Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins og aðildarmaður í Klaustursmálinu, segist vita hver skipulagði það sem hann kallar „hlerunarmálið“ í nýlegum þætti Eggerts Skúlasonar á mbl.is. Þá segist hann ekki vilja svara því hvort viðkomandi sitji á Alþingi.
Bára svaraði ummælum Sigmundar á Twitter í dag. Þar segir hún kvenfyrirlitningu, fordóma og þátttakendur í málinu einu „skipuleggjendur“ Klaustursmálsins. Hún segir efni samtalsins sem fram fór á téðu kvöldi alltaf eiga að vera aðalfréttin, ekki einhverjar samsæriskenningar.
Aðspurð um hvort hún hafi hugmynd um hvern Sigmundur gæti haft í huga neitar Bára. Hún segist furða sig á því hversu margir hafi þegar legið undir grun frá því þegar málið átti sér stað. Þar nefnir hún meðal annars Steingrím J. Sigfússon.
Ég veit það líka. https://t.co/D9Js7k7mSr via @mblfrettir
— Bára Halldórsdóttir #blacklivesmatter (@bee_how) June 12, 2023