Fréttir

Maður handtekinn vegna hótana

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í nótt. Vísir/Vilhelm

Maður var vistaður í fangageymslu lögreglunnar í nótt vegna hótana. Talið er að hann hafi verið vopnaður.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en málið er skráð á Lögreglustöð 1 sem sinnir útköllum í austurbæ, vesturbæ, miðborg og Seltjarnarnesi. Fram kemur að málið sé í rannsókn en ekkert vopn fannst hjá manninum.

Þá var einnig tilkynnt um fjórar líkamsárásir í nótt. Fram kemur að öll málin séu í rannsókn.

Á lögreglustöð 4, sem sinnir útköllum í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var tilkynnt um líkamsárás. Fram kemur að málið sé einnig rannsakað sem heimilisofbeldi.

Á lögreglustöð 2, sem sinnir útköllum í Hafnarfirði og Garðabæ, var jafnframt tilkynnt um heimilisofbeldismál. Fram kemur að málið sé í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×