvæðis Í niðurstöðum Landsréttar segir að litið hafi verið til þess hvort ákvæði almennra hegningarlaga, sem heimilar refsilækkun fyrir tilraunabrot. Ákvæðið hljóðar svo: „Fyrir tilraun til brots má dæma lægri refsingu en mælt er um fullframin brot. Skal það einkum gert, þegar af tilrauninni má ráða, að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má, að sé um menn, sem fullfremja slík brot.“ Í dómi Landsréttar segir að vísan til þess sem rakið hafði verið um verknað Hafizullah og huglæga afstöðu hans á verknaðarstundu sé ekki unnt að hafa hliðsjón af ákvæðinu við ákvörðun refsingar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms um ákvörðun refsingar var Hafizullah dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar. Þá var ákvörðun héraðsdóms um 2,1 milljóna króna skaðabætur til handa annars vinnufélagans staðfestur og skaðabætur hins hækkaðar upp í 800 þúsund krónur. Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að þríhöfuðkúpubrjóta vinnufélaga sinn Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps 17. júní síðastliðinn, með því að hafa slegið tvo vinnufélaga sína með hamri. Annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. 15. september 2022 15:47 Tveir fluttir á slysadeild eftir að byggingaverkamönnum sinnaðist Tveimur byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi sinnaðist á ellefta tímanum í morgun með þeim afleiðingum að tveir voru fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn. 17. júní 2022 11:30 Verkamaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald Verkamaður sem réðst á vinnufélaga sinn á sautjánda júní og veittist að honum með haka og klaufhamri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 19. júní 2022 16:39 Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. 22. nóvember 2022 17:37 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Hinn 17. júní síðastliðinn voru tveir fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn úr hópi byggingarverkamanna sem voru við vinnu við hús á Seltjarnarnesi. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en aðrir vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Í kjölfarið var gefin út ákæra á hendur Nazari Hafizullah í tveimur liðum. Fyrst var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa komið aftan að samstarfsfélaga sínum, sem sat fyrir utan húsið sem var í byggingu, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk. Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við árásina og hlaut þar að auki eymsl á brjóstkassa, mar og bólgur víðsvegar á líkamanum og brot hægra megin á rifbeinum. Í öðrum ákærulið var maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum vinnufélaga og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Í nóvember síðastliðnum var Hafizullah dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, auk þess til að greiða brotaþolunum tveimur skaðabætur, öðrum þeirra 2,1 milljón og hinum 400 þúsund krónur. Þyngdi dóminn umtalsvert Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar og krafðist þess að sakfelling Hafizullah yrði staðfest og að refsing hans yrði þyngd. Hann krafðist hins vegar sýknu af ákæru um tilraun til manndráps og að háttsemi hans yrði heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás. Landréttur sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps gagnvart öðrum vinnufélaganum með vísan til þess að hending ein hafi ráðið því að lífshættulega áverka leiddi ekki af atlögunni og að Hafizullah hafi ekki getað dulist að mannbani gæti hlotist af verknaðinum en hann látið sér það í léttu rúmi liggja. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás geng hinum vinnufélaganum. Sagðist bara hafa ætlað að lemja vinnufélagana Fyrir Landsrétti var Hafizullah meðal annars spurður um hljóð- og myndupptöku úr búkmyndavél lögreglu af vettvangi í umrætt sinn, en í hinum áfrýjaða dómi kemur fram að hann hafi í kjölfar handtöku og eftir að gætt hafði verið réttarfarsákvæða, viðhaft eftirfarandi ummæli: „This guy want to kill me, I want to kill him.“ Hafizullah kvaðst ekki hafa séð þessa upptöku og neitaði því að hafa sagst hafa ætlað að drepa mennina. Í ljósi framburðar ákærða var upptakan spiluð við aðalmeðferðina en á henni má heyra hann viðhafa ummælin sem að framan greinir. Nánar spurður um þetta kvaðst hann ekki hafa meint það sem hann sagði. Hann tók fram að hann hefði ætlað að lemja brotaþola en ekki drepa þá Ekki talið unnt að líta til refsilækkunarákvæðis Í niðurstöðum Landsréttar segir að litið hafi verið til þess hvort ákvæði almennra hegningarlaga, sem heimilar refsilækkun fyrir tilraunabrot. Ákvæðið hljóðar svo: „Fyrir tilraun til brots má dæma lægri refsingu en mælt er um fullframin brot. Skal það einkum gert, þegar af tilrauninni má ráða, að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má, að sé um menn, sem fullfremja slík brot.“ Í dómi Landsréttar segir að vísan til þess sem rakið hafði verið um verknað Hafizullah og huglæga afstöðu hans á verknaðarstundu sé ekki unnt að hafa hliðsjón af ákvæðinu við ákvörðun refsingar. Með vísan til þess og forsenda héraðsdóms um ákvörðun refsingar var Hafizullah dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar. Þá var ákvörðun héraðsdóms um 2,1 milljóna króna skaðabætur til handa annars vinnufélagans staðfestur og skaðabætur hins hækkaðar upp í 800 þúsund krónur. Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að þríhöfuðkúpubrjóta vinnufélaga sinn Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps 17. júní síðastliðinn, með því að hafa slegið tvo vinnufélaga sína með hamri. Annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. 15. september 2022 15:47 Tveir fluttir á slysadeild eftir að byggingaverkamönnum sinnaðist Tveimur byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi sinnaðist á ellefta tímanum í morgun með þeim afleiðingum að tveir voru fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn. 17. júní 2022 11:30 Verkamaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald Verkamaður sem réðst á vinnufélaga sinn á sautjánda júní og veittist að honum með haka og klaufhamri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 19. júní 2022 16:39 Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. 22. nóvember 2022 17:37 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að þríhöfuðkúpubrjóta vinnufélaga sinn Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps 17. júní síðastliðinn, með því að hafa slegið tvo vinnufélaga sína með hamri. Annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. 15. september 2022 15:47
Tveir fluttir á slysadeild eftir að byggingaverkamönnum sinnaðist Tveimur byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi sinnaðist á ellefta tímanum í morgun með þeim afleiðingum að tveir voru fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn. 17. júní 2022 11:30
Verkamaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald Verkamaður sem réðst á vinnufélaga sinn á sautjánda júní og veittist að honum með haka og klaufhamri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 19. júní 2022 16:39
Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. 22. nóvember 2022 17:37