Sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu muni dýpka enn frekar í haust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2023 19:30 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, á von á því að ólgan muni aukast á milli stjórnarflokkanna næsta þingvetur. Hann segir ólgu og þreytu innan stjórnarsamstarfsins hafa litað nýafstaðinn þingvetur. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir að upptaktur að kosningabaráttunni muni lita næsta þingvetur. Þá muni sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu dýpka enn frekar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir liðinn þingvetur hafa einkennst af ólgu og þreytu í ríkisstjórnarsamstarfinu. Núverandi efnahagsástand dragi enn frekar fram hversu ólíkir stjórnarflokkarnir eru. Þetta allt endurspeglist í miklu fylgistapi þeirra á kjörtímabilinu. „Allir þrír flokkarnir hafa tapað verulegu fylgi frá síðustu kosningum og flokkur forsætisráðherra er kominn niður undir þröskuld og er í tilvistarkreppu, ef svo má segja, að reyna að haldast inni á þingi. Síðan höfum við líka séð aukna togstreitu á milli flokkanna í ýmsum málum þar sem krytur eru farnar að koma í ljós, bæði í baklandinu á milli einstakra þingflokka og jafnvel bara inni í ríkisstjórninni sjálfri,“ segir Eiríkur og tekur sem dæmi núninginn sem hefur verið á milli dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra. Sjá nánar: Guðmundur Ingi óánægður með Jón Stjórnarslit geri yfirleitt ekki boð á undan sér Þegar Eiríkur var spurður hversu djúpt væri á ágreiningi stjórnarflokkanna svaraði hann því til að afar erfitt sé að segja til um möguleg stjórnarslit. Þau geri sjaldnast boð á undan sér. Vika sé langur tími í pólitík, hvað þá heill þingvetur. „Ég held að það sé kannski frekar að horfa á það í því ljósi að upptaktur að næstu kosningabaráttu hefst á næsta vetri þannig að þá fara flokkarnir með annað í huga inn í þann stjórnamálavetur þannig að það má gera ráð fyrir að svona togstreitan muni bara aukast og sprungurnar í þessu samstarfi komi betur og betur í ljós eftir því sem nálgast næstu kosningar.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor var fenginn til að gera upp nýafstaðinn þingvetur og rýna í þann næsta. Hann telur að sprungurnar sem hafi myndast hjá ríkisstjórninni muni dýpra á næsta ári enda séu ríkisstjórnarflokkarnir með gjörólíkar efnahagsstefnur.Vísir/Arnar Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var fyrirferðarmikið í vetur og reyndist það vera hið mesta átakamál. Það var á meðal þeirra mála sem Eiríkur telur að hafi set mestan svip á þingveturinn. „Þar sem til dæmis dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins boðar hertari aðgerðir og að stemma frekar stigu við komu fólks til landsins á meðan ákveðin öfl innan Vinstri grænna eru á öndverðum meiði og leggja meira upp úr því að taka vel á móti fólki og hleypa fólki á flótta og í vanda inn til landsins og þarna er augljós núningur.“ Lengsta umræðan á þingi stóð um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra eða í um 103 klukkustundir og voru það Píratar sem helst voru málglaðir enda lá þeim mikið á hjarta. Fjórir þingmenn þeirra verma raunar fjögur efstu sætin á lista yfir þá þingmenn sem töluðu mest á Alþingi á nýafstöðnum þingvetri. Himinn og haf á milli xD og VG „Og síðan hafa verið að koma upp svona einhver mál eins og til dæmis salan á Íslandsbanka og svona ýmislegt annað, einstök mál, hvort það eigi að birta hina og þessa skýrsluna og eitthvað þess háttar,“ segir Eiríkur og vísar í Lindarhvolsmálið. Eiríkur segir að eftir COVID-tímann hafi stjórnarflokkarnir raunverulega fundið hversu ólíkir þeir eru. Núverandi efnahagsástand, sem einkennist af háum vöxtum og hækkandi verðlagi, dragi fram ólíka hugmyndafræði þeirra þegar kemur að efnahagspólitík. „Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar og Vinstri grænir hins vegar eru á sitt hvorum endanum í efnahagspólitík allri. Þannig að þetta eru um margt öndverðir flokkar þó þeir nái saman um ýmis málefni eins og um að halda í horfinu og gera ekki róttækar kerfisbreytingar en þá er mjög langt á milli þeirra í hugmyndum þeirra um stýringu efnahagslífsins, velferð, þjónustu ríkisins og svo framvegis. Hugmyndafræðilega er himinn og haf þarna á milli.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. 12. júní 2023 13:13 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. 7. júní 2023 10:19 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir liðinn þingvetur hafa einkennst af ólgu og þreytu í ríkisstjórnarsamstarfinu. Núverandi efnahagsástand dragi enn frekar fram hversu ólíkir stjórnarflokkarnir eru. Þetta allt endurspeglist í miklu fylgistapi þeirra á kjörtímabilinu. „Allir þrír flokkarnir hafa tapað verulegu fylgi frá síðustu kosningum og flokkur forsætisráðherra er kominn niður undir þröskuld og er í tilvistarkreppu, ef svo má segja, að reyna að haldast inni á þingi. Síðan höfum við líka séð aukna togstreitu á milli flokkanna í ýmsum málum þar sem krytur eru farnar að koma í ljós, bæði í baklandinu á milli einstakra þingflokka og jafnvel bara inni í ríkisstjórninni sjálfri,“ segir Eiríkur og tekur sem dæmi núninginn sem hefur verið á milli dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra. Sjá nánar: Guðmundur Ingi óánægður með Jón Stjórnarslit geri yfirleitt ekki boð á undan sér Þegar Eiríkur var spurður hversu djúpt væri á ágreiningi stjórnarflokkanna svaraði hann því til að afar erfitt sé að segja til um möguleg stjórnarslit. Þau geri sjaldnast boð á undan sér. Vika sé langur tími í pólitík, hvað þá heill þingvetur. „Ég held að það sé kannski frekar að horfa á það í því ljósi að upptaktur að næstu kosningabaráttu hefst á næsta vetri þannig að þá fara flokkarnir með annað í huga inn í þann stjórnamálavetur þannig að það má gera ráð fyrir að svona togstreitan muni bara aukast og sprungurnar í þessu samstarfi komi betur og betur í ljós eftir því sem nálgast næstu kosningar.“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor var fenginn til að gera upp nýafstaðinn þingvetur og rýna í þann næsta. Hann telur að sprungurnar sem hafi myndast hjá ríkisstjórninni muni dýpra á næsta ári enda séu ríkisstjórnarflokkarnir með gjörólíkar efnahagsstefnur.Vísir/Arnar Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var fyrirferðarmikið í vetur og reyndist það vera hið mesta átakamál. Það var á meðal þeirra mála sem Eiríkur telur að hafi set mestan svip á þingveturinn. „Þar sem til dæmis dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins boðar hertari aðgerðir og að stemma frekar stigu við komu fólks til landsins á meðan ákveðin öfl innan Vinstri grænna eru á öndverðum meiði og leggja meira upp úr því að taka vel á móti fólki og hleypa fólki á flótta og í vanda inn til landsins og þarna er augljós núningur.“ Lengsta umræðan á þingi stóð um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra eða í um 103 klukkustundir og voru það Píratar sem helst voru málglaðir enda lá þeim mikið á hjarta. Fjórir þingmenn þeirra verma raunar fjögur efstu sætin á lista yfir þá þingmenn sem töluðu mest á Alþingi á nýafstöðnum þingvetri. Himinn og haf á milli xD og VG „Og síðan hafa verið að koma upp svona einhver mál eins og til dæmis salan á Íslandsbanka og svona ýmislegt annað, einstök mál, hvort það eigi að birta hina og þessa skýrsluna og eitthvað þess háttar,“ segir Eiríkur og vísar í Lindarhvolsmálið. Eiríkur segir að eftir COVID-tímann hafi stjórnarflokkarnir raunverulega fundið hversu ólíkir þeir eru. Núverandi efnahagsástand, sem einkennist af háum vöxtum og hækkandi verðlagi, dragi fram ólíka hugmyndafræði þeirra þegar kemur að efnahagspólitík. „Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar og Vinstri grænir hins vegar eru á sitt hvorum endanum í efnahagspólitík allri. Þannig að þetta eru um margt öndverðir flokkar þó þeir nái saman um ýmis málefni eins og um að halda í horfinu og gera ekki róttækar kerfisbreytingar en þá er mjög langt á milli þeirra í hugmyndum þeirra um stýringu efnahagslífsins, velferð, þjónustu ríkisins og svo framvegis. Hugmyndafræðilega er himinn og haf þarna á milli.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. 12. júní 2023 13:13 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. 7. júní 2023 10:19 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. 12. júní 2023 13:13
Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30
Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. 7. júní 2023 10:19