Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 10:00 Silvio Berlusconi lyftir Evrópumeistarabikarnum eftir sigur AC Milan á Benfica 1990. Milan varð fimm sinnum Evrópumeistari í eigendatíð hans. getty/Alessandro Sabattini Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. Eins og allt lífshlaup Berlusconis var eigandatíð hans hjá Milan litrík, mörkuð hneykslum og mikilli velgengni. Á 31 ári sem Berlusconi átti Milan varð liðið átta sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Berlusconi var ekki eigandi sem kunni best við sig á kantinum. Hann barst mikið á og var gríðarlega áberandi. Eins og á öðrum sviðum lífsins var Berlusconi með puttanna í öllu og var ófeiminn að segja stjórum Milan fyrir verkum og gagnrýna þá opinberlega. Og hann samdi meira að segja stuðningsmannalag Milan. The story of an era Berlusconi e il Milan, una storia meravigliosa #SempreMilan pic.twitter.com/lU8XGge7nE— AC Milan (@acmilan) June 12, 2023 Milan hefur sjaldan verið jafn illa statt og þegar Berlusconi keypti félagið 20. febrúar 1986. Hinir rauðu og svörtu höfðu fallið tvisvar niður í B-deild á fyrri hluta 9. áratugarins og félagið rambaði á barmi gjaldþrots og skuldaði skattinum fúlgur fjár. Sagan um að Berlusconi hafi sjálfur sigað skattinum á Milan til að auðvelda yfirtöku á félaginu er lífsseig. Hvað um það, Berlusconi kom allavega inn með trukki og dýfu. Þegar hann hitti stuðningsmenn Milan í fyrsta sinn í júlí 1986 mætti hann til leiks í þyrlu og undir hljómuðu Valkyrjur Wagners. Hinn vellauðugi Berlusconi tók strax til hendinni inn hjá Milan og dældi pening í félagið. En það þurfti meira til og Berlusconi sýndi síðan mikla kænsku þegar hann réði Arrigo Sacchi sem stjóra Milan. Sacchi var fyrrverandi skósölumaður sem hafði aldrei verið leikmaður en gerði góða hluti með B-deildarlið Parma sem sló meðal annars Milan úr leik í ítölsku bikarkeppninni. Ráðning Berlusconis á Sacchi þótti galin en reyndist afar farsæl ákvörðun. Vel strekktur Berlusconi ásamt Arrigo Sacchi sem hann réði sem knattspyrnustjóra Milan 1987.getty/Elisabetta A. Villa Á stjóratíð Sacchis fór Milan úr því að vera aðhlátursefni í að verða besta lið heims. Milan varð ítalskur meistari 1988, í fyrsta sinn í níu ár, og hamraði svo járnið meðan það var heitt og vann Meistaradeild Evrópu tvisvar í röð (1989-90). Á meðan flest ítölsk lið spiluðu með sweeper og voru föst í hlekkjum catenaccio hugarfarsins var Milan-liðið hans Sacchis eins og ferskur andblær. Það spilaði 4-4-2, pressaði stíft, beitti rangstöðugildru og sótti af krafti. Hollenska tríóið Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit sem áttu svo stóran þátt í velgengni Milan í kringum 1990.getty/Alessandro Sabattini Í broddi fylkingar hjá Milan voru Túlípanarnir þrír, hinir hollensku Ruud Gullit, Marco van Basten og Frank Rijkaard. Þeir skoruðu allir í 5-0 sigri Milan á Real Madrid 1989 sem var hápunktur Milan-liðsins hans Sacchis sem er talið eitt besta félagslið fótboltasögunnar. Þegar Sacchi hætti hjá Milan 1991 til að taka við ítalska landsliðinu réði Berlusconi fyrrverandi leikmann Milan, Fabio Capello. Og aftur hitti hann í mark með stjóraráðningu. Milan varð ítalskur meistari þrjú ár í röð (1992-94) og var taplaust í 58 deildarleikjum í röð. Milan komst líka þrisvar sinnum í röð í úrslit Meistaradeildarinnar og vann hana á eftirminnilegan hátt 1994. Flestir bjuggust við sigri draumaliðs Barcelona undir stjórn Johans Cruyff í úrslitaleiknum í Aþenu, meðal annars í ljósi þess að báðir miðverðir Milan, Franco Baresi og Alessandro Costacurta voru í banni. Milan vann ítalska meistaratitilinn 1994 en skoraði aðeins 36 mörk í 34 deildarleikjum. En í úrslitaleiknum gegn Barcelona sýndi Milan á sér aðra og skemmtilegri sóknarhlið með mislynda snillinginn frá Svartfjallalandi, Dejan Savicevic, í miklum ham. Milan vann leikinn, 4-0. Savicevic var meðal fjölmargra stórstjarna sem Milan keypti í eigendatíð Berlusconis en félagið eyddi gríðarlega háum fjárhæðum í leikmenn. En þrátt fyrir það gerði Berlusconi mikið til að búa til sterka liðsheild hjá Milan og þótt hann hafi sannarlega ekki verið ímynd hins hefðbundna fjölskylduföður myndaðist fjölskyldustemmning hjá félaginu. Og Berlusconi var á undan sínum samtíma þegar kom að því að skipuleggja og reka fótboltafélag. Milan varð aftur ítalskur meistari 1996 undir stjórn Capellos en næstu ár voru erfið. Milan varð reyndar meistari á aldarafmæli félagsins 1999 með Alberto Zaccheroni við stjórnvölinn. En Capello og Sacchi áttu báðar mislukkaðar endurkomur og endurnýjunin á Milan-liðinu gekk misvel. Fabio Capello gerði Milan fjórum sinnum að ítölskum meisturum á 10. áratug síðustu aldar.getty/Alessandro Sabattini Í nóvember 2001 leitaði Berlusconi til fyrrverandi leikmanns liðsins, Carlos Ancelotti. Og þar hitti hann í þriðja sinn í mark. Milan vann reyndar ítalska meistaratitilinn aðeins einu sinni undir stjórn Ancelottis (2004) en komst þrisvar sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar og vann hana 2003 (eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni í einum versta úrslitaleik sögunnar) og svo aftur 2007. Þá vann Milan Liverpool, 2-1, með tveimur mörkum Filippos Inzaghi og hefndi fyrir tapið sára í Istanbúl tveimur árum fyrr þar sem ítalska liðið kastaði frá sér þriggja marka forskoti og tapaði í vítakeppni. Berlusconi ásamt Carlo Ancelotti og Paolo Maldini.getty/Newpress Paolo Maldini lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir úrslitaleikinn 2007. Hann hafði verið hjá Milan frá því áður en Berlusconi keypti félagið, séð allt og upplifað allt. Fáir eru samofnari sögu Milan en Maldini-fjölskyldan. Milan átti reyndar ekki að vera með í Meistaradeildinni tímabilið 2006-07 vegna calciopoli hneykslisins. Milan var eitt fimm félaga sem voru sökuð um að hagræða úrslitum með því velja hagstæða dómara á leiki sína. Hægri hönd Berlusconis hjá Milan, Adriano Galliani, var kærður og átta stig voru á endanum dregin af liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni. Milan hélt hins vegar sætinu í Meistaradeildinni. Berlusconi ásamt Adriano Galliani sem var varaforseti Milan á árunum 1986-2017.getty/Claudio Villa Milan varð meistari í áttunda og síðasta sinn í eigendatíð Berlusconis 2010-11, þá undir stjórn Max Allegri. Gengi Milan dalaði hins vegar all verulega næstu ár, ýmsir stjórar komu og fóru og á endanum fór Berlusconi líka. Hann seldi sitt ástsæla félag til kínverskra fjárfesta 2017. Afskiptum Berlusconis af ítalska boltanum var þó langt því frá lokið þegar hann seldi Milan því haustið 2018 keypti hann C-deildarliðið Monza. Hann fékk sinn hundtrygga Galliani með sér en er borinn og barnfæddur í Monza. Enginn sest lengur í sætið hans Berlusconis á Stadio Brianteo, heimavelli Monza.getty/Giuseppe Cottini Gengi Monza tók strax stakkaskiptum, liðið komst upp í B-deildina 2020 og svo upp í ítölsku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í fyrra. Monza spjaraði sig heldur betur í úrvalsdeildinni í vetur og endaði í 11. sæti þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Aðeins einu sinni hefur lið fengið fleiri stig á sínu fyrsta tímabili í efstu deild á Ítalíu. Monza vann til að mynda báða leikina gegn Juventus en Berlusconi, samur við sig, lofaði að verðlauna leikmenn sína fyrir það með rútu fullri af vændiskonum. Monza tapaði fyrir Atalanta, 2-5, í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar 4. júní. Átta dögum síðar var Berlusconi allur. Grazie di tutto, Presidente. pic.twitter.com/g3FPSjJLw4— AC Monza (@ACMonza) June 12, 2023 Berlusconi setti mark sitt á ítalskt þjóðlíf með ýmsum og oft vafasömum hætti. Fótboltinn var þar ekki undanskilinn og í augum þeirra sem ólust upp með ítalska boltanum á 10. áratug síðustu aldar verður hann alltaf fyrst og síðast eigandi Milan. Maðurinn var vafasamur en ef það var eitthvað sem hann kunni var það að reka fótboltafélag. Titlarnir 29 tala þar sínu máli. Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Eins og allt lífshlaup Berlusconis var eigandatíð hans hjá Milan litrík, mörkuð hneykslum og mikilli velgengni. Á 31 ári sem Berlusconi átti Milan varð liðið átta sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Berlusconi var ekki eigandi sem kunni best við sig á kantinum. Hann barst mikið á og var gríðarlega áberandi. Eins og á öðrum sviðum lífsins var Berlusconi með puttanna í öllu og var ófeiminn að segja stjórum Milan fyrir verkum og gagnrýna þá opinberlega. Og hann samdi meira að segja stuðningsmannalag Milan. The story of an era Berlusconi e il Milan, una storia meravigliosa #SempreMilan pic.twitter.com/lU8XGge7nE— AC Milan (@acmilan) June 12, 2023 Milan hefur sjaldan verið jafn illa statt og þegar Berlusconi keypti félagið 20. febrúar 1986. Hinir rauðu og svörtu höfðu fallið tvisvar niður í B-deild á fyrri hluta 9. áratugarins og félagið rambaði á barmi gjaldþrots og skuldaði skattinum fúlgur fjár. Sagan um að Berlusconi hafi sjálfur sigað skattinum á Milan til að auðvelda yfirtöku á félaginu er lífsseig. Hvað um það, Berlusconi kom allavega inn með trukki og dýfu. Þegar hann hitti stuðningsmenn Milan í fyrsta sinn í júlí 1986 mætti hann til leiks í þyrlu og undir hljómuðu Valkyrjur Wagners. Hinn vellauðugi Berlusconi tók strax til hendinni inn hjá Milan og dældi pening í félagið. En það þurfti meira til og Berlusconi sýndi síðan mikla kænsku þegar hann réði Arrigo Sacchi sem stjóra Milan. Sacchi var fyrrverandi skósölumaður sem hafði aldrei verið leikmaður en gerði góða hluti með B-deildarlið Parma sem sló meðal annars Milan úr leik í ítölsku bikarkeppninni. Ráðning Berlusconis á Sacchi þótti galin en reyndist afar farsæl ákvörðun. Vel strekktur Berlusconi ásamt Arrigo Sacchi sem hann réði sem knattspyrnustjóra Milan 1987.getty/Elisabetta A. Villa Á stjóratíð Sacchis fór Milan úr því að vera aðhlátursefni í að verða besta lið heims. Milan varð ítalskur meistari 1988, í fyrsta sinn í níu ár, og hamraði svo járnið meðan það var heitt og vann Meistaradeild Evrópu tvisvar í röð (1989-90). Á meðan flest ítölsk lið spiluðu með sweeper og voru föst í hlekkjum catenaccio hugarfarsins var Milan-liðið hans Sacchis eins og ferskur andblær. Það spilaði 4-4-2, pressaði stíft, beitti rangstöðugildru og sótti af krafti. Hollenska tríóið Frank Rijkaard, Marco Van Basten og Ruud Gullit sem áttu svo stóran þátt í velgengni Milan í kringum 1990.getty/Alessandro Sabattini Í broddi fylkingar hjá Milan voru Túlípanarnir þrír, hinir hollensku Ruud Gullit, Marco van Basten og Frank Rijkaard. Þeir skoruðu allir í 5-0 sigri Milan á Real Madrid 1989 sem var hápunktur Milan-liðsins hans Sacchis sem er talið eitt besta félagslið fótboltasögunnar. Þegar Sacchi hætti hjá Milan 1991 til að taka við ítalska landsliðinu réði Berlusconi fyrrverandi leikmann Milan, Fabio Capello. Og aftur hitti hann í mark með stjóraráðningu. Milan varð ítalskur meistari þrjú ár í röð (1992-94) og var taplaust í 58 deildarleikjum í röð. Milan komst líka þrisvar sinnum í röð í úrslit Meistaradeildarinnar og vann hana á eftirminnilegan hátt 1994. Flestir bjuggust við sigri draumaliðs Barcelona undir stjórn Johans Cruyff í úrslitaleiknum í Aþenu, meðal annars í ljósi þess að báðir miðverðir Milan, Franco Baresi og Alessandro Costacurta voru í banni. Milan vann ítalska meistaratitilinn 1994 en skoraði aðeins 36 mörk í 34 deildarleikjum. En í úrslitaleiknum gegn Barcelona sýndi Milan á sér aðra og skemmtilegri sóknarhlið með mislynda snillinginn frá Svartfjallalandi, Dejan Savicevic, í miklum ham. Milan vann leikinn, 4-0. Savicevic var meðal fjölmargra stórstjarna sem Milan keypti í eigendatíð Berlusconis en félagið eyddi gríðarlega háum fjárhæðum í leikmenn. En þrátt fyrir það gerði Berlusconi mikið til að búa til sterka liðsheild hjá Milan og þótt hann hafi sannarlega ekki verið ímynd hins hefðbundna fjölskylduföður myndaðist fjölskyldustemmning hjá félaginu. Og Berlusconi var á undan sínum samtíma þegar kom að því að skipuleggja og reka fótboltafélag. Milan varð aftur ítalskur meistari 1996 undir stjórn Capellos en næstu ár voru erfið. Milan varð reyndar meistari á aldarafmæli félagsins 1999 með Alberto Zaccheroni við stjórnvölinn. En Capello og Sacchi áttu báðar mislukkaðar endurkomur og endurnýjunin á Milan-liðinu gekk misvel. Fabio Capello gerði Milan fjórum sinnum að ítölskum meisturum á 10. áratug síðustu aldar.getty/Alessandro Sabattini Í nóvember 2001 leitaði Berlusconi til fyrrverandi leikmanns liðsins, Carlos Ancelotti. Og þar hitti hann í þriðja sinn í mark. Milan vann reyndar ítalska meistaratitilinn aðeins einu sinni undir stjórn Ancelottis (2004) en komst þrisvar sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar og vann hana 2003 (eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni í einum versta úrslitaleik sögunnar) og svo aftur 2007. Þá vann Milan Liverpool, 2-1, með tveimur mörkum Filippos Inzaghi og hefndi fyrir tapið sára í Istanbúl tveimur árum fyrr þar sem ítalska liðið kastaði frá sér þriggja marka forskoti og tapaði í vítakeppni. Berlusconi ásamt Carlo Ancelotti og Paolo Maldini.getty/Newpress Paolo Maldini lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir úrslitaleikinn 2007. Hann hafði verið hjá Milan frá því áður en Berlusconi keypti félagið, séð allt og upplifað allt. Fáir eru samofnari sögu Milan en Maldini-fjölskyldan. Milan átti reyndar ekki að vera með í Meistaradeildinni tímabilið 2006-07 vegna calciopoli hneykslisins. Milan var eitt fimm félaga sem voru sökuð um að hagræða úrslitum með því velja hagstæða dómara á leiki sína. Hægri hönd Berlusconis hjá Milan, Adriano Galliani, var kærður og átta stig voru á endanum dregin af liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni. Milan hélt hins vegar sætinu í Meistaradeildinni. Berlusconi ásamt Adriano Galliani sem var varaforseti Milan á árunum 1986-2017.getty/Claudio Villa Milan varð meistari í áttunda og síðasta sinn í eigendatíð Berlusconis 2010-11, þá undir stjórn Max Allegri. Gengi Milan dalaði hins vegar all verulega næstu ár, ýmsir stjórar komu og fóru og á endanum fór Berlusconi líka. Hann seldi sitt ástsæla félag til kínverskra fjárfesta 2017. Afskiptum Berlusconis af ítalska boltanum var þó langt því frá lokið þegar hann seldi Milan því haustið 2018 keypti hann C-deildarliðið Monza. Hann fékk sinn hundtrygga Galliani með sér en er borinn og barnfæddur í Monza. Enginn sest lengur í sætið hans Berlusconis á Stadio Brianteo, heimavelli Monza.getty/Giuseppe Cottini Gengi Monza tók strax stakkaskiptum, liðið komst upp í B-deildina 2020 og svo upp í ítölsku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í fyrra. Monza spjaraði sig heldur betur í úrvalsdeildinni í vetur og endaði í 11. sæti þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Aðeins einu sinni hefur lið fengið fleiri stig á sínu fyrsta tímabili í efstu deild á Ítalíu. Monza vann til að mynda báða leikina gegn Juventus en Berlusconi, samur við sig, lofaði að verðlauna leikmenn sína fyrir það með rútu fullri af vændiskonum. Monza tapaði fyrir Atalanta, 2-5, í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar 4. júní. Átta dögum síðar var Berlusconi allur. Grazie di tutto, Presidente. pic.twitter.com/g3FPSjJLw4— AC Monza (@ACMonza) June 12, 2023 Berlusconi setti mark sitt á ítalskt þjóðlíf með ýmsum og oft vafasömum hætti. Fótboltinn var þar ekki undanskilinn og í augum þeirra sem ólust upp með ítalska boltanum á 10. áratug síðustu aldar verður hann alltaf fyrst og síðast eigandi Milan. Maðurinn var vafasamur en ef það var eitthvað sem hann kunni var það að reka fótboltafélag. Titlarnir 29 tala þar sínu máli.
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira