Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Kjartan Kjartansson og Árni Sæberg skrifa 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi, einn áhrifamesti maður í sögu Ítalíu, hefur kvatt þennan heim. Franco Origlia/Getty Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. Berlusconi var þaulsetnasti forsætisráðherra í sögu Ítalíu en hneykslis- og sakamál voru aldrei langt undan. Fólk ýmist elskaði hann eða hataði en ekki verður deilt um áhrif hans á ítölsk stjórnmál og fjölmiðla. Viðbúið er að hann skilji eftir sig tómarúm á stjórnmálasviðinu og innan viðskiptaveldisins sem óljóst er hvernig verður fyllt. Söngvarinn sem gerðist fasteigna- og fjölmiðlamógúll Fyrstu skref Berlusconi í viðskiptum voru í byggingariðnaði í nágrenni Mílanó þegar hann var á þrítugsaldri. Áður vann hann fyrir sér sem söngvari á skemmtiferðaskipum. Fjölmiðlarekstur var hins vegar það sem gerði Berlusconi að auðugasta og áhrifamesta manni Ítalíu. Hann beitti klækjum til þess að komast í kringum einokun ríkissjónvarpsins RAI á sjónvarpsmarkaði á 8. og 9. áratug síðustu aldar með því að láta net svæðisbundinna, og að nafninu til ótengdra, stöðva sýna sömu dagskrá. Efnistök og framsetning á sjónvarpsstöðvum Berlusconi voru glyskenndari og meira í ætt við bandarískt skemmtiefni en Ítalir höfðu átt að venjast til þessa. Hagnaðist á eigin lögum Fjöldi stjórnmálaleiðtoga náðist í net saksóknara í umfangsmikilli spillingarrannsókn á 10. áratugnum. Berlusconi nýtti sér lýðhylli sína sem eigandi vinsælustu fjölmiðla landsins til þess að fylla upp í það tómarúm með stofnun Áfram Ítalíu (ít. Forza Italia) árið 1994. Frá fundi G7 ríkjanna árið 1994. Frá vinstri til hægri: Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, Helmut Kohl, Þýskalandskanslari, Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, Berlusconi og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Franco Origlia/Getty Gagnrýnendur Berlusconi töldu markmiðið þó frekar að koma honum sjálfum undan löngum armi laganna en umhyggja fyrir ítölsku þjóðinni. Þrálátur orðrómur var á sínum tíma um að Berlusconi hefði haft tengsl við mafíuna þegar hann var fyrst og fremst fasteignakóngur. Berlusconi gaf stjórnmálunum sömu andlitslyftinguna og fjölmiðlunum. Ítölsk stjórnmál þóttu stirð og leiðinleg en Berlusconi gerði þau að sýningu með fjöldafundum og aukinni áherslu á persónu leiðtogans sjálfs. Það bar árangur og hann varð forsætisráðherra eftir þingkosningar árið 1994. Stjórn hans lifði þó aðeins í ár. Hann komst aftur á valdastól árið 2001, dyggilega studdur fjölmiðlaveldi sínu í kosningabaráttunni. Sú stjórn lifði í fimm ár, sú langlífasti í sögu landsins. Síðasta ríkisstjórn Berlusconi sat frá 2008 til 2011 en féll í skugga efnahagsþrenginga í evrukreppunni og persónulegra hneykslismála forsætisráðherrans. Þrátt fyrir að Berlusconi héldi því statt og stöðugt fram að hann bæri hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti höfðu lög sem stjórn hans lét setja tilhneigingu til þess að koma honum persónulega og viðskiptaveldi hans til góða. Sum lögin virkuðu hreinlega klæðskerasniðin að hagsmunum forsætisráðherrans eins og þau sem leyfðu kjörnum fulltrúum að eiga fjölmiðlafyrirtæki en ekki reka þau. Komst undan fjölda saksókna Þegar kom að saksókn fyrir brot af ýmsu tagi reyndist Berlusconi háll sem áll. Hann var sóttur til saka 35 sinnum en aðeins einu sinni stóð sakfelling yfir honum. Það var í skattsvikamáli sem tengdist fjölmiðlaveldinu sem þá hét Mediaset. Vegna aldurs fékk Berlusconi að gegna samfélagsþjónustu í staðinn fyrir að afplána fangelsisdóm á árunum 2014 til 2015. Honum var þó bannað að gegna kjörnu embætti til ársins 2018. Tíu sinnum var Berlusconi sýknaður, þar af tvisvar vegna þess að ríkisstjórn hans breytti lögum þannig að meint brot hans töldust ekki lengur glæpur. Í tíu skipti til viðbótar tókst lögmönnum Berlusconi að draga málin svo á langin að brotin voru fyrnd áður en til dóms kom. Sjálfur hélt Berlusconi því oft fram að málin gegn sér væru runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga. Blygðunarlaus glaumgosi Berlusconi var blygðunarlaus glaumgosi. Hann kvæntist tvisvar og átti fimm börn en eftir og samhliða því átti hann fjölda „kærasta“ sem voru oft mörgum áratugum yngri en hann. Þegar hann hýsti vini og þjóðarleiðtoga á sveitasetrum sínum voru stundum fáklæddar konur þeim til félagsskapar. „Ég elska lífið! Ég elska konur!“ sagði Berlusconi árið 2010. Hann virtist þó ekki bera mikla virðingu fyrir konum eins og ummæli hans um að Angela Merkel, þáverandi Þýskalandskanslari, væri „spikrass“ sem ekki væri hægt að sofa hjá báru merki um. Berlusconi og Merkel á góðri stund í Berlín árið 2011, sennilega áður en hann kallaði hana spikrass.Sean Gallup/Getty Árið 2010 hætti lauslæti Berlusconi að vera einhvers konar kátlegt fóður í fyrirsagnir slúðurblaða og varð að hneykslis- og sakamáli. Þá var hann sakaður um að greiða Karimu El Mahrough, sautján ára gömlum næturklúbbsdansara, fyrir kynlíf. Mahrough var þekkt í ítölskum fjölmiðlum undir sviðsnafni sínu, Ruby „hjartaknúsari“. Eftir að málið Ruby-málið kom upp voru orðin „bunga bunga“ á allra vörum. Það voru veislur þar sem ungar konur fækkuðu fötum fyrir Berlusconi og aldraða vini hans. Bunga bunga var vísun í rasískan og hómófóbískan brandara sem Berlusconi var gjarn á að segja fólki, hvort sem það hafði heyrt hann áður eða ekki. Berlusconi var ákærður og sakfelldur fyrir að sækjast eftir vændi frá ólögráða barni en var síðar sýknaður þar sem dómstóll taldi ekki sannað að hann hefði vitað að Mahrough væri sautján ára. Þau neituðu bæði að hafa sængað saman. Upplýst var að Berlusconi hefði reynt að misnota vald sitt með því að ljúga að lögreglustjóra að Mahrough væri frænka þáverandi forseta Egyptalands eftir að hún var handtekin fyrir þjófnað í Mílanó. Berlusconi var nýlega sýknaður af ákæru um að hafa áhrif á framburð vitna í sakamálinu. Elsta dóttirin talin mögulegur arftaki Eignir Fininvest, eignarhaldsfélags Berlusconi, voru metnar á 4,9 milljarða evra við árslok 2021, jafnvirði meira en 735 milljarða íslenskra króna. Félagið á stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, útgáfufélag, banka og knattspyrnuliðið Monza. Við andlátið átti Berlusconi um 61 prósent hlut í Fininvest. Fimm börn hans eiga samtals um 29 prósent hlut. Ekki liggur fyrir hver tekur við Fininvest. Berlusconi hafði ekkert sagt opinberlega um hver yrði arftaki sinn. Reuters-fréttastofan segir að búist sé við að Marina, elsta dóttir Berlusconi, eigi eftir að leika lykilhlutverk. Marina, sem er 57 ára gömul, og Pier Silvio bróðir hennar hafa bæði tekið þátt í rekstri fyrirtækja Berlusconi undanfarin ár. Hún er nú þegar stjórnarformaður Fininvest og stýrir útgáfufélaginu Mondadori. Pier Silvio hefur á sama tíma annast sjónvarpsstöðvarnar sem eru taldar krúnudjásn fjölskyldunnar. Yngri börn Berlusconi sem hann átti með seinni konu sinni hafa ekki fengið stór hlutverk í viðskiptaveldi hans. Þau eru á fertugsaldri. Fólk náið fölskyldunni hefur lýst fjölskylduföðurnum sem „líminu“ sem hélt fjölskyldunni saman og því eru uppi spurningar um það hvort að börnunum takist að halda fjölskyldufyrirtækinu og -auðæfunum saman. Áfram Ítalía gæti liðið undir lok og aukið völd Meloni Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, er hluti af samsteypustjórn Giorgiu Meloni forsætisráðherra. Þó að Berlusconi sjálfur hafi ekki átt sæti í ríkisstjórn er talið að fráhvarf hans hleypi óvissu í ítölsk stjórnmál. Meloni og Berlusconi kynntu samsteypustjórn sína í október síðasta árs.Antonio Masiello/Getty Meloni sagðist í dag minnast Berlusconi sem „bardagamanns“ fyrst og fremst. „Hann var maður sem var aldrei hræddur við að verja skoðanir sínar. Það var einmitt það hugrekki og sú áræðni sem gerði hann að einum áhrifamesta manni í sögu Ítalíu,“ sagði Meloni. Stjórnmálarýnendur á Ítalíu hafa sagt andlát Berlusconi munu hafa mikil áhrif á Áfram Ítalíu og sumir hafa gengið svo langt að segja tilvist flokksins í hættu. „Áfram Ítalía gæti dáið með Berlusconi, það verður erfitt að fá leiðtoga í hans stað, þetta er einveldi sem líður undir lok með konunginum,“ hefur Reuters eftir Giuliano Cazzola, fyrrverandi þingmanni sem sat á þingi með Berlusconi. Þá er talið að Bræðralag Ítalíu, flokkur Meloni forsætisráðherra, gæti grætt aukinn stuðning á þinginu og í samsteypustjórninni ef þingmenn Áfram Ítalíu ákveða að færa sig lengra til hægri á pólitíska litrófinu. Ítalía Andlát Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Berlusconi var þaulsetnasti forsætisráðherra í sögu Ítalíu en hneykslis- og sakamál voru aldrei langt undan. Fólk ýmist elskaði hann eða hataði en ekki verður deilt um áhrif hans á ítölsk stjórnmál og fjölmiðla. Viðbúið er að hann skilji eftir sig tómarúm á stjórnmálasviðinu og innan viðskiptaveldisins sem óljóst er hvernig verður fyllt. Söngvarinn sem gerðist fasteigna- og fjölmiðlamógúll Fyrstu skref Berlusconi í viðskiptum voru í byggingariðnaði í nágrenni Mílanó þegar hann var á þrítugsaldri. Áður vann hann fyrir sér sem söngvari á skemmtiferðaskipum. Fjölmiðlarekstur var hins vegar það sem gerði Berlusconi að auðugasta og áhrifamesta manni Ítalíu. Hann beitti klækjum til þess að komast í kringum einokun ríkissjónvarpsins RAI á sjónvarpsmarkaði á 8. og 9. áratug síðustu aldar með því að láta net svæðisbundinna, og að nafninu til ótengdra, stöðva sýna sömu dagskrá. Efnistök og framsetning á sjónvarpsstöðvum Berlusconi voru glyskenndari og meira í ætt við bandarískt skemmtiefni en Ítalir höfðu átt að venjast til þessa. Hagnaðist á eigin lögum Fjöldi stjórnmálaleiðtoga náðist í net saksóknara í umfangsmikilli spillingarrannsókn á 10. áratugnum. Berlusconi nýtti sér lýðhylli sína sem eigandi vinsælustu fjölmiðla landsins til þess að fylla upp í það tómarúm með stofnun Áfram Ítalíu (ít. Forza Italia) árið 1994. Frá fundi G7 ríkjanna árið 1994. Frá vinstri til hægri: Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, Helmut Kohl, Þýskalandskanslari, Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, Berlusconi og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Franco Origlia/Getty Gagnrýnendur Berlusconi töldu markmiðið þó frekar að koma honum sjálfum undan löngum armi laganna en umhyggja fyrir ítölsku þjóðinni. Þrálátur orðrómur var á sínum tíma um að Berlusconi hefði haft tengsl við mafíuna þegar hann var fyrst og fremst fasteignakóngur. Berlusconi gaf stjórnmálunum sömu andlitslyftinguna og fjölmiðlunum. Ítölsk stjórnmál þóttu stirð og leiðinleg en Berlusconi gerði þau að sýningu með fjöldafundum og aukinni áherslu á persónu leiðtogans sjálfs. Það bar árangur og hann varð forsætisráðherra eftir þingkosningar árið 1994. Stjórn hans lifði þó aðeins í ár. Hann komst aftur á valdastól árið 2001, dyggilega studdur fjölmiðlaveldi sínu í kosningabaráttunni. Sú stjórn lifði í fimm ár, sú langlífasti í sögu landsins. Síðasta ríkisstjórn Berlusconi sat frá 2008 til 2011 en féll í skugga efnahagsþrenginga í evrukreppunni og persónulegra hneykslismála forsætisráðherrans. Þrátt fyrir að Berlusconi héldi því statt og stöðugt fram að hann bæri hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti höfðu lög sem stjórn hans lét setja tilhneigingu til þess að koma honum persónulega og viðskiptaveldi hans til góða. Sum lögin virkuðu hreinlega klæðskerasniðin að hagsmunum forsætisráðherrans eins og þau sem leyfðu kjörnum fulltrúum að eiga fjölmiðlafyrirtæki en ekki reka þau. Komst undan fjölda saksókna Þegar kom að saksókn fyrir brot af ýmsu tagi reyndist Berlusconi háll sem áll. Hann var sóttur til saka 35 sinnum en aðeins einu sinni stóð sakfelling yfir honum. Það var í skattsvikamáli sem tengdist fjölmiðlaveldinu sem þá hét Mediaset. Vegna aldurs fékk Berlusconi að gegna samfélagsþjónustu í staðinn fyrir að afplána fangelsisdóm á árunum 2014 til 2015. Honum var þó bannað að gegna kjörnu embætti til ársins 2018. Tíu sinnum var Berlusconi sýknaður, þar af tvisvar vegna þess að ríkisstjórn hans breytti lögum þannig að meint brot hans töldust ekki lengur glæpur. Í tíu skipti til viðbótar tókst lögmönnum Berlusconi að draga málin svo á langin að brotin voru fyrnd áður en til dóms kom. Sjálfur hélt Berlusconi því oft fram að málin gegn sér væru runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga. Blygðunarlaus glaumgosi Berlusconi var blygðunarlaus glaumgosi. Hann kvæntist tvisvar og átti fimm börn en eftir og samhliða því átti hann fjölda „kærasta“ sem voru oft mörgum áratugum yngri en hann. Þegar hann hýsti vini og þjóðarleiðtoga á sveitasetrum sínum voru stundum fáklæddar konur þeim til félagsskapar. „Ég elska lífið! Ég elska konur!“ sagði Berlusconi árið 2010. Hann virtist þó ekki bera mikla virðingu fyrir konum eins og ummæli hans um að Angela Merkel, þáverandi Þýskalandskanslari, væri „spikrass“ sem ekki væri hægt að sofa hjá báru merki um. Berlusconi og Merkel á góðri stund í Berlín árið 2011, sennilega áður en hann kallaði hana spikrass.Sean Gallup/Getty Árið 2010 hætti lauslæti Berlusconi að vera einhvers konar kátlegt fóður í fyrirsagnir slúðurblaða og varð að hneykslis- og sakamáli. Þá var hann sakaður um að greiða Karimu El Mahrough, sautján ára gömlum næturklúbbsdansara, fyrir kynlíf. Mahrough var þekkt í ítölskum fjölmiðlum undir sviðsnafni sínu, Ruby „hjartaknúsari“. Eftir að málið Ruby-málið kom upp voru orðin „bunga bunga“ á allra vörum. Það voru veislur þar sem ungar konur fækkuðu fötum fyrir Berlusconi og aldraða vini hans. Bunga bunga var vísun í rasískan og hómófóbískan brandara sem Berlusconi var gjarn á að segja fólki, hvort sem það hafði heyrt hann áður eða ekki. Berlusconi var ákærður og sakfelldur fyrir að sækjast eftir vændi frá ólögráða barni en var síðar sýknaður þar sem dómstóll taldi ekki sannað að hann hefði vitað að Mahrough væri sautján ára. Þau neituðu bæði að hafa sængað saman. Upplýst var að Berlusconi hefði reynt að misnota vald sitt með því að ljúga að lögreglustjóra að Mahrough væri frænka þáverandi forseta Egyptalands eftir að hún var handtekin fyrir þjófnað í Mílanó. Berlusconi var nýlega sýknaður af ákæru um að hafa áhrif á framburð vitna í sakamálinu. Elsta dóttirin talin mögulegur arftaki Eignir Fininvest, eignarhaldsfélags Berlusconi, voru metnar á 4,9 milljarða evra við árslok 2021, jafnvirði meira en 735 milljarða íslenskra króna. Félagið á stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, útgáfufélag, banka og knattspyrnuliðið Monza. Við andlátið átti Berlusconi um 61 prósent hlut í Fininvest. Fimm börn hans eiga samtals um 29 prósent hlut. Ekki liggur fyrir hver tekur við Fininvest. Berlusconi hafði ekkert sagt opinberlega um hver yrði arftaki sinn. Reuters-fréttastofan segir að búist sé við að Marina, elsta dóttir Berlusconi, eigi eftir að leika lykilhlutverk. Marina, sem er 57 ára gömul, og Pier Silvio bróðir hennar hafa bæði tekið þátt í rekstri fyrirtækja Berlusconi undanfarin ár. Hún er nú þegar stjórnarformaður Fininvest og stýrir útgáfufélaginu Mondadori. Pier Silvio hefur á sama tíma annast sjónvarpsstöðvarnar sem eru taldar krúnudjásn fjölskyldunnar. Yngri börn Berlusconi sem hann átti með seinni konu sinni hafa ekki fengið stór hlutverk í viðskiptaveldi hans. Þau eru á fertugsaldri. Fólk náið fölskyldunni hefur lýst fjölskylduföðurnum sem „líminu“ sem hélt fjölskyldunni saman og því eru uppi spurningar um það hvort að börnunum takist að halda fjölskyldufyrirtækinu og -auðæfunum saman. Áfram Ítalía gæti liðið undir lok og aukið völd Meloni Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, er hluti af samsteypustjórn Giorgiu Meloni forsætisráðherra. Þó að Berlusconi sjálfur hafi ekki átt sæti í ríkisstjórn er talið að fráhvarf hans hleypi óvissu í ítölsk stjórnmál. Meloni og Berlusconi kynntu samsteypustjórn sína í október síðasta árs.Antonio Masiello/Getty Meloni sagðist í dag minnast Berlusconi sem „bardagamanns“ fyrst og fremst. „Hann var maður sem var aldrei hræddur við að verja skoðanir sínar. Það var einmitt það hugrekki og sú áræðni sem gerði hann að einum áhrifamesta manni í sögu Ítalíu,“ sagði Meloni. Stjórnmálarýnendur á Ítalíu hafa sagt andlát Berlusconi munu hafa mikil áhrif á Áfram Ítalíu og sumir hafa gengið svo langt að segja tilvist flokksins í hættu. „Áfram Ítalía gæti dáið með Berlusconi, það verður erfitt að fá leiðtoga í hans stað, þetta er einveldi sem líður undir lok með konunginum,“ hefur Reuters eftir Giuliano Cazzola, fyrrverandi þingmanni sem sat á þingi með Berlusconi. Þá er talið að Bræðralag Ítalíu, flokkur Meloni forsætisráðherra, gæti grætt aukinn stuðning á þinginu og í samsteypustjórninni ef þingmenn Áfram Ítalíu ákveða að færa sig lengra til hægri á pólitíska litrófinu.
Ítalía Andlát Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira