Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2023 11:49 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að mörg handtök þurfi til að koma hýsunum í gagnið. Vísir/Arnar/Vilhelm Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent