Innræti og manndómur íslenzkra ráðherra og alþingismanna Ole Anton Bieltvedt skrifar 12. júní 2023 13:01 Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir. Umræðan og afstaðan til hvalveiða Allir, sem sjá vilja, vita full vel, að veiðar á langreyðum, næst stærstu tegund spendýra á jörðu, háþróuðum dýrum, sem byggja upp fjölskyldu- og vinabönd, kenna hverju öðru, leika sér og vinna saman, gleðjast og hryggjast, eins og við, mennirnir og önnur spendýr, byggja að verulegu leyti á heiftarlegu dýraníði, enda skip, tækni og drápsbúnaður frá miðri síðustu öld. Lífið er murkað úr blessuðum dýrunum, sprengiskutlum jafnvel skotið í þau aftur og aftur, meðan skutlar, sem sitja þá þegar í dýrinu, rífa innyfli þess líffæri og hold, jafnvel klukkustundunum saman. Það, sem hér gerist, verður að líkja við miskunnarleysi miðalda, grimmd og hrottaskap, allir sjá það, nema blindir séu, enda veiðir engin önnur þjóð, þeirra rúmlega 200 þjóða, sem jörðina byggja, langreyði, nema við, aumir Íslendingar. Ráðamenn, líka, Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, halda því fram, að Norðmenn stundi sömu veiðar með sama hætti. Þetta eru ósannindi eða þekkingarleysi. Norðmenn stunda einvörðungu veiðar á hrefnum, sem eru margfalt minni dýr en langreyðar, og, sem mest má drepa örugglega með einu skoti. Við þessi ósköp bætist svo það, að þessar veiðar hafa engum hagnaði skilað, árum eða áratugum saman. Enginn efnahagslegur tilgangur með þeim! Skoðanakönnun Heimildarinnar meðal ráðherra og Alþingismanna Þann 26. maí sl. birti Heimilidin skoðanakönnun, sem hún hafði gert meðal ráðherra og Alþingismanna, þar sem menn voru beðnir um afstöðu til hvalveiða. Það liggur auðvitað fyrir, að allt þetta fólk veit full vel, að framangreind lýsing mín á eðli hvalveiða, er rétt. Spurningin um afstöðu snýst því um, hvort mannúð, væntumþykja við dýr, náttúru og lífríki og sæmilega hátt siðferði ráði för, eða þjónkun við Kristján Loftsson og þá klíku útgerðarmanna og íhaldsseggja, sem hann styðja, eigi að ráða. Heimildin spurði 12 ráðherra. Aðeins 2 þeirra svöruðu: Svandís Svavarsdóttir sagði: „Það, að dýr þjáist klukkustundunum saman við aflífun, er óforsvaranlegt“. Þetta er auðvitað hárrétt, en hjá Svandísi eru þetta því miður bara orðin tóm. Hún er fagráðherra á sviði sjávarútvegs, og hefði, ein og sér, getað stöðvað veiðar með einu pennastriki. Gerir samt ekkert. Froðusnakk. Katrín Jakobsdóttir, sem þóttist vera mikill og einarður andvígismaður hvaladráps áður en hún varð forsætisráðherra, sagð þetta: Persónulega tel ég ekki sjálfgefið, að þessar veiðar haldi áfram“. Einkar máttlaust og lélegt svar, engin afstaða, aðeins aumingjalegt gaspur, konu, sem þóttist vera dýravinur og umhverfissinni, en brást, þegar á reyndi. Svei. 10 ráðherrar virðast ekki hafa svarað. Svarleysi verður þó að telja svar í sjálfu sér: Samþykki og stuðningur við veiðar. Þórdís Kolbrún var reyndar búin að lýsa fullum stuðningi við hvalveiðar - „Það segir okkur enginn fyrir verkum með þessi mál, ekki heldur ferðamenn“ -, góður skammtur af monti og þjóðernisrembingi það, því Íslendingar eiga ekki langreyðarnar, frekar en 20-30 aðrar þjóðir, sem búa við Atlantsála, en þeir eru, frá norðri til suðurs, heimkynni langreyða og annarra hvala. Þegar dýpra er litið, eiga þessu háþróuðu dýr sig svo líka sjálf; hafa rétt á sjálfstæðu, náttúrulegu eigin lífi. Langreyðaveiðar eru því engan veginn eitthvert sérstakt íslenzkt mál, heldur mál allra strandþjóða Atlantshafs, og eru Íslendingar því hér með ofbeldi og yfirgangi að murka líftóruna úr dýrum, þvert á vilja allra hinna þjóðanna. Það ekki nema von, að Þórdís Kolbrún vilji ekki láta segja sér fyrir verkum. Allir hinir ráðherrarnir 9 styðja því og styrkja hvalveiðar, eða hafa ekki kjark eða manndóm í sér til að segja annað: Áslaug Arna, Ásmundur Einar, Bjarni Bendiktsson, Guðlaugur Þór, Guðmundur Ingi, Jón Gunnarsson, Lilja Alfreðsdóttir, Sigurður Ingi og Willum Þór. Fyrir mér má skömm þeirra vera mikil! Innri maður og afstaða einstakra þingmanna Af óbreyttum þingmönnum lýstu þessir sig stuðningsmenn áframhaldandi og óbreyttra hvalveiða: Ágúst Bjarni Garðarsson, Bergþór Ólafsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Teitur Björn Einarsson. 6. Það, sem einkum vekur sérstaka undrun mína hér, er afstaða Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem ég hef alltaf talið góða konu og væna, með hlýtt hjarta og gott til dýra og manna. En ekki verður allt lesið af útliti manna eða viðkunnanlegri framkomu og viðmóti. Þeir óbreyttu þingmenn, sem ekki svöruðu, en vænta má þá, að styðji hvalveiðar, eða þora ekki að rísa gegn þeim, eru þessir: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, Diljá Mist, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Ísaksen, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Sigmundur Davíð, Sigurjón Þórðarson, Vilhjálmur Árnason, Þórarinn Ingi Pétursson. 17. Þá vita dýra-, náttúru- og umhverfissinnar það. Reyndar svöruðu 3 þingmenn ekki, sem undirritaður veit, að eru heilir og sannir dýra- og hvalavinir: Björn Leví, Þorgerður Katrín og, ég hygg, Oddný G. Harðardóttir. 3. Þorgerður Katrín átti heiðurinn að því, að hrefnuveiðum var hætt, en hún lokaði Faxaflóa fyrir hrefnuveiðum í sinni ráðherratíð. Vel gert! Góðir og gegnir andstæðingar hvalveiða og dýra-, náttúru- og umhverfisvinir eru þessir þingmenn: Andrés Ingi, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Bjarkey Olsen, Gísli Rafn, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín, Helga Vala, Inga Sæland, Jakob Frímann, Jódís Skúladóttir, Jóhann Páll, Logi Einarsson, Orri Páll, Steinunn Þóra Árnadóttir, Tómas A. Tómasson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Sunna og Þórunn Sveinbjarnardóttir. 21. Tvístigandi virðast þessir þingmenn vera: Ásthildur Lóa, Friðjón Friðjónsson, Kristrún Frostadóttir og Stefán Vagn. 4. Þetta fólk mætti hafa í huga, að hlutleysi af þessu tagi er aldrei hlutleysi. „Þú berð ekki bara ábyrgð á því, sem þú gerir, heldur líka og engu síður á því, sem þú gerir ekki“, sagði spekingurinn Laotse. Sérstaka athygli og vonbrigði veldur svar nýs formanns Samfylkingar, Kristrúnar Frostadóttur: „Þetta er ekki mál, sem ég, formaður Samfylkingarinnar, legg áherzlu á núna. En, það þarf að skoða betur veitingu þessara leyfa“. Eru þá dýra-, náttúru og umhverfismál, dýravelferð og dýravernd, ekki meðal áherzlumála Kristrúnar!? Hefur hún kannske enga skoðun eða afstöðu í grænum málum!? Frjáls og tolllaus innflutningur úkraínskra afurða? Hitt málið, er umræðan og afstaðan til áframhaldandi frjáls og tolllauss influtnings afurða frá Úkraínu. Það var sorglegt og í raun mikið áfall, að fylgjast með umræðu, afstöðu og svo afgreiðslu, eða afgreiðsluleysi, Alþingis á umsókn Úkraínumanna um það, að þeir mættu áfram selja sínar afurðir til Íslands, eins og til allra annarra evrópskra þjóða, án þess að íþyngjandi innflutningstollur væri reiknaður á afurðirnar. Hér mætti reyndar fyrsta spurningin vera, af hverju eiga yfir höfuð að vera verndartollar á kjúklingaframleiðslu á Íslandi!? Íslenzkir framleiðendur njóta þá þegar verndar í því, að flutningskostnaður erlendra afurða til Íslands er hár. Úkraínska kjúklinga þarf fyrst að flytja - kælda eða frosna, sem kostar dýra orku - þvert yfir Evrópu, svo yfir mikinn hluta Atlantshafs. Hver er sérstakur kostnaður við kjúklingaframleiðslu hér, sem réttlætir verndar-toll!? Ólafur Stephensen, sem gjörþekkir þessi mál, skrifar á Vísi: "Matvælaráðuneytið metur það svo, að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingum áfram, í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðinum fyrir kjúklingakjöt". Fyrr má nú andskotans sjálfselskan og aumingjaskapurinn vera í kjúklingabændum og þeirra fulltrúum á þingi og í ríkisstjórn, hér einkum Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Guðrúnu Hafsteindóttur, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Svei. Úkraínumenn eru stórlega heftir í lífi sínu og starfi, útilokaðir frá eðlilegum framleiðslu- og starfsháttum, þar sem mikill hluti fullorðinna karla og kvenna gengur þar nú fram fyrir skjöldu í baráttunni við illvirkjann Pútín, eru á vígvellinum, fórnar þar lífi sínum og limum, blóði sínu, til að verndar þjóð sinni og tilveruhennar, líka frelsi og öryggi Evrópu allrar, og íslenzkir kjúklingabændur, líka Alþingismenn og ráðherrar, grenja svo út af 2-3% arðsemismissi! Ef orðin ræfilsháttur og aumingjaskapur voru ekki gerð og færð inn í tungumálið útaf svona háttsemi og framferði, þá veit ég ekki út af hverju. Reyndar stilltu sér tveir ráðherrar upp utan vesældardropahópsins, Guðlaugur Þór, með beittri ræðu, og Þórdís Kolbrún með einörðu tali, án þess þó að gera neitt, nema að rausa. Hvaða gagn er að svona sýndarsnakki, þegar gjörðir fylgja ekki orðum? Báðum hefði verið í lófa lagið, að flytja frumvarp um, að tollfrelsi yrði framlengt. Reyndar má Þórdís Kolbrún eiga það, að hún ákvað að draga til baka íslenzka sendiherrann í Moskvu, sem teljast verður djarft skref, sterk og virðingarvert, og fyrir það fær hún ágætiseinkunn. Henni er því ekki alls varnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir. Umræðan og afstaðan til hvalveiða Allir, sem sjá vilja, vita full vel, að veiðar á langreyðum, næst stærstu tegund spendýra á jörðu, háþróuðum dýrum, sem byggja upp fjölskyldu- og vinabönd, kenna hverju öðru, leika sér og vinna saman, gleðjast og hryggjast, eins og við, mennirnir og önnur spendýr, byggja að verulegu leyti á heiftarlegu dýraníði, enda skip, tækni og drápsbúnaður frá miðri síðustu öld. Lífið er murkað úr blessuðum dýrunum, sprengiskutlum jafnvel skotið í þau aftur og aftur, meðan skutlar, sem sitja þá þegar í dýrinu, rífa innyfli þess líffæri og hold, jafnvel klukkustundunum saman. Það, sem hér gerist, verður að líkja við miskunnarleysi miðalda, grimmd og hrottaskap, allir sjá það, nema blindir séu, enda veiðir engin önnur þjóð, þeirra rúmlega 200 þjóða, sem jörðina byggja, langreyði, nema við, aumir Íslendingar. Ráðamenn, líka, Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, halda því fram, að Norðmenn stundi sömu veiðar með sama hætti. Þetta eru ósannindi eða þekkingarleysi. Norðmenn stunda einvörðungu veiðar á hrefnum, sem eru margfalt minni dýr en langreyðar, og, sem mest má drepa örugglega með einu skoti. Við þessi ósköp bætist svo það, að þessar veiðar hafa engum hagnaði skilað, árum eða áratugum saman. Enginn efnahagslegur tilgangur með þeim! Skoðanakönnun Heimildarinnar meðal ráðherra og Alþingismanna Þann 26. maí sl. birti Heimilidin skoðanakönnun, sem hún hafði gert meðal ráðherra og Alþingismanna, þar sem menn voru beðnir um afstöðu til hvalveiða. Það liggur auðvitað fyrir, að allt þetta fólk veit full vel, að framangreind lýsing mín á eðli hvalveiða, er rétt. Spurningin um afstöðu snýst því um, hvort mannúð, væntumþykja við dýr, náttúru og lífríki og sæmilega hátt siðferði ráði för, eða þjónkun við Kristján Loftsson og þá klíku útgerðarmanna og íhaldsseggja, sem hann styðja, eigi að ráða. Heimildin spurði 12 ráðherra. Aðeins 2 þeirra svöruðu: Svandís Svavarsdóttir sagði: „Það, að dýr þjáist klukkustundunum saman við aflífun, er óforsvaranlegt“. Þetta er auðvitað hárrétt, en hjá Svandísi eru þetta því miður bara orðin tóm. Hún er fagráðherra á sviði sjávarútvegs, og hefði, ein og sér, getað stöðvað veiðar með einu pennastriki. Gerir samt ekkert. Froðusnakk. Katrín Jakobsdóttir, sem þóttist vera mikill og einarður andvígismaður hvaladráps áður en hún varð forsætisráðherra, sagð þetta: Persónulega tel ég ekki sjálfgefið, að þessar veiðar haldi áfram“. Einkar máttlaust og lélegt svar, engin afstaða, aðeins aumingjalegt gaspur, konu, sem þóttist vera dýravinur og umhverfissinni, en brást, þegar á reyndi. Svei. 10 ráðherrar virðast ekki hafa svarað. Svarleysi verður þó að telja svar í sjálfu sér: Samþykki og stuðningur við veiðar. Þórdís Kolbrún var reyndar búin að lýsa fullum stuðningi við hvalveiðar - „Það segir okkur enginn fyrir verkum með þessi mál, ekki heldur ferðamenn“ -, góður skammtur af monti og þjóðernisrembingi það, því Íslendingar eiga ekki langreyðarnar, frekar en 20-30 aðrar þjóðir, sem búa við Atlantsála, en þeir eru, frá norðri til suðurs, heimkynni langreyða og annarra hvala. Þegar dýpra er litið, eiga þessu háþróuðu dýr sig svo líka sjálf; hafa rétt á sjálfstæðu, náttúrulegu eigin lífi. Langreyðaveiðar eru því engan veginn eitthvert sérstakt íslenzkt mál, heldur mál allra strandþjóða Atlantshafs, og eru Íslendingar því hér með ofbeldi og yfirgangi að murka líftóruna úr dýrum, þvert á vilja allra hinna þjóðanna. Það ekki nema von, að Þórdís Kolbrún vilji ekki láta segja sér fyrir verkum. Allir hinir ráðherrarnir 9 styðja því og styrkja hvalveiðar, eða hafa ekki kjark eða manndóm í sér til að segja annað: Áslaug Arna, Ásmundur Einar, Bjarni Bendiktsson, Guðlaugur Þór, Guðmundur Ingi, Jón Gunnarsson, Lilja Alfreðsdóttir, Sigurður Ingi og Willum Þór. Fyrir mér má skömm þeirra vera mikil! Innri maður og afstaða einstakra þingmanna Af óbreyttum þingmönnum lýstu þessir sig stuðningsmenn áframhaldandi og óbreyttra hvalveiða: Ágúst Bjarni Garðarsson, Bergþór Ólafsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Teitur Björn Einarsson. 6. Það, sem einkum vekur sérstaka undrun mína hér, er afstaða Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem ég hef alltaf talið góða konu og væna, með hlýtt hjarta og gott til dýra og manna. En ekki verður allt lesið af útliti manna eða viðkunnanlegri framkomu og viðmóti. Þeir óbreyttu þingmenn, sem ekki svöruðu, en vænta má þá, að styðji hvalveiðar, eða þora ekki að rísa gegn þeim, eru þessir: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, Diljá Mist, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Ísaksen, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Sigmundur Davíð, Sigurjón Þórðarson, Vilhjálmur Árnason, Þórarinn Ingi Pétursson. 17. Þá vita dýra-, náttúru- og umhverfissinnar það. Reyndar svöruðu 3 þingmenn ekki, sem undirritaður veit, að eru heilir og sannir dýra- og hvalavinir: Björn Leví, Þorgerður Katrín og, ég hygg, Oddný G. Harðardóttir. 3. Þorgerður Katrín átti heiðurinn að því, að hrefnuveiðum var hætt, en hún lokaði Faxaflóa fyrir hrefnuveiðum í sinni ráðherratíð. Vel gert! Góðir og gegnir andstæðingar hvalveiða og dýra-, náttúru- og umhverfisvinir eru þessir þingmenn: Andrés Ingi, Arndís Anna Gunnarsdóttir, Bjarkey Olsen, Gísli Rafn, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín, Helga Vala, Inga Sæland, Jakob Frímann, Jódís Skúladóttir, Jóhann Páll, Logi Einarsson, Orri Páll, Steinunn Þóra Árnadóttir, Tómas A. Tómasson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Sunna og Þórunn Sveinbjarnardóttir. 21. Tvístigandi virðast þessir þingmenn vera: Ásthildur Lóa, Friðjón Friðjónsson, Kristrún Frostadóttir og Stefán Vagn. 4. Þetta fólk mætti hafa í huga, að hlutleysi af þessu tagi er aldrei hlutleysi. „Þú berð ekki bara ábyrgð á því, sem þú gerir, heldur líka og engu síður á því, sem þú gerir ekki“, sagði spekingurinn Laotse. Sérstaka athygli og vonbrigði veldur svar nýs formanns Samfylkingar, Kristrúnar Frostadóttur: „Þetta er ekki mál, sem ég, formaður Samfylkingarinnar, legg áherzlu á núna. En, það þarf að skoða betur veitingu þessara leyfa“. Eru þá dýra-, náttúru og umhverfismál, dýravelferð og dýravernd, ekki meðal áherzlumála Kristrúnar!? Hefur hún kannske enga skoðun eða afstöðu í grænum málum!? Frjáls og tolllaus innflutningur úkraínskra afurða? Hitt málið, er umræðan og afstaðan til áframhaldandi frjáls og tolllauss influtnings afurða frá Úkraínu. Það var sorglegt og í raun mikið áfall, að fylgjast með umræðu, afstöðu og svo afgreiðslu, eða afgreiðsluleysi, Alþingis á umsókn Úkraínumanna um það, að þeir mættu áfram selja sínar afurðir til Íslands, eins og til allra annarra evrópskra þjóða, án þess að íþyngjandi innflutningstollur væri reiknaður á afurðirnar. Hér mætti reyndar fyrsta spurningin vera, af hverju eiga yfir höfuð að vera verndartollar á kjúklingaframleiðslu á Íslandi!? Íslenzkir framleiðendur njóta þá þegar verndar í því, að flutningskostnaður erlendra afurða til Íslands er hár. Úkraínska kjúklinga þarf fyrst að flytja - kælda eða frosna, sem kostar dýra orku - þvert yfir Evrópu, svo yfir mikinn hluta Atlantshafs. Hver er sérstakur kostnaður við kjúklingaframleiðslu hér, sem réttlætir verndar-toll!? Ólafur Stephensen, sem gjörþekkir þessi mál, skrifar á Vísi: "Matvælaráðuneytið metur það svo, að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingum áfram, í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðinum fyrir kjúklingakjöt". Fyrr má nú andskotans sjálfselskan og aumingjaskapurinn vera í kjúklingabændum og þeirra fulltrúum á þingi og í ríkisstjórn, hér einkum Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Guðrúnu Hafsteindóttur, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Svei. Úkraínumenn eru stórlega heftir í lífi sínu og starfi, útilokaðir frá eðlilegum framleiðslu- og starfsháttum, þar sem mikill hluti fullorðinna karla og kvenna gengur þar nú fram fyrir skjöldu í baráttunni við illvirkjann Pútín, eru á vígvellinum, fórnar þar lífi sínum og limum, blóði sínu, til að verndar þjóð sinni og tilveruhennar, líka frelsi og öryggi Evrópu allrar, og íslenzkir kjúklingabændur, líka Alþingismenn og ráðherrar, grenja svo út af 2-3% arðsemismissi! Ef orðin ræfilsháttur og aumingjaskapur voru ekki gerð og færð inn í tungumálið útaf svona háttsemi og framferði, þá veit ég ekki út af hverju. Reyndar stilltu sér tveir ráðherrar upp utan vesældardropahópsins, Guðlaugur Þór, með beittri ræðu, og Þórdís Kolbrún með einörðu tali, án þess þó að gera neitt, nema að rausa. Hvaða gagn er að svona sýndarsnakki, þegar gjörðir fylgja ekki orðum? Báðum hefði verið í lófa lagið, að flytja frumvarp um, að tollfrelsi yrði framlengt. Reyndar má Þórdís Kolbrún eiga það, að hún ákvað að draga til baka íslenzka sendiherrann í Moskvu, sem teljast verður djarft skref, sterk og virðingarvert, og fyrir það fær hún ágætiseinkunn. Henni er því ekki alls varnað. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun