Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. júní 2023 12:30 Stefnt var að því að starfshópur ríkis og sveitarfélaga myndi skila af sér niðurstöðum varðandi fjármagnsveitingar í málaflokki fatlaðara í apríl. Enn bólar ekkert á svörum. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira