Innlent

Þrír hand­teknir af sér­sveit í morguns­árið

Árni Sæberg skrifar
Sérsveitarmenn aðstoðuðu við handtökur þriggja manna.
Sérsveitarmenn aðstoðuðu við handtökur þriggja manna. Vísir/Vilhelm

Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir daginn.

Þar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra þegar þrír menn voru handteknir og þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins. Hinn stungni hafi verið fluttur til aðhlynningar á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×