Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 09:01 Evrópumeistarinn Jack Grealish. Marc Atkins/Getty Images Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. Manchester City varð á laugardag Evrópumeistari í fyrsta sinn. Með sigrinum varð liðið einnig aðeins annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna, það er Englands-, bikar- og Evrópumeistari. Eðlilega hafa margir leikmenn liðsins átt frábært ár og þá verður ekki nóg skrifað um þjálfara þess Pep Guardiola. Þá má einnig skrifa eitthvað um ákærurnar 115 sem hanga yfir félaginu eins og grátt rigningarský en það sem undirritaður vill ræða er hinn 27 ára gamli Jack Grealish. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Man City sumarið 2021 frá uppeldisfélagi sínu Aston Villa. Þar var hann kóngur í ríki sínu og fékk að gera nánast það sem hann vildi. Lengi vel virtist sem leikstíll Man City sem og 100 milljón punda verðmiðinn væri að halda Grealish niðri en hann átti verulega erfitt uppdráttar eftir að hafa fært sig um set til Manchester. Grealish hefur hins vegar verið frábær í ár og er mikilvægur hlekkur í mögnuðu liði Man City þó svo að margir leikmenn skili betri tölum þegar kemur að mörkum og stoðsendingum. Alls spilaði Grealish 50 leiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 11 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að gefa aðeins eina stoðsendingu í Meistaradeildinni þá skapaði hann samt sem áður flest færi á leiktíðinni. 35 - @JackGrealish created 35 chances in the Champions League in 2022-23, 12 more than any other player, and the most since Du an Tadi in 2018-19 (37):35 - Grealish23 - Zielinski22 - De Bruyne, Tonali20 - Bernardo, Di Lorenzo, KimmichGucci. pic.twitter.com/9VJ85oATHI— OptaJoe (@OptaJoe) June 11, 2023 „Þetta er það sem maður vinnur að allt sitt líf. Ég er svo hamingjusamur,“ sagði tárvotur Grealish eftir sigurinn gegn Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann viðurkenndi svo að hann hefði ekki átt sinn besta dag. „Ég var svo „dauður“ í dag, ég var skelfilegur. Mér er samt í hreinskilni sagt alveg sama. Að vinna þrennuna, með þessum hóp leikmanna og starfsliði, er einstakt.“ The @ChampionsLeague! The Treble! The stuff I couldn t even dream of! Wow pic.twitter.com/BnmVN1yLJU— Jack Grealish (@JackGrealish) June 10, 2023 „Allir sem þekkja mig vita hversu mikill fjölskyldumaður ég er, hversu mikið ég elska fótbolta og hversu mikið ég hef lagt á mig allt mitt líf. Maður hugsar til fólksins sem hefur hjálpað manni þangað sem maður er kominn. Bara að sjá fjölskylduna mína í stúkunni gerir mig meyran.“ Að lokum hrósaði hann Pep Guardiola, þjálfara liðsins. „Hann er snillingur. Ég þakkaði honum einfaldlega fyrir eftir leik. Hann kom mér hingað, hann keypti mig á allan þennan pening.“ This moment between Jack Grealish and Pep Guardiola #NoFilter #UCLfinal pic.twitter.com/HsUBvAirZd— Football on BT Sport (@btsportfootball) June 11, 2023 Grealish var meyr eftir leik og hefur verið mjúkur síðan. Þó undirritaður ætli ekki að fara dásama neyslu áfengis þá er gaman að sjá leikmenn fagna árangri sem þessum vel og innilega. Eins og staðan er í dag er ætlast til að íþróttamenn á hæsta getustigi séu vélmenni, menn spila að því virðast á þriggja daga fresti allan ársins hring, sýni engar tilfinningar og hafi sér eins og dýrlingar frá morgni til kvölds. Nú, þegar ekki eru liðnir tveir sólarhringar síðan leik lauk, þegar hafa myndbönd birst á samfélagsmiðlum af Grealish að fagna vel og innilega. Hvort hann hafi fagnað titlinum án þess að fara í sturtu verður ósagt látið en sá orðrómur fékk byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum eftir að myndbandið hér að neðan fór á flug. Jack Grealish partying in full kit at 6 AM pic.twitter.com/IAyQOhF4lC— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2023 Vængmaðurinn komst einnig í fréttirnar eftir að Man City varð Englandsmeistari vorið 2022 þegar hann hélt ræðu en kom varla út úr sér orði. Höfðu margir sérfræðingar orð á því að það virtist sem Grealish væri að missa sig í gleðinni og mögulega myndi hann ekki höndla frægðina sem fylgdi því að vera Englandsmeistari. Ef eitthvað er virtist Grealish stíga upp eftir að verða Englandsmeistari. Hann er hinn fullkomni vængmaður fyrir þann fótbolta sem Guardiola spilar í dag. Leikmaðurinn er tilbúinn að fórna eigin velgengni fyrir liðið og uppskar eftir því. Hey @JackGrealish, what s the name of that song? Catchy melody @SkySports #UCLfinal #MCFC pic.twitter.com/PYoHdo8Epd— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 11, 2023 Stóra spurningin nú er náttúrulega hvernig Grealish höndlar það að vera Evrópumeistari. Mögulega biður hann Guardiola um það sem Dwight Yorke bað Sir Alex Ferguson um eftir að Manchester United vann þrennuna vorið 1999: Ársfrí til að fagna. Það sem gerir Grealish jafn mennskan og raun ber vitni er ekki eingöngu sú staðreynd að hann virðist njóta þess að vinna titla sem og að fagna þeim. Það er hvernig hann kemur fram við annað fólk og þá sérstaklega yngri aðdáendur sína. Grealish er hrósað mikið fyrir að gefa sér alltaf tíma fyrir aðdáendur sína, eitthvað sem íþróttamenn í dag eiga það til að gleyma. Aftur, undirritaður tekur fram að hér er ekki markmiðið að dásama áfengisneyslu. Að því sögðu er eitthvað fallegt við að sjá íþróttamann á hæsta stigi njóta eigin velgengni jafn mikið og Grealish gerir á sama tíma og hann virðist með hjartað á réttum stað þegar kemur að stuðningsfólki og aðdáendum sínum. Undirritaður er blaðamaður og harður stuðningsmaður Manchester United. Jack Grealish er engum líkur.EPA-EFE/PETER POWELL Fótbolti Enski boltinn Utan vallar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Manchester City varð á laugardag Evrópumeistari í fyrsta sinn. Með sigrinum varð liðið einnig aðeins annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna, það er Englands-, bikar- og Evrópumeistari. Eðlilega hafa margir leikmenn liðsins átt frábært ár og þá verður ekki nóg skrifað um þjálfara þess Pep Guardiola. Þá má einnig skrifa eitthvað um ákærurnar 115 sem hanga yfir félaginu eins og grátt rigningarský en það sem undirritaður vill ræða er hinn 27 ára gamli Jack Grealish. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Man City sumarið 2021 frá uppeldisfélagi sínu Aston Villa. Þar var hann kóngur í ríki sínu og fékk að gera nánast það sem hann vildi. Lengi vel virtist sem leikstíll Man City sem og 100 milljón punda verðmiðinn væri að halda Grealish niðri en hann átti verulega erfitt uppdráttar eftir að hafa fært sig um set til Manchester. Grealish hefur hins vegar verið frábær í ár og er mikilvægur hlekkur í mögnuðu liði Man City þó svo að margir leikmenn skili betri tölum þegar kemur að mörkum og stoðsendingum. Alls spilaði Grealish 50 leiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 11 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að gefa aðeins eina stoðsendingu í Meistaradeildinni þá skapaði hann samt sem áður flest færi á leiktíðinni. 35 - @JackGrealish created 35 chances in the Champions League in 2022-23, 12 more than any other player, and the most since Du an Tadi in 2018-19 (37):35 - Grealish23 - Zielinski22 - De Bruyne, Tonali20 - Bernardo, Di Lorenzo, KimmichGucci. pic.twitter.com/9VJ85oATHI— OptaJoe (@OptaJoe) June 11, 2023 „Þetta er það sem maður vinnur að allt sitt líf. Ég er svo hamingjusamur,“ sagði tárvotur Grealish eftir sigurinn gegn Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann viðurkenndi svo að hann hefði ekki átt sinn besta dag. „Ég var svo „dauður“ í dag, ég var skelfilegur. Mér er samt í hreinskilni sagt alveg sama. Að vinna þrennuna, með þessum hóp leikmanna og starfsliði, er einstakt.“ The @ChampionsLeague! The Treble! The stuff I couldn t even dream of! Wow pic.twitter.com/BnmVN1yLJU— Jack Grealish (@JackGrealish) June 10, 2023 „Allir sem þekkja mig vita hversu mikill fjölskyldumaður ég er, hversu mikið ég elska fótbolta og hversu mikið ég hef lagt á mig allt mitt líf. Maður hugsar til fólksins sem hefur hjálpað manni þangað sem maður er kominn. Bara að sjá fjölskylduna mína í stúkunni gerir mig meyran.“ Að lokum hrósaði hann Pep Guardiola, þjálfara liðsins. „Hann er snillingur. Ég þakkaði honum einfaldlega fyrir eftir leik. Hann kom mér hingað, hann keypti mig á allan þennan pening.“ This moment between Jack Grealish and Pep Guardiola #NoFilter #UCLfinal pic.twitter.com/HsUBvAirZd— Football on BT Sport (@btsportfootball) June 11, 2023 Grealish var meyr eftir leik og hefur verið mjúkur síðan. Þó undirritaður ætli ekki að fara dásama neyslu áfengis þá er gaman að sjá leikmenn fagna árangri sem þessum vel og innilega. Eins og staðan er í dag er ætlast til að íþróttamenn á hæsta getustigi séu vélmenni, menn spila að því virðast á þriggja daga fresti allan ársins hring, sýni engar tilfinningar og hafi sér eins og dýrlingar frá morgni til kvölds. Nú, þegar ekki eru liðnir tveir sólarhringar síðan leik lauk, þegar hafa myndbönd birst á samfélagsmiðlum af Grealish að fagna vel og innilega. Hvort hann hafi fagnað titlinum án þess að fara í sturtu verður ósagt látið en sá orðrómur fékk byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum eftir að myndbandið hér að neðan fór á flug. Jack Grealish partying in full kit at 6 AM pic.twitter.com/IAyQOhF4lC— ESPN FC (@ESPNFC) June 11, 2023 Vængmaðurinn komst einnig í fréttirnar eftir að Man City varð Englandsmeistari vorið 2022 þegar hann hélt ræðu en kom varla út úr sér orði. Höfðu margir sérfræðingar orð á því að það virtist sem Grealish væri að missa sig í gleðinni og mögulega myndi hann ekki höndla frægðina sem fylgdi því að vera Englandsmeistari. Ef eitthvað er virtist Grealish stíga upp eftir að verða Englandsmeistari. Hann er hinn fullkomni vængmaður fyrir þann fótbolta sem Guardiola spilar í dag. Leikmaðurinn er tilbúinn að fórna eigin velgengni fyrir liðið og uppskar eftir því. Hey @JackGrealish, what s the name of that song? Catchy melody @SkySports #UCLfinal #MCFC pic.twitter.com/PYoHdo8Epd— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 11, 2023 Stóra spurningin nú er náttúrulega hvernig Grealish höndlar það að vera Evrópumeistari. Mögulega biður hann Guardiola um það sem Dwight Yorke bað Sir Alex Ferguson um eftir að Manchester United vann þrennuna vorið 1999: Ársfrí til að fagna. Það sem gerir Grealish jafn mennskan og raun ber vitni er ekki eingöngu sú staðreynd að hann virðist njóta þess að vinna titla sem og að fagna þeim. Það er hvernig hann kemur fram við annað fólk og þá sérstaklega yngri aðdáendur sína. Grealish er hrósað mikið fyrir að gefa sér alltaf tíma fyrir aðdáendur sína, eitthvað sem íþróttamenn í dag eiga það til að gleyma. Aftur, undirritaður tekur fram að hér er ekki markmiðið að dásama áfengisneyslu. Að því sögðu er eitthvað fallegt við að sjá íþróttamann á hæsta stigi njóta eigin velgengni jafn mikið og Grealish gerir á sama tíma og hann virðist með hjartað á réttum stað þegar kemur að stuðningsfólki og aðdáendum sínum. Undirritaður er blaðamaður og harður stuðningsmaður Manchester United. Jack Grealish er engum líkur.EPA-EFE/PETER POWELL
Fótbolti Enski boltinn Utan vallar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira