Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 19:46 Verður Sancho ekki lengur Rauðu djöfull næsta vetur? Matthew Ashton/Getty Images Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira