Rússneski sendiherrann verði farinn fyrir mánaðamót Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2023 19:21 Dagar Mikahil Noskov í embætti sendiherra Rússlands á Íslandi eru taldir. Grafík/Hjalti Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti starfsemi sendiráðs í Moskvu þegar samskipti og viðskipti Íslands og Rússlands væru nánast engin og ætlar því að loka sendiráðinu. Það væri einnig hugsað í samhengi við alþjóðlegar aðgerðir til að einangra Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Samkvæmt þessari ákvörðun utanríkisráðherra verða Rússar að draga úr umsvifum sínum hér í sendiráðinu um 70 prósent fyrir næstu mánaðamót. Íslendingar ætla síðan að loka sendiráðinu í Moskvu fyrir 1. ágúst. Þá krefst utanríkisráðherra þess að rússneska sendiráðinu verði ekki stýrt af sendiherra. Hvorki af Mikahil Noskov núverandi sendiherra né öðrum. Eftir verði aðeins örfáir diplómatar og starfsmenn en í dag eru starfsmenn sendiráðsins um tuttugu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti sendiráði í Moskvu.Stöð 2/Sigurjón „Við teljum einfaldlega eðlilegt með tilliti til þeirrar gagnkvæmni sem almennt á við í diplomatískum samskiptum, að ef við erum með enga starfsemi, leggjum hana niður að minnsta kosti tímabundið, sé eðlilegt að gera kröfu um að sendiráðinu hér sé ekki stýrt af sendiherra. Það leiðir af sér að hann fari aftur heim,“ segir Þórdís Kolbrún. Noskov sendiherra var ansi borubrattur daginn sem Rússar hófu ólöglega innrás sína í Úkraínu hinn 24. febrúar í fyrra. Mikhaíl V. Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi með mynd af leiðtoga sínum á bakvið sig.Stöð 2/Arnar „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna," sagði sendiherrann þegar hann skýrði ástæður hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar eins og Rússar kalla innrásina. Eftir innrásina hefur sendiherrann ítrekað gagnrýnt íslensk stjórnvöld harðlega, trúr stefnu Valdimirs Putin forseta. Hann hefur verið kallaður í utanríkisráðuneytið nokkrum sinnum vegna þess. „Við höfum auðvitað tekið ákvörðun í góðum hópi annarra ríkja um að einangra Rússa einis og kostur er á meðan háttsemi þeirra er inni í Úkraínu,“ segir utanríkisráðherra. I thank @ThordisKolbrun for Iceland’s decision to suspend operations of its embassy in Moscow and request Russia to limit the operations of its embassy in Reykjavík. Russia must see that barbarism leads to complete isolation. I encourage other states to follow Iceland’s example.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 9, 2023 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var fljótur að þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir þessa ákvörðun á Twitter í dag. „Rússar yrðu að sjá að villimennska leiddi til einangrunar,“ sagði Kuleba og hvatti aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslendinga. Utanríkisráðherra segir að þetta þýði hins vegar ekki að stjórnmálasambandi ríkjanna hafi verið slitið. „Við alla vega lítum til þess hvaða forsendur almennt eru fyrir því að starfrækja sendiráð. Sem eru þessi pólitísku tengsl, vilji til að viðhalda þeim jafnvel auka þau. Byggja á þeim og svo framvegis. Viðskipti á milli landa og menningarleg tengsl. Ekkert af þessu á einfaldlega við eins og staðan er núna," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sendiráð á Íslandi Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50 Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Samkvæmt þessari ákvörðun utanríkisráðherra verða Rússar að draga úr umsvifum sínum hér í sendiráðinu um 70 prósent fyrir næstu mánaðamót. Íslendingar ætla síðan að loka sendiráðinu í Moskvu fyrir 1. ágúst. Þá krefst utanríkisráðherra þess að rússneska sendiráðinu verði ekki stýrt af sendiherra. Hvorki af Mikahil Noskov núverandi sendiherra né öðrum. Eftir verði aðeins örfáir diplómatar og starfsmenn en í dag eru starfsmenn sendiráðsins um tuttugu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti sendiráði í Moskvu.Stöð 2/Sigurjón „Við teljum einfaldlega eðlilegt með tilliti til þeirrar gagnkvæmni sem almennt á við í diplomatískum samskiptum, að ef við erum með enga starfsemi, leggjum hana niður að minnsta kosti tímabundið, sé eðlilegt að gera kröfu um að sendiráðinu hér sé ekki stýrt af sendiherra. Það leiðir af sér að hann fari aftur heim,“ segir Þórdís Kolbrún. Noskov sendiherra var ansi borubrattur daginn sem Rússar hófu ólöglega innrás sína í Úkraínu hinn 24. febrúar í fyrra. Mikhaíl V. Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi með mynd af leiðtoga sínum á bakvið sig.Stöð 2/Arnar „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna," sagði sendiherrann þegar hann skýrði ástæður hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar eins og Rússar kalla innrásina. Eftir innrásina hefur sendiherrann ítrekað gagnrýnt íslensk stjórnvöld harðlega, trúr stefnu Valdimirs Putin forseta. Hann hefur verið kallaður í utanríkisráðuneytið nokkrum sinnum vegna þess. „Við höfum auðvitað tekið ákvörðun í góðum hópi annarra ríkja um að einangra Rússa einis og kostur er á meðan háttsemi þeirra er inni í Úkraínu,“ segir utanríkisráðherra. I thank @ThordisKolbrun for Iceland’s decision to suspend operations of its embassy in Moscow and request Russia to limit the operations of its embassy in Reykjavík. Russia must see that barbarism leads to complete isolation. I encourage other states to follow Iceland’s example.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 9, 2023 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var fljótur að þakka Þórdísi Kolbrúnu fyrir þessa ákvörðun á Twitter í dag. „Rússar yrðu að sjá að villimennska leiddi til einangrunar,“ sagði Kuleba og hvatti aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslendinga. Utanríkisráðherra segir að þetta þýði hins vegar ekki að stjórnmálasambandi ríkjanna hafi verið slitið. „Við alla vega lítum til þess hvaða forsendur almennt eru fyrir því að starfrækja sendiráð. Sem eru þessi pólitísku tengsl, vilji til að viðhalda þeim jafnvel auka þau. Byggja á þeim og svo framvegis. Viðskipti á milli landa og menningarleg tengsl. Ekkert af þessu á einfaldlega við eins og staðan er núna," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sendiráð á Íslandi Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50 Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50
Forsendur gjörbreyttar og tengslin nánast engin „Staðreyndin er bara sú að forsendur fyrir því að reka starfsemi í Moskvu eru gjörbreyttar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sem hefur ákveðið að leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Starfsemi rússneska sendiráðisins hér verður takmörkuð og sendiherrann fer heim. 9. júní 2023 13:16
Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. 9. júní 2023 11:12