Öryggisvörður tæklaði vin sigurvegarans á Opna kanadíska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2023 14:01 vísir/getty Mikið gekk á eftir að Nick Taylor vann Opna kanadíska meistaramótið í golfi í gær. Vinur hans fékk fyrir ferðina. Taylor tryggði sér sigur á Opna kanadíska með því að setja niður 22 metra pútt á fjórðu holu í bráðabana. Hann varð þar með fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Opna kanadíska í 69 ár. Eftir að Taylor tryggði sér sigurinn hljóp maður inn á flötina með kampavínsflösku. Öryggisvörður var snöggur til að tæklaði manninn niður og minntu aðfarirnar mest á leik í NFL. Adam Hadwin got SMOKED by security trying to celebrate with Nick Taylor. Canada has lost contain. pic.twitter.com/nAeTiZOpGv— TJ Eckert (@TJEckertKTUL) June 11, 2023 Sá sem hljóp inn á flötina var reyndar enginn brjálaður aðdáandi heldur vinur Taylors, Adam Hadwin. Það sem meira er, þá er Hadwin kylfingur og keppti á Opna kanadíska og endaði í 12. sæti. Hadwin varð þó ekki meint af en hefur eflaust brugðið þegar öryggisvörðurinn skellti honum í grasið. Hann hafði þó húmor fyrir atvikinu og birti mynd af því á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Put it in the Louvre! pic.twitter.com/ucQUqRhsM1— adam hadwin (@ahadwingolf) June 12, 2023 Golf Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Taylor tryggði sér sigur á Opna kanadíska með því að setja niður 22 metra pútt á fjórðu holu í bráðabana. Hann varð þar með fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Opna kanadíska í 69 ár. Eftir að Taylor tryggði sér sigurinn hljóp maður inn á flötina með kampavínsflösku. Öryggisvörður var snöggur til að tæklaði manninn niður og minntu aðfarirnar mest á leik í NFL. Adam Hadwin got SMOKED by security trying to celebrate with Nick Taylor. Canada has lost contain. pic.twitter.com/nAeTiZOpGv— TJ Eckert (@TJEckertKTUL) June 11, 2023 Sá sem hljóp inn á flötina var reyndar enginn brjálaður aðdáandi heldur vinur Taylors, Adam Hadwin. Það sem meira er, þá er Hadwin kylfingur og keppti á Opna kanadíska og endaði í 12. sæti. Hadwin varð þó ekki meint af en hefur eflaust brugðið þegar öryggisvörðurinn skellti honum í grasið. Hann hafði þó húmor fyrir atvikinu og birti mynd af því á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Put it in the Louvre! pic.twitter.com/ucQUqRhsM1— adam hadwin (@ahadwingolf) June 12, 2023
Golf Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira